Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • g98 8.1. bls. 31
  • Öfgar í líkamsrækt

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Öfgar í líkamsrækt
  • Vaknið! – 1998
  • Svipað efni
  • Hvernig get ég fengið löngun til að hreyfa mig?
    Ungt fólk spyr
  • Heilbrigði — hvað getur þú sjálfur gert?
    Vaknið! – 1990
  • Hve heilbrigð erum við?
    Vaknið! – 1990
  • „Þessir menn séu fyrst reyndir“ — hvernig?
    Ríkisþjónusta okkar – 2000
Vaknið! – 1998
g98 8.1. bls. 31

Öfgar í líkamsrækt

„ÓVENJULEGUR afrakstur líkamsræktarhreyfingarinnar er áráttukenndar ofæfingar,“ að sögn dagblaðsins The Toronto Star. Blaðið segir að ofæfingar þjaki bæði karla og konur. Sumir læknar og sérfræðingar segja að karlar ofæfi til að endurheimta æskuna en ástæðan sem liggur að baki ofæfingum kvenna sé yfirleitt ranghugmyndir um eigið útlit og sjúklegar matarvenjur.

Margir byrja að æfa til að líða betur og líta betur út en að lokum æfa þeir yfir sig vegna mikillar æfingaþarfar. Richard Suinn, íþróttasálfræðingur og ráðgjafi nokkurra ólympíukeppnisliða, fullyrðir að það sé augljóst þegar óhóflegar æfingar „byggjast á tilfinningalegri þörf frekar en hreinni líkamsrækt.“ Þegar læknar og sérfræðingar fást við þetta vandamál reyna þeir að komast að því hvers konar áhrif ákveðin æfing hefur á líf sjúklingsins. Ef þeir þurfa að vinna krefjandi starf ásamt því að hugsa um heimili og börn geta of miklar æfingar haft slæm áhrif á líðan þeirra. Að sögn dr. Thomasar Schwenks prófessors í heimilislækningum, „gætu þeir enn verið líkamlega heilbrigðir en verið að glíma við erfiðleika í félagslífinu, vinnunni eða við ágreiningsmál í fjölskyldunni.“

Dagblaðið tilgreinir nokkur viðvörunarmerki sem tengjast æfingafíklum: ‚Að velja einmenningsæfingar svo sem hjólreiðar, sund, hlaup eða lyftingar; ósveigjanleg æfingastundaskrá; sú skoðun að æfingar séu nauðsynlegar og óbærilegt sé að missa af þeim; og afturför á öðrum sviðum einkalífsins.‘

Enda þótt þeir sem vinna við líkamsrækt viðurkenni gagnsemi hóflegra æfinga vara þeir einnig við skaðlegum áhrifum óhóflegra æfinga. — 1. Tímóteusarbréf 4:8.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila