Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • g88 8.10. bls. 8-10
  • Leyndardómurinn upplýstur!

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Leyndardómurinn upplýstur!
  • Vaknið! – 1988
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • Skilgreining Biblíunnar á hugtakinu sál
  • Platon og sálin
  • Það sem Biblían segir um sálina
    Hvað verður um okkur þegar við deyjum?
  • Skilningur þinn á sálinni hefur áhrif á líf þitt
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1990
  • Hvað er sálin?
    Biblíuspurningar og svör
  • Hefur þú ódauðlega sál?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2007
Sjá meira
Vaknið! – 1988
g88 8.10. bls. 8-10

Leyndardómurinn upplýstur!

FLESTIR gera ráð fyrir að dauðinn sé ekki endir mannslífsins heldur að eitthvað lifi af líkamsdauðann. Þetta „eitthvað“ er yfirleitt kallað „sál.“

„Hvernig vitum við að rú [sálin] yfirgefur líkamann þegar hann er lagður í gröfina?“ spurði tímaritið The Straight Path. Blaðið svaraði: „Dauðinn er ekkert annað er burtför sálarinnar. Þegar sálin hefur yfirgefið líkamann flyst hún yfir í barsak (tímabilið eftir dauðann). . . . Gröfin er aðeins geymsla líkamans, ekki sálarinnar.“ Þetta tímarit túlkar sjónarmið múslíma eða múhameðstrúarmanna sem virðast býsna lík kenningum kristna heimsins.

Lítum á sem dæmi tvær spurningar og svörin við henni í bresku spurningakveri rómversk-kaþólskra fyrir skóla, A Catechism of Christian Doctrine:

Sp. „Í hverju er sál þín lík Guði?“

Sv. „Sál mín er lík Guði á þann hátt að hún er andi og er ódauðleg.“

Sp. „Hvað átt þú við þegar þú segir að sál þín sé ódauðleg?“

Sv. „Þegar ég segi að sá mín sé ódauðleg á ég við að sál mín geti aldrei dáið.“

Enda þótt hægt sé að kenna börnum að trúa þessu gerir bókin enga tilraun til að færa rök fyrir þessum fullyrðingum.

Sú bók er þó til sem segir okkur nákvæmlega hvað sálin er. Þessi bók er Biblían, elsta bók sem mannkynið þekkir. Það kann að koma þér á óvart hvað í henni stendur.

Skilgreining Biblíunnar á hugtakinu sál

Fyrsta bók Biblíunnar, 1. Mósebók, segir frá sköpun mannsins og annarra lífvera á jörðinni. Hún var rituð á hebresku og í fyrstu tveim köflunum kemur hebreska orðið nefesh, sem þýtt er „sál,“ fjórum sinnum fyrir. Þar af er það aðeins notað einu sinni um manninn.a Um hvað er það notað í hin skiptin? Við skulum athuga það.

„Þá skapaði Guð hin stóru lagardýr og allar hinar lifandi skepnur [á hebresku nefesh, sál], sem hrærast og vötnin eru kvik af, eftir þeirra tegund, og alla fleyga fugla, eftir þeirra tegund.“ — 1. Mósebók 1:21.

„Og öllum villidýrum og öllum fuglum loftsins og öllum skriðkvikindum á jörðinni, öllu því, sem hefir lifandi sál [nefesh], gef ég öll grös og jurtir til fæðu.“ — 1. Mósebók 1:30.

„Þá myndaði [Jehóva] Guð af jörðinni öll dýr merkurinnar og alla fugla loftsins og lét þau koma fyrir manninn til þess að sjá, hvað hann nefndi þau. Og hvert það heiti, sem maðurinn gæfi hinum lifandi skepnum [á hebresku nefesh, sál], skyldi vera nafn þeirra.“ — 1. Mósebók 1:19.

Samanburður á þessum þrem versum leiðir í ljós að nefesh er notað til þess að lýsa öllum tegundum dýralífs.

Berðu þetta nú saman við frásöguna af sköpun fyrsta mannsins, Adams:

„Þá myndaði [Jehóva] Guð manninn af leiri jarðar og blés lífsanda í nasir hans, og þannig varð maðurinn lifandi sál. [nefesh].“ — 1. Mósebók 2:7.

Í þýðingu sinni á Tóra, fyrstu fimm bókum Hebresku ritninganna, gefur The Jewish Publication Society of America eftirfarandi athugasemd um þetta: „Biblían segir ekki að við höfum sál. ‚Nefesh‘ er persónan sjálf, þörf hennar á fæðu, sjálft blóðið í æðum hennar, tilvera hennar.“ (Leturbreyting okkar.) Hið sama hlýtur að gilda um allar aðrar lifandi verur sem nefndar eru „sálir.“ Þær hafa ekki sálir heldur eru sálir.

Platon og sálin

Hvaðan er sú hugmynd þá komin að sálin yfirgefi líkamann við dauðann? Uppsláttarritið The Jewish Encyclopedia segir: „Það var eingöngu vegna tengsla Gyðinga við persneska og gríska hugsun sem hugmyndin um sál óháða líkamanum með sitt eigið einstaklingseðli festi rætur í gyðingdómnum.“

Enn fyrr í sögu mannkyns trúðu Egyptar að mannssálin væri ódauðleg og gæti jafnvel snúið aftur í sinn látna líkama. Af þeirri ástæðu lögðu Egyptar á sig mikið erfiði til að smyrja hina látnu svo að líkaminn rotnaði ekki.

Athygli vekur að nýtt þýskt spurningakver lúterskra fyrir fullorðna, Evangelischer Erwachsenenkatechismus, viðurkennir opinskátt að kenningin um ódauðlega mannssál sé ekki frá Biblíunni komin heldur „gríska heimspekingnum Platon (427-347 f.Kr.) sem hélt því fram með áhersluþunga að það væri munur á líkama og sál.“ Þar segir einnig: „Evangelískir nútímaguðfræðingar hafna þessum samruna grískra og biblíulegra hugtaka. . . . Þeir hafna tvískiptingu mannsins í líkama og sál.“

Hvað verður þá um mannssálina við dauðann? Á þessu sviði er Biblían, innblásið orð Guðs, tvímælalaust áreiðanlegasta heimildin. Hún segir skorinort: „Þeir sem lifa, vita að þeir eiga að deyja, en hinir dauðu vita ekki neitt.“ (Prédikarinn 9:5) Um upprisuna sagði Jesús: „Allir þeir, sem í gröfunum eru, munu heyra raust hans [Jesú] og ganga fram.“ — Jóhannes 5:28, 29.

Höfum við þá fengið svar við þeirri spurningu hvar hinir dánu séu? Já, þeir eru „í gröfunum,“ geymdir í minni Guðs þangað til þeir fá upprisu.b Upprisu? Hvað er átt við með því? Hve raunhæf er slík von? Lokagreinin, sem fjallar um harmleik er nýlega varð á Englandi, bendir á hve raunveruleg þessi von getur verið.

[Neðanmáls]

a Á hebresku kemur orðið fyrir í fleirtölu í 1. Mósebók 1. kafla, 20. og 24. versi.

b Spurningakver lúterskra kemur heim og saman við Biblíuna þegar það segir: „Þar eð maðurinn allur er syndari deyr maðurinn allur við dauðann, bæði líkami og sál (alger dauði). . . . Milli dauða og upprisu er tómarúm; tilvera einstaklingsins heldur í besta lagi áfram í minni Guðs.“

[Rammi á blaðsíðu 8]

Vissir þú?

Orðalagið „ódauðleg sál“ kemur hvergi fyrir í Biblíunni. Orðin tvö eru aldrei tengd. Orðin „ódauðlegur“ og „ódauðleiki“ koma aðeins sex sinnum fyrir, aðeins í ritum Páls postula. Þegar menn eru sagðir ódauðlegir er verið að tala um laun sem gefin skulu aðeins þeim 144.000 sem keyptir eru frá jörðinni til að ríkja með Kristi Jesú á himnum. — 1. Korintubréf 15:50-54; Opinberunarbókin 5:9, 10; 14:1-4; 20:6.

[Rammi á blaðsíðu 9]

Hvaða heimildir?

„Orðabók Menningarsjóðs“ skilgreinir hugtakið „sál“ þannig: „Sá hluti persónunnar sem margir hugsa sér að lifi áfram eftir líkamsdauðann (að eilífu).“ Þessi skilgreining undirstrikar þá staðreynd að hugmyndin um líf „sálarinnar“ eftir dauðann er og verður byggð eingöngu á staðhæfingum trúarbragðanna. Engar heimildir geta fært sönnur á slíkt framhaldslíf. Á hinn bóginn segir hið æðsta heimildarrit, Biblían: „Sú sálin, sem syndgar, hún skal deyja.“ — Esekíel 18:4.

[Mynd á blaðsíðu 9]

„Sál“ egypsks skrifara í líki hauks með mannshöfuð að ‚heimsækja líkamann í gröfinni.‘

[Rétthafi]

Birt með leyfi Breska þjóðminjasafnsins í Lundúnum.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila