Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • g05 8.10. bls. 23
  • Bleikt stöðuvatn?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Bleikt stöðuvatn?
  • Vaknið! – 2005
  • Svipað efni
  • Saltið er dýrmætt
    Vaknið! – 2002
  • „Þér eruð salt jarðar“
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1986
  • Hvað er eldhafið? Er það hið sama og helja eða Gehenna?
    Biblíuspurningar og svör
Vaknið! – 2005
g05 8.10. bls. 23

Bleikt stöðuvatn?

Eftir fréttaritara Vaknið! í Senegal

GETUR stöðuvatn virkilega verið bleikt? Retbavatn er kallað bleika vatnið og þar sem það er aðeins 30 kílómetra frá heimili okkar í Dakar í Senegal í Vestur-Afríku ákváðum við að gera okkur ferð þangað til að sjá hvort það stæði undir nafni. Þegar við komum sjáum við vatnið glitra í sólskininu. Og það er svo sannarlega fallega bleikt. Leiðsögumaðurinn útskýrir að örverur í vatninu myndi þennan einstaka litblæ þegar sólarljósið skín á þær. En hér er hins vegar meira að sjá en bara litinn á vatninu.

Á botni þessa grunna vatns er saltlag. Vatnið er svo salt að maður flýtur auðveldlega á því. Sumir gestir nota tækifærið og prófa að láta sig fljóta á vatninu.

Augljóst er að hundruð manna hafa lífsviðurværi sitt af þessu bleika vatni (1). Við árbakkann hlaða verkamenn salti á vörubíla. Við stöldrum við stutta stund til að horfa á heimamenn sækja salt í vatnið. Vatnið nær mönnunum upp að bringu og þeir brjóta saltið upp með langri stöng. Síðan skófla þeir því upp í körfur og hlaða því í báta. Einn af verkamönnunum segir okkur að það taki þrjá tíma að safna saman tonni af salti. Bátarnir eru svo hlaðnir að þeir haldast varla á floti (2). Þegar þeir koma að landi taka konurnar við og bera saltið í körfum á höfðinu (3). Þannig vinna þær saman og mynda eins konar færiband.

Þessi ferð var svo sannarlega skemmtileg upplifun. Bleika vatnið er eitt af þeim mörgu undraverkum sem bera vott um að jörðin er óviðjafnanleg gjöf frá Jehóva. — Sálmur 115:16.

[Mynd credit line á blaðsíðu 23]

Mynd: Jacques CLEMENT, Clichy, FRANCE at http://community.webshots.com/user/pfjc

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila