Huggun eftir barnsmissi
„ÞESSI bæklingur inniheldur svo sannarlega tímabært efni handa fjölskyldu minni,“ sagði bresk móðir um bæklinginn Þegar ástvinur deyr.
„Við gátum auðveldlega sett okkur í spor þeirra sem sagt er frá í bæklingnum,“ hélt hún áfram. „Það var einkar hughreystandi að uppgötva að öðrum hefur liðið og líður eins og okkur.
Ég var sérstaklega ánægð með kaflann sem benti á að fósturlát sé dauðsfall og valdi sorg. Margir skilja ekki þessa sorg af því að barnið hefur ekki lifað utan móðurkviðar og er ekki orðið persóna í þeirra augum.
Ég missti ekki fóstur í venjulegum skilningi . . . Í bæði skiptin þurfti að framkalla hríðir og ég fæddi andvana börn. Ég tek undir með Veronicu sem sagði (á bls. 10 í bæklingnum): ‚Það er hræðilegt fyrir móður að fæða andvana barn.‘“
Kannski getur efni þessa bæklings huggað þig eða einhvern sem þú þekkir. Þú getur eignast bæklinginn Þegar ástvinur deyr með því að útfylla og senda meðfylgjandi miða.