Fyrirmynd — Lýdía
Þótt Lýdía sé nýorðin kristin tekur hún frumkvæðið og býður Páli og félögum hans í heimsókn. (Postulasagan 16:14, 15) Það verður til þess að hún fær að njóta félagsskapar þessara lærisveina. Seinna er Páli og Sílasi varpað í fangelsi. Hvert fara þeir þegar þeim er sleppt þaðan? Þeir fara beint heim til Lýdíu. — Postulasagan 16:40.
Getur þú, líkt og Lýdía, átt frumkvæðið að því að kynnast öðrum? Hvernig geturðu farið að? Byrjaðu smátt. Reyndu að kynnast einum í einu. Þú gætir haft það að markmiði að gefa þig á tal við einn einstakling í hvert sinn sem þú kemur á samkomu. Reyndu að brosa. Ef þú veist ekki hvað þú átt að segja skaltu spyrja spurninga eða segja eitthvað frá sjálfum þér. Vertu góður hlustandi. Með tímanum finnst þér kannski auðveldara að segja meira. Fólk bregst oftast vel við vingjarnlegum orðum sem sögð eru í einlægni. (Orðskviðirnir 16:24) Lýdía var vingjarnleg og gestrisin og fékk að launum góða vini. Og það munt þú líka fá ef þú líkir eftir henni.