Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • g96 8.7. bls. 30
  • Frá lesendum

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Frá lesendum
  • Vaknið! – 1996
  • Svipað efni
  • Tekist á við breytingaskeiðið
    Vaknið! – 2014
  • Ætti ég að spila tölvuleiki?
    Vaknið! – 1997
  • Ætti ég að spila tölvuleiki?
    Vaknið! – 2008
Vaknið! – 1996
g96 8.7. bls. 30

Frá lesendum

Tölvuleikir Ég var mjög ánægð með greinina „Er þessi leikur fyrir þig?“ (Október-desember 1995) Sem móður ofbýður mér afstaða sumra sem halda að þessir leikir séu skaðlaus skemmtun. Það eru til margir fræðandi leikir sem eru lausir við ofbeldi.

K. G., Bandaríkjunum

Ég vinn við að meta tölvuhugbúnað og fékk leikinn Doom II nýlega til skoðunar. Ég komst að raun um að leikurinn notar tákn illra anda, svo sem umsnúna krossa og fimmhyrndar stjörnur. Ég vona að fólk átti sig á hve skaðlegir þessir leikir eru.

R. B., Bandaríkjunum

Horft á heiminn Blöðin ykkar verða sífellt athyglisverðari. Þau fjalla um alls konar mál — atburði líðandi stundar, íþróttir, vísindi og svo framvegis. Dálkurinn „Horft á heiminn“ er sérstaklega áhugaverður. Ég held að sjónvarpsfréttirnar yrðu miklu athyglisverðari ef þær væru byggðar á þessum dálki.

R. S., Ítalíu

Ég kann virkilega að meta það sem fjallað er um í „Horft á heiminn.“ Í júlí-september 1995 var klausa sem ég var hjartanlega sammála. Hún bar yfirskriftina „Hvað gerir kennara vinsæla?“ Greinin sagði að nemendur væru ekki endilega hrifnir af kennurum sem settu minna fyrir, heldur frekar kennurum sem væru vinsamlegir, umhyggjusamir og sanngjarnir. Það er hverju orði sannara! Ég hef haft svo mikla reynslu af kennurum sem hygla nemendum sem eru vinsælir í von um að verða sjálfir vinsælir. En slíkir kennarar halda ekki vinsældum til lengdar. Kærar þakkir fyrir þessar ágætu upplýsingar.

L. K., Bandaríkjunum

Falskar spár Bestu þakkir fyrir greinaröðina „Falskar spár eða sannar — hvernig geturðu greint á milli?“ (Janúar-mars 1996) Þótt ég hafi stundað daglegt biblíunám í 42 ár og reynt að tileinka mér upplýsingarnar um tákn hinna síðustu daga, get ég sagt með sanni að hin skýra samantekt ykkar á öllum ritningarstöðum um þetta efni hjálpaði mér mikið. Þið hafið auðveldað mér að muna efnið. Þetta var afbragðs andleg fæða!

M. B., Bandaríkjunum

Þjófnaður Ég er 13 ára og ég var alltaf að stela. Ég stal peningum eða fór út í búð og stal tyggigúmmíi. Mig langaði til að hætta því en allt kom fyrir ekki þangað til ég fékk Vaknið! janúar-mars 1996 og fletti upp á greininni „Ungt fólk spyr. . . Hví ekki að stela?“ Hún hafði virkilega áhrif á mig. Hún hjálpaði mér að biðja til Jehóva og treysta að hann fyrirgæfi mér ríkulega. Mig langar til að fá að vera í ríki Guðs og ég veit að fólk sem stelur fær ekki að vera þar. Takk fyrir að birta þessa grein.

J. A., Kanada

Ég er 23 ára og sit inni fyrir þjófnað. Ég byrjaði að stela vegna hópþrýstings. Krakkarnir vildu að ég gerði öðrum grikk og svo magnaðist það stig af stigi. Það er dagsatt sem segir í greininni. Ég vona bara að unga fólkið fari eftir ráðleggingunum áður en það er um seinan. Þannig getur það forðast að lenda á sama stað og ég — í fangelsi.

M. S., Bandaríkjunum

Fjárhættuspil Ég bað nýlega í bænum mínum að þið birtuð grein um fjárhættuspil, því að ættingjar mínir eru virkilega hjálparþurfi á því sviði. Þeir ramba á barmi gjaldþrots. Ég vona að greinaröðin „Fjárhættuspil — fíkn tíunda áratugarins“ (apríl-júní 1996) hjálpi þeim. Þeir líða svo fyrir fíkn sína. Við vorum vön að spila póker sem fjölskylda í 6 til 12 klukkustundir í einu! Ég er innilega þakklát fyrir að Jehóva skuli vera hluti af lífi mínu núna.

L. D., Bandaríkjunum

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila