Þjónustusamkomur fyrir febrúar
Vikan sem hefst 1. febrúar
Söngur 29
10 mín: Staðbundnar tilkynningar og tilkynningar frá Ríkisþjónustu okkar. Sýnið með stuttri og raunhæfri sýnikennslu hvernig bjóða megi febrúartölublað Varðturnsins. Boðberinn notar forsíðumyndina og nefnir síðan þá algengu skoðun að hið illa hafi alltaf og muni alltaf vera til og að það hjálpi okkur að meta hið góða. Notar þá titilinn á blaðsíðu 5 til að bjóða húsráðandanum blaðið.
20 mín: „Eigum gott samstarf við bóknámsstjórann okkar.“ Spurningar og svör. Bróðir, sem sjálfur er bóknámsstjóri skyldi annars þetta atriði. Leggið áherslu á hvað hver einstaklingur í bóknámshópnum getur gert til að samstarfið innan hópsins verði sem best. Hvetjið þá nýju og reynsluminni til að leita óhikað aðstoðar hjá þeim sem reyndari eru og þá síðarnefndu til að gefa kost á sér til að veita slíka aðstoð og þá í samráði við bóknámsstjórann.
15 mín: „Einföld og áhrifarík kynningarorð.“ Efnið rætt við áheyrendur. Hafið sýnikennslu, eftir að farið hefur veri yfir tölugrein 3, sem sýnir hvernig boðberi vekur áhuga húsráðanda á Lifað að eilífu bókinni. Húsráðandinn ætti að sýna greinilegan áhuga. Að lokinni yfirferð yfir tölugrein 5: Boðberi sýnir hvernig nota má smárit til að halda samræðunum áfram þegar húsráðandinn hefur frekar lítinn áhuga. Bróðirinn, sem sér um þetta dagskráratriði, ætti að hlusta á sýnikennslurnar fyrirfram og fullvissa sig um að þær séu stuttar, gagnorðar og raunhæfar, en gefi bræðrunum jafnframt góða hugmynd um hvernig mota megi tillögurnar í greininni.
Söngur 117 og lokabæn.
Vikan sem hefst 8. febrúar
Söngur 100
10 mín: Staðbundnar tilkynningar. Raunhæfar tillögur um hvernig bjóða megi nýjustu tölublöðin af Varðturninum og Vaknið! Hvetjið alla til þátttöku í boðunarstarfinu næstu helgi.
20 mín: „Stjórnum biblíunámum í Lifað að eilífu bókinni.“ Greinin rædd með spurningum og svörum. Sýnikennsla, að loknum umræðum um tölugrein 6, um hvernig ungur boðberi geti boðið og stofnað biblíunám í Lifað að eilífu bókinni. Hún ætti að vera vandlega undirbúin og fræðandi. Staðbundnar frásagnir, ef einhverjar eru, um hvernig ungir boðberar hafa getað stofnað biblíunám og stjórnað þeim.
15 mín: „Ekki eins og þeir sem prangra með orð Guðs.“ Ræða umsjónarmanns í forsæti eða annars öldungs byggð á Varðturninum á ensku 1. desember 1992, blaðsíðu 26-9. Hróðið bræðrunum hlýlega fyrir hlutdeild þeirra í að styðja alþjóðastarf Félagsins svo og starf safnaðarins á staðnum. Nefna mætti einnig, eftir því sem tíminn leyfir, hvað söfnuðurinn er að gera til að styðja einhverjar framkvæmdir sem í gangi eru í söfnuðinum eða nálægum söfnuðum.
Söngur 27 og lokabæn.
Vikan sem hefst 15. febrúar
Söngur 76
10 mín: Staðbundnar tilkynningar. Reikningshaldsskýrslan. Bræðrunum skyldi hrósað fyrir gjafmildi þeirra sem gerir söfnuðinum kleift að standa við fjárhagslegar skuldbindingar sínar.
20 mín: „Kennið . . . það, sem ég hef boðið yður.“ Efnið rætt við áheyrendur með spurningum og svörum. Gefið, þegar rætt er um tölugrein 4 og 5, önnur dæmi um ritningarstaði og rit sem eiga vel við staðbundnar aðstæður ykkar. Hafið vel undirbúna sýnikennslu þar sem fram kemur hvernig leiða megi talið frá fyrri hluta samræðnanna inn á samræður út frá smáriti. Ef tíminn leyfir eru teknar til athugunar ein eða tvær tölugreinar í smáriti. Hvetjið alla til að halda ótrauðir áfram að reyna að stofna ný biblíunám ekki síst með því að fara samviskusamlega í endurheimsóknir og undirbúa sig vandlega undir þær.
15 mín: „Blóð,“ Rökræðubókin, blaðsíðu 72-4. Setjið þetta atrið fram sem endurheimsókn þar sem húsráðandi spyr spurninganna sem mynda feitletruðu fyrirsagnirnar í þessum kafla Rökræðubókarinnar. Þetta ætti að vera raunhæft samtal. Boðberinn ætti að vera vingjarnlegur og byggja svör sín á því sem segir í Rökræðubókinni á þess þó að svörin séu aðeins upplestur á beinni þýðingu á því sem segir í bókinni.
Söngur 31 og lokabæn.
Vikan sem hefst 22. febrúar
Söngur 83
10 mín: Staðbundnar tilkynningar. Guðveldislegar fréttir. Frásagnir af því hvernig gengið hefur að bjóða Lifað að eilífu bókina í febrúarmánuði og stofna biblíunám í henni.
20 mín: „Sýnum þakklæti fyrir lausnargjaldið.“ Hlýleg ræða öldungs. Hvetjið alla til að nota tímann vel fram að minningarhátíðinni til að hugleiða þann kærleika sem Jehóva og Jesús sýndu með því að sjá fyrir lausnargjaldinu og hvað við getum persónulega gert til að sýna að við metum þann kærleika að verðleikum. Hvetjið alla sem það geta til að lesa kaflana sem vísað er til í bókinni Mesta mikilmenni sem lifað hefur og ræða efnið innan fjölskyldunnar. Fjölskyldufaðirinn gæti útbúið áætlun til að fara yfir þetta efni í mars.
15 mín: „Hversu miklar áhyggjur ættu kristnir menn að gera sér af því að blóðhlutar, eins og þurrkaður blóðvökvi, kunni að vera í matvöru?“ Ræða öldungs byggð á samnefndri spurningu frá lesendum í Varðturninum (á ensku) 15. október 1992 blaðsíðu 30-31. Í fyrri hluta ræðunnar skal lögð áhersla á hinar biblíulegu frumreglur sem búa að baki viðhorfi þjóna Jehóva til þessara mála. Í síðari hluta hennar skal fjallað um þau hagnýtu atriði sem fram koma í svari Félagsins við spurningunni og, eftir því sem tök eru á, bent á hvað sé yfirleitt gert í matvælaiðnaðinum á Íslandi hvað þetta varðar. Ljúkið ræðunni með því að undirstrika nauðsyn þess að sýna það jafnvægi sem lögð er áhersla á í lok greinarinnar í Varðturninum.
Söngur 84 og lokabæn.