Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • w97 1.2. bls. 32
  • ‚Við tilheyrum öll sömu fjölskyldu‘

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • ‚Við tilheyrum öll sömu fjölskyldu‘
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1997
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1997
w97 1.2. bls. 32

‚Við tilheyrum öll sömu fjölskyldu‘

Á SÍÐUSTU árum hafa trúarfordómar og kynþáttahatur breiðst út um heiminn. Þjóðerniságreiningur hefur orðið kveikja manndrápa, pyndinga og annarra svívirðilegra grimmdarverka. Að sögn samtakanna Amnesty International neyddust meira en 23 milljónir manna um heim allan til að flýja heimili sín vegna mannréttindabrota árið 1994.

Í Rúanda voru um 500.000 manns drepnir og meira en 2.000.000 manna urðu landflótta eftir að upp úr sauð milli tútsa og hútúa. „Vottar Jehóva voru sérstaklega ofsóttir,“ segir belgíska dagblaðið Le Soir, „fyrir að neita að bera vopn.“ Vottar Jehóva taka ekki þátt í vopnuðum átökum. Engu að síður voru hundruð votta Jehóva drepnir í ofbeldisöldunni. Það minnir okkur á orð Jesú til lærisveina sinna: „Heimurinn hatar yður af því að þér eruð ekki af heiminum.“ — Jóhannes 15:19.

Ein vottafjölskylda — Eugène Ntabana, eiginkona hans og tvö börn — bjó í höfuðborginni Kígalí. Þegar Eugène útskýrði kristið hlutleysi sitt fyrir nágrönnunum talaði hann oft um klifurjurt af felublómaætt sem vex í heitu loftslagi. — Matteus 22:21.

„Hér í Kígalí ber klifurjurtin rauð blóm, bleik og stundum hvít,“ var hann vanur að segja. „En þau tilheyra öll sömu fjölskyldu. Eins er það með mennina. Þótt við séum af ólíkum kynþáttum, með ólíkan hörundslit og af ólíku þjóðerni tilheyrum við öll sömu fjölskyldu, fjölskyldu mannkynsins.“

Því miður var Ntabana fjölskyldan myrt af blóðþyrstum skríl, þrátt fyrir friðsemd sína og hlutleysi. En þau dóu trúföst. Við megum vera viss um að Jehóva Guð stendur við fyrirheit sitt við slíkt fólk og reisir það upp til að erfa heim þar sem fordómar heyra sögunni til. (Postulasagan 24:15) Þá mun Ntabana fjölskyldan og aðrir „gleðjast yfir ríkulegri gæfu“ og friði. — Sálmur 37:11.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila