Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • w85 1.9. bls. 8-9
  • Rut elskaði þjóð Guðs

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Rut elskaði þjóð Guðs
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1985
  • Svipað efni
  • Höfuðþættir Rutarbókar
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2005
  • Rut og Naomí
    Lærum af sögum Biblíunnar
  • Rut og Naomí
    Biblíusögubókin mín
  • Höldum áfram að sýna hvert öðru tryggan kærleika
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2021
Sjá meira
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1985
w85 1.9. bls. 8-9

Orð Guðs er lifandi

Rut elskaði þjóð Guðs

ÞESSI aðlaðandi unga kona er Rut sem bjó í Móabslandi austur af Dauðahafi. Þótt hún hafi alist upp meðal Móabíta, sem tilbáðu falsguði, vill hún meira en nokkuð annað þjóna hinum sanna Guði Jehóva með Ísraelsþjóðinni. (4. Mósebók 25:1-5) Þegar slíkt tækifæri gefst grípur hún það með ákefð sem gerir hana hjartfólgna öðrum tilbiðjendum Jehóva. Þeir þekkja hana sem ‚væna konu.‘ — Rutarbók 3:11.

Hungursneyð í Ísrael opnar Rut tækifærið til að þjóna Jehóva. Vegna hungursneyðarinnar flyst fjögurra manna fjölskylda frá Betlehem til Móabslands. Hér sérð þú fjölskylduna á ferð — Elímelek, Naomí konu hans og syni þeirra Mahlón og Kiljón. En skömmu síðar deyr Elímelek. Síðar kvænist Mahlón Rut og Kiljón kvænist móabískri stúlku er Orpa nefnist. Nú á Rut bæði eiginmann og tengdamóður sem tilbiðja Jehóva og hún kynnist hinum sanna Guði.

Nokkru eftir þetta deyja bæði Mahlón og Kiljón og konurnar þrjár eiga nú hvorki eiginmenn né börn. Þú getur rétt ímyndað þér sorg þeirra. Hvað taka þær til bragðs? Naomí fréttir að hungursneyðin í Ísrael sé liðin hjá. Hún ákveður því að snúa aftur heim til Betlehem. Rút og Orpa elska tengdamóður sína mjög heitt og fara með henni. Eftir að þær hafa ferðast nokkurn spöl eftir veginum segir Naomí við stúlkurnar: ‚Farið aftur heim til mæðra ykkar.‘

Naomí kveður stúlkurnar með kossi og þær fara að gráta. „Nei, við viljum hverfa aftur með þér til þíns fólks!“ segja þær grátandi. Naomí svarar: ‚Snúið við, dætur mínar.‘ Orpa snýr þá við og heldur heimleiðis. Rut gerir það hins vegar ekki.

Naomí snýr sér að Rut og segir: „Far þú heim aftur á eftir mágkonu þinni.“ En Rut svarar með einlægni og sannfæringarkrafti: „Leggðu eigi að mér um það að yfirgefa þig og hverfa aftur, en fara eigi með þér, því að hvert sem þú fer, þangað fer ég, og hvar sem þú náttar, þar nátta ég. Þitt fólk er mitt fólk og þinn guð er minn guð.“ (Rutarbók 1:1-17) Rut fer því með Naomí heim til Ísraels og verður hluti Ísraelsþjóðarinnar.

Hefur þú, eins og Rut, kynnst hinum sanna Guði Jehóva og því fólki sem tilbiður hann? Megir þú, ef svo er, vera jafn-staðráðinn í að veita þjónum Jehóva drottinhollan stuðning og Rut gerði endur fyrir löngu!

[Kort á blaðsíðu 8]

(Sjá uppraðaðann texta í blaðinu)

DAUÐAHAF

MÓABSLAND

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila