„Þau voru spennt eins og börn“
Þannig lýsti Sergei, þriggja barna faðir, viðbrögðum vina sinna þegar hann sýndi þeim bókina Lífið — varð það til við þróun eða sköpun? Sergei, sem er 32 ára og býr í Tatarstan í Rússlandi, lýsir því hvað gerðist:
„Til að byrja með skoðuðum við myndirnar og lásum myndatextana. Líflegar umræður fylgdu í kjölfarið. Allir vinir mínir eru ungir feður og mæður . . . Við förum öll í kirkju á páskum og við skírnir, en lengra nær áhugi okkar ekki.
Hins vegar höfum við mikinn áhuga á ritum ykkar! Hin litsterka og vel hannaða kápa bókarinnar vekur fljótt athygli. Þegar maður byrjar að lesa hana er erfitt að hætta. Maður vill segja öðrum frá því sem maður hefur lært. Þar að auki er maður sáttur og ánægður eftir að hafa lesið og rætt um efnið. Loksins höfum við fundið eitthvað ánægjulegt, skynsamlegt og gagnlegt til að tala um.
Við lifum svo sannarlega í andlegu tómarúmi. Allir eru að tala um peninga, vandamál, áhyggjur og ýmislegt ráðabrugg. Það gerir hjartað aðeins sjúkt. Eftir að hafa hugsað um þetta er erfitt að sofna og næsta morgun vill maður ekki vakna og láta kasta sér á sorphaug mannlegra vandræða.“
Kannski líður þér álíka og vildir gjarnan fá eintak af þessu hrífandi riti, sem er gefið út af vottum Jehóva, alþjóðasamtökum rúmlega fimm milljóna biblíunemenda. Ef þú vilt fá nánari upplýsingar eða ókeypis heimabiblíunámskeið hafðu þá samband við Varðturninn, Pósthólf 8496, 128 Reykjavík, eða notaðu annað viðeigandi póstfang á bls. 5.