Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • g86 8.4. bls. 12-14
  • Hagfræði – „hin dapurlegu vísindi“

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hagfræði – „hin dapurlegu vísindi“
  • Vaknið! – 1986
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • Frá Smith til Keynes
  • Hagfræði og efnahagsmál nú á dögum
  • Framtíðin — dapurleg?
  • Er hægt að koma á réttlátu efnahagskerfi?
    Fleiri viðfangsefni
Vaknið! – 1986
g86 8.4. bls. 12-14

Hagfræði – „hin dapurlegu vísindi“

SÁMDRÁTTUR, kreppa, verðbólga, núllvöxtur, neikvæður vöxtur, tap — allt eru þetta dapurleg orð notuð í þeirri fræðigrein sem maður einn kallaði „hin dapurlegu vísindi,“ það er að segja hagfræði. En hvað leynist í rauninni að baki þessum uggvænlegum orðum? Kann hagfræðin einhverja lausn á þeim vandamálum sem flest okkar standa frammi fyrir?

Lionel Robbins, enskur hagfræðingur, skilgreindi hagfræði þannig: „Sú vísindagrein sem fæst við mannlegt atferli sem samband þarfa og naumra efna til mismunandi nota.“ Öll hföum við ýmsar ‚þarfir,‘ það er eitthvað sem við þörfnumst eða langar í. Þessar ‚þarfir‘ eru nánast takmarkalausar. Á hinn bóginn eru ‚efni‘ okkar, svo sem tekjur, oftast mjög takmörkuð.

Tökum sem dæmi mann er sest að morgunverðarborði með fjölskyldu sinni og uppgötvar að sáralítill sykur er til út í kaffið hans. Hann stendur nú frammi fyrir hagfræðilegri ákvörðun. Hvernig eiga þessi naumu ‚efni‘ þeirra (sykurinn) að fullnægja ‚þörfum‘ allra í fjölskyldunni? Hann ákveður kannski að hver og einn skuli fá aðeins örlítinn skammt, eða þá að hann skuli fá hann allan sjálfur. Húsmóðirinn vill kannski hins vegar spara sykurin til matargerðar. Hagfræðilegar ákvarðanir tilheyra því ekki aðeins útvalinni menntastétt.

Þegar í hlut á hagfræði á einstaklingsgrundvelli, svo sem hagfræði heimila eða neytenda, er um að ræða það sem kalla mætti rekstrarhagfræði. Þegar sömu meginreglur eru heimfærðar á fjölmennan hóp einstaklinga, svo sem heila þjóð, er um að ræða þjóðhagfræði. En láttu ekki þetta fagmál rugla þig í ríminu, því að hagfræði getur tæplega talist bein vísindagrein. Einhverju sinni var komist svo að orði að væru sex mismunandi hagfræðingar spurðir álits fengjust sjö mismunandi svör. En hvað sem því líður er það ómaksins vert að kynnast þessari vísindagrein lítillega.

Frá Smith til Keynes

Stóran hluta mannkynssögunnar hafa efnahagslegir valkostir manna verið mjög takmarkaðir. Venjan var sú að fæddust menn fátækir dóu þeir fátækir, og fæddust þeir ríkir dóu þeir sennilega ríkir, nema einhver ytri áhrif önnur en hagfræðileg (svo sem vopnuð innrás) kæmi til.

Þá gekk iðnbyltingin í garð, og í fyrsta sinn í sögunni gat fólk séð fram á það að bæta efnahag sinn af eigin rammleik. Þegar lénskipulagið var í andaslitunum stóðu stjórnvöld frammi fyrir hagfræðilegum ákvörðunum. Leiðtogar þeirra fóru að velta fyrir sér hvernig þeir gætu haft hagfræðilega stjórn á framtíðinni.

Þá, árið 1776, samdi Adam Smith fyrsta ritverk nútímalegrar hagfræði, „Athugun á eðli og orsökum auðæfa þjóðanna.“ Hann lét í ljós þá skoðun að hinn frjálsi markaður og einstaklingsframtakið myndi stuðla að efnahagslegum framförum. Smith sló fram þeirri kenningu að meðfædd sérplægni mannsins myndi verða afl framfaranna. Löngunin í góðar tekjur eða mikinn hagnað myndi fá fólk til að leggja efni sín eða hæfileika í markaðskerfið. Tveir menn aðrir — David Ricardo og Thomas Robert Malthus — gengu í lið með Smith sem brautryðjendur á sviði hagfræðivísindanna.

Það voru þessir þrír menn sem skoski ritgerðahöfundurinn Thomas Carlisle kallaði „virðulega prófessor hinna dapurlega vísinda.“ Hvers vegna „dapurlegra“? Vegna þess að þessir menn héldu fram þeirri ömurlegu skoðun að þrátt fyrir batnandi efnahag hinna ýmsu þjóða, myndi hagur hins almenna verkamanns aldrei verða betri en svo að hann rétt hefði í sig og á, nema þá um skamman tíma í senn. Malthus hélt því auk þess fram að á móti sérhverri velmegun myndi þurfa að metta fleiri munna.

Þá kom Karl Marx fram á sjónarsviðið. Auk þess að leggja fyrir sig kenningasmíð á sviði hagfræði rannsakaði hann mannlegt atferli og pólitíska hugsun. Hann var haldinn þeirri sömu svartsýni að hinir ríku myndu verða sífellt ríkari og hinir fátæku fátækari. Marx hélt því fram að svo lengi sem til væru atvinnulausir verkamenn eða ‚varalið,‘ myndi samkeppni um vinnu alltaf halda niðri launum. ‚Hví skyldi vinnuveitandi hækka launin þegar til er hungraður og atvinnulaus maður sem fús er til að vinna fyrir minna kaup?‘ spurði hann. En Marx sá líka í sjálfu auðvaldsskipulaginu sæði sjálfstortímingar: Auðurinn myndi safnast í færri hendur og eymd hinna vinnandi stétta myndi aukast þar til þær neyddust til að gera blóðuga byltingu.

En samtímis og vinsældir sósíalismans voru að aukast var annarri hreyfingu að vaxa fiskur um hrygg — félagslegum darvinisma. Með því að heimfæra þróunarkenningu Darwins upp á félagsleg vandamál bjó einn af forvígismönnum þessarar hreyfingar — Herbert Spencer — til orðasambandið „þær hæfustu lifa.“ Þeir álitu að þeir sem yrðu ofan á í baráttu markaðskerfisins hrepptu herfangið, og þeir sem yrðu undir — nú, aðeins hinir hæfustu myndu lifa hvort eð er! Þessi hugsanaháttur leiddi til mjög samviskulausra aðferða í viðskiptum og þeir harðfylgnustu rökuðu að sér gífurlegum auði.

Allt frá því að hagfræðikenningar litu dagsins ljós hafa því þeir sem trúa á frjálst markaðskerfi (og þar með takmörkuð ef nokkur áhrif stjórnvalda í efnahagsmálum) og þeir sem vilja meiri eða jafnvel algera stjórn yfirvalda í efnahagsmálum skipst í tvær fylkingar. Heimskreppan mikla á fjórða áratug 20. aldarinnar kom hins vegar mörgum til að endurmeta hugsanlegt gildi þess að stjórnvöld hefðu hönd í bagga með hinum frjálsa markaðskerfi, til að koma í veg fyrir þær þjáningar sem hrun hins frjálsa markaðshagkerfis hafði haft í för með sér. Því var það að annar kunnur hagfræðingur, John Maynard Keynes, lýsti yfir að koma mætti í veg fyrir of stórar sveiflur í efnahagsmálum, á þann hátt að stjórnvöld réðu bankavöxtum og beittu skattlagningu sem hagstjórnartæki. Afbrigði af kenningum hans eru enn við lýði á vesturlöndum.

Hagfræði og efnahagsmál nú á dögum

Hafa hagfræðingar, með öllum sínum kenningum og línuritum, leyst fjárhagsvanda veraldar? Á síðustu árum hefur margt verið rætt og ritað um hagfræðikenningar. Meira að segja hefur verið rætt um að hverfa aftur að kenningum Adams Smiths og treysta algerlega á hið frjálsa markaðskerfi. En flestir gera sér þó ljóst að við stöndum frammi fyrir vandamálum sem eru stærri í sniðum en svo að einstaklingar eða hagfræðingar ráði við þau. Nauðsyn á íhlutun stjórnvalda.

Einhverju sinni sagði í grein í blaðinu Saturday Review: „Mannúðleg hagfræði kallar á fleira en velmegun og efnahagslegan vöxt, fleira en jafna skiptingu auðlinda. Hún kallar á breytta uppbyggingu hina hagfræðilegu stofnanna til að ná fram auknu jafnræði og frelsi. . . . Hún kallar á félagslegt umhverfi sem hefur í för með sér skynbragð á sameign og bræðralag í mannlegum samskiptum. Hún útheimtir að maðurinn, tækni hans og náttúrulegt umhverfi eigi saman. Og allt þarf þetta að gerast á heimsmælikvarða.“

En að ná fram slíkri ‚mannúðlegri hagfræði‘ er langt frá því að vera auðvelt. Enn sem fyrr leitar auðurinn í hendur hinna ríku frá hinum fátæku. Varanleg lausn byggð á mannlegri viðleitni einni saman virðist ekki innan seilingar. Orðin samdráttur, kreppa, verðbólga, núllvöxtur og neikvæður vöxtur og tap hljóma því enn kunnuglega í eyrum þeirra sem fylgjast með fréttum af efnahagsmálum, jafnvel í auðugustu ríkjum heims.

Framtíðin — dapurleg?

Verður auðlindum einhvern tíma skipt jafnar og réttlátar en nú? Verður einhvern tíma félagslegt umhverfi sem hefur í för með sér skynbragð á sameign og bræðralag í mannlegum samskiptum? Munum við einhvern tíma sjá þann dag að hagfræði og efnahagsmál virðist ekki „dapurleg“ hinum vinnandi manni?

Við hvetjum þig til að opna Biblíuna og fletta upp í 65. kafla Jesajabókar og lesa vers 21 til 23. Orðfærið er einfalt en hugsunin djúptæk. Hugsaðu þér að sérhver maður geti átt sitt eigið heimili og verið sjálfum sér nógur efnalega. Að einhæf störf verði ekki til framar (hooray! hrópar ritarinn...) heldur aðeins uppbyggjandi vinna sem veitir manninnum ánægju. Að til verði hagkerfi sem fullnægir ríkulega þörfum allra! Allt þetta mun verða að veruleika undir heimsstjórn í höndum Guðs. — Sjá einnig Sálm 72:16; 145:16; Jesaja 25:6.

Við þurfum því ekki að láta svartsýnisspár hina „dapurlegu vísinda“ draga úr okkur kjark. Sú framtíð, sem Guð býður, er mjög björt fyrir þá sem setja trú sína á hann og tilgang hans með þessa jörð.

[Innskot á blaðsíðu 13]

Mun sá dagur nokkurn tíma koma að hagfræði og efnahagsmál virðast ekki „dapurleg“ hinum vinnandi manni?

[Mynd á blaðsíðu 13]

Malthus hélt því fram að mannfjölgun myndi vega á móti sérhverri tímabundinni velmegun.

[Rétthafi]

Bettmann-skjalasafnið

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila