‚Þau hafa verið svo frábær!‘
„Ég hef alltaf haft gaman af því að lesa Varðturninn og Vaknið!, en á síðustu árum hafa þau verið svo frábær að það er erfitt að finna réttu orðin til að lýsa þeim. Mig langar til koma á framfæri þakklæti mínu fyrir efnið í Vaknið! í janúar-mars og apríl-júní 1995, „Þegar trúarbrögðin taka afstöðu í stríði“ og „Sarajevo — frá 1914 til 1994.“ Borgarastríðið í Bosníu, Serbíu og Króatíu er flókið og átakanlegt, en það stendur mér nærri sem Króata. Sérstaklega kunni ég að meta hvernig þið röktuð sögu átakanna og djúpar rætur þeirra allt aftur til ársins 1054. Það varpaði ljósi á þátt trúarbragðanna og á linnulaus afskipti þeirra, sem hafa valdið enn meiri sundrungu og hatri meðal þessara þjóðahópa. Því miður virðist heimur nútímans ekki sjá nema hið versta í þessu fólki sem er svo gott að eðlisfari. Ég þakka ykkur aftur fyrir að gera óskiljanlegt ástand skiljanlegt. [Undirritað] M. K.“
Vaknið! hefur getið sér orð fyrir ítarlega heimildaleit og málefnalega umfjöllun. En það er líka tímarit vonar um friðsæla framtíð byggða á fyrirheiti Guðs um að koma jörðinni undir stjórn ríkis síns.
Ef þú hefur áhuga á að lesa þetta tímarit að staðaldri, hafðu þá samband við votta Jehóva þar sem þú býrð eða skrifaðu útgáfu blaðsins og notaðu það póstfang á bls. 5 sem næst er.
[Mynd á blaðsíðu 32]
Til hægri: Culver Pictures