Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • ed bls. 4-9
  • Hvernig vottar Jehóva líta á menntun

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hvernig vottar Jehóva líta á menntun
  • Vottar Jehóva og menntun
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • Hvað um viðbótarmenntun?
  • Kennsluaðferðir
  • Námsefnið
  • Menntun — notaðu hana til að lofa Jehóva
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1996
  • Menntun á tímum Biblíunnar
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1993
  • Hvernig líta vottar Jehóva á menntun?
    Spurningar og svör um Votta Jehóva
  • Er Biblían á móti menntun?
    Vaknið! – 1998
Sjá meira
Vottar Jehóva og menntun
ed bls. 4-9

Hvernig vottar Jehóva líta á menntun

Eins og allir foreldrar, láta vottar Jehóva sér annt um framtíð barna sinna. Þeim finnst því menntun skipta miklu máli. „Menntun ætti að hjálpa fólki að verða nytsamir þjóðfélagsþegnar. Hún ætti einnig að hjálpa því að meta menningararf sinn að verðleikum og lifa ánægjulegra lífi.“

EINS og þessi tilvitnun í alfræðibókina The World Book Encyclopedia gefur til kynna, er það eitt af aðalmarkmiðum skólagöngunnar að búa börnin undir að takast á við hið daglega líf, og þar með talið að þau afli sér menntunar sem gerir þeim kleift að framfleyta fjölskyldu þegar að því kemur. Vottar Jehóva líta á það sem helga skyldu að sjá fjölskyldu sinni farborða. Biblían segir: „Ef einhver sér eigi fyrir sínum, sérstaklega heimilismönnum, þá hefur hann afneitað trúnni og er verri en vantrúaður.“ (1. Tímóteusarbréf 5:⁠8) Skólaárin búa börnin undir þá ábyrgð sem þau þurfa að axla síðar á ævinni. Þar af leiðandi finnst vottum Jehóva að taka beri menntun mjög alvarlega.

„Menntun ætti að hjálpa fólki að verða nytsamir þjóðfélagsþegnar. Hún ætti einnig að hjálpa því að meta menningararf sinn að verðleikum og lifa ánægjulegra lífi.“ — The World Book Encyclopedia

Vottar Jehóva leitast við að lifa eftir þessu boði Biblíunnar: „Hvað sem þér gjörið, þá vinnið af heilum huga, eins og Drottinn ætti í hlut, en ekki menn.“ (Kólossubréfið 3:23) Þessi frumregla á við um allar hliðar daglega lífsins og er skólagangan þar með talin. Vottar Jehóva hvetja þess vegna börnin sín til að vinna kappsamlega og taka alvarlega þau verkefni sem þeim eru fengin í skólanum.

„Hvað sem þér gjörið, þá vinnið af heilum huga, eins og Drottinn ætti í hlut.“ — Kólossubréfið 3:⁠23

Biblían kennir fólki einnig að lúta lögum landsins sem það býr í. Þegar lög kveða á um skólaskyldu upp að vissum aldri hlýða vottar Jehóva þeim. — Rómverjabréfið 13:​1-7.

Heilsusamleg afþreying, tónlistariðkun, tómstundagaman, íþróttir og heimsóknir í bókasöfn og önnur söfn gegna þýðingarmiklu hlutverki í góðri og alhliða menntun.

Þótt Biblían geri ekki lítið úr því að búa börnin undir daglega lífið bendir hún á að það sé hvorki eina né helsta markmið menntunar. Árangursrík menntun ætti að ýta undir lífsgleði barnanna og hjálpa þeim að verða þroskaðir þjóðfélagsþegnar. Vottum Jehóva finnst þess vegna skipta miklu máli hvað börnin taka sér fyrir hendur utan skólastofunnar. Þeir trúa því að heilsusamleg afþreying, tónlistariðkun, tómstundagaman, íþróttir, heimsóknir í bókasöfn og önnur söfn og annað í þeim dúr gegni þýðingarmiklu hlutverki í góðri og alhliða menntun. Þar fyrir utan kenna þeir börnum sínum að virða sér eldra fólk og leita færis til að verða því að liði.

Hvað um viðbótarmenntun?

Vinnumarkaðurinn er sífellt að breytast vegna nýrrar tækni. Afleiðingin er sú að mörg ungmenni þurfa að taka að sér störf á öðrum sviðum eða í öðru fagi en þau hafa fengið menntun í. Þá nýtast starfsvenjur þeirra, sjálfsögun og ekki síst aðlögunarhæfni þeim jafnvel betur en sjálfur lærdómurinn. Þess vegna er betra að nemendur vaxi úr grasi með ‚vel gerð höfuð frekar en vel úttroðin höfuð,‘ eins og endurreisnarrithöfundurinn Montaigne orðaði það.

Atvinnuleysi, sem fyrirfinnst bæði í ríkum löndum og fátækum, blasir oft við ungu fólki sem ekki hefur nægilega menntun. Ef vinnumarkaðurinn kallar á meiri menntun en skólaskyldan veitir er það foreldranna að hjálpa börnum sínum að taka ákvörðun um frekara nám. Hugsanlegan ávinning af slíku námi skyldi þá vega og meta en líka hvaða fórnir það gæti haft í för með sér.

En trúlega ert þú sammála því að velgengni í lífinu sé háð fleiru en efnislegum gæðum. Á síðustu áratugum hafa menn og konur, sem létu starf sitt og starfsframa heltaka sig, tapað algerlega áttum þegar þau urðu fyrir því að missa vinnuna. Sumir foreldrar hafa fórnað fjölskyldulífinu og þeim tíma sem þeir hefðu getað varið með börnunum sínum og misst af tækifærinu til að hjálpa þeim að þroskast vegna þess að þau létu starf sitt gleypa sig.

Góð og alhliða menntun ætti augljóslega að taka með í reikninginn að sönn hamingja byggist á fleiru en efnislegum gæðum. Jesús Kristur sagði: „Ritað er: ‚Eigi lifir maðurinn á einu saman brauði, heldur á hverju því orði, sem fram gengur af Guðs munni.‘“ (Matteus 4:⁠4) Sem kristnir menn gera vottar Jehóva sér grein fyrir mikilvægi þess að hjá barninu þroskist siðferðilegir og andlegir eiginleikar samhliða því að það búi sig undir að sjá sér farborða.

Menntun á tímum Biblíunnar

BIBLÍAN heldur því fram að menntun sé mjög mikilvæg. Hún segir að Guð kenni fólki sínu og víða á blöðum sínum býður hún þjónum hans að dýpka þekkingu sína á honum. — Jesaja 30:⁠20.

Á tímum Biblíunnar voru aðeins vissar forréttindastéttir læsar, eins og stétt skrifara í Mesópótamíu og Egyptalandi. Því var þveröfugt farið í Ísrael til forna þar sem allir voru hvattir til að læra að lesa og skrifa. „Skýringin lá vafalaust í hinni einfaldari stafrófsritun Hebrea. . . . Það má ekki vanmeta mikilvægi stafrófsritunar í menntasögunni. Með henni var horfið frá hinni hefðbundnu skrifaramenningu Egyptalands og Mesópótamíu, svo og Kanaanlands á annarri árþúsund. Að vera læs og skrifandi var ekki lengur sérkenni og einkaréttur atvinnuskrifara og prestastéttar, sem var vel að sér í torskildu fleygrúnaletri og myndletri.“ — Encyclopaedia Judaica.

Kennsluaðferðir

Í Ísrael til forna kenndu bæði faðirinn og móðirin börnum sínum frá mjög ungum aldri. (5. Mósebók 11:​18, 19; Orðskviðirnir 1:8; 31:26) Í Dictionnaire de la Bible segir biblíufræðimaðurinn E. Mangenot: „Barnið var ekki fyrr farið að tala en því voru kennd fáein brot úr lögmálinu. Móðirin endurtók vers; þegar barnið kunni það lét hún það fá annað. Seinna fengu börnin í hendur skrifaðan texta með versunum sem þau kunnu þegar utanbókar. Þannig kynntust þau lestri og þegar þau urðu eldri gátu þau haldið trúfræðslu sinni áfram með því að lesa og hugleiða lögmál Drottins.“

Margvíslegar aðferðir voru notaðar til að hjálpa ungum sem öldnum að leggja hlutina á minnið. Þar má nefna griplur (hvert nýtt vers í ljóði hófst á næsta staf í stafrófinu), stuðlun og tölur. Athyglisvert er að sumir fræðimenn telja að Gezer-almanakið, sem varðveitt er í Fornminjasafninu í Istanbúl og er eitthvert elsta dæmið um fornhebreskt ritmál, sé minnisæfing skólapilts.

Námsefnið

Menntun, sem foreldrar veittu á tímum Biblíunnar, fólst meðal annars í verkþjálfun. Stúlkur lærðu að reka heimili. Lokakafli Orðskviðanna sýnir að heimilisreksturinn kallaði á mörg og fjölbreytt störf, þar á meðal fasteignaviðskipti og smávegis atvinnurekstur, svo og spuna, vefnað, matargerð, verslun og almenna bústjórn. Drengir lærðu yfirleitt starf föður síns, hvort heldur það var búskapur eða einhver iðja eða handiðn. Trúarleiðtogar Gyðinga höfðu oft á orði: „Sá sem kennir ekki syni sínum nytsama iðju elur hann upp sem þjóf.“

Því má sjá að á tímum Biblíunnar var menntun í hávegum höfð.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila