Hið smæsta í heimi hins smásæja
FUNDIST hefur nýr hópur örvera sem lifir í vatni: Veirur sem eru ekki nema 0,2 míkrómetrar í þvermál. Áður var talið að dvergsvif, sem er á bilinu 10 til 20 míkrómetrar í þvermál, og örsvif, sem er undir 2 míkrómetrum í þvermál, væru smæstu lífverurnar. Áætlað er að í einum millilítra ómengaðs vatns geti verið á bilinu 10 milljónir til 100 milljónir veira — tífalt fleiri en bakteríurnar. Þessar nýfundnu veirur teljast því „langalgengasta lífsform á jörðinni,“ að sögn tímaritsins Scientific American.