Þjónustusamkomur fyrir mars
Vikan sem hefst 1. mars
Söngur 9
15 mín: Staðbundnar tilkynningar og tilkynningar frá Ríkisþjónustu okkar. Bendið á helstu atriðin í Guðveldislegum fréttum og leggið áherslu á hvernig Jehóva hefur blessað þjóna sína í ýmsum heimshlutum. Farið yfir greinina „Nýtt námsefni í safnaðarbóknáminu.“
15 mín: „Höldum áfram að segja: ‚Kom þú!‘“ Spurningar og svör. Látið, þegar rætt er um tölugrein 4, vel undirbúinn boðbera draga fram fáein atriði í 5. kafla Sköpunarbókarinnar, grein 24-31, er hann fjallar um hvað steingervingaskráin segir í raun og veru.
15 mín: „Vertu fjölhæfur í þjónustu þinni.“ Ræða með einhverri þátttöku áheyrenda. Hafið tvær stuttar sýnikennslur þegar fjallað er um tölugrein 3-5. Sýnikennslan um grein 4 og 5 ætti að sýna hvernig reyndur boðberi og annar yngri gætu starfað saman hús úr húsi eins og greinin talar um. Leggja skal áherslu á nauðsyn þess að hafa ánægju af boðunarstarfinu hver svo sem árangurinn er.
Söngur 6 og lokabæn.
Vikan sem hefst 8. mars
Söngur 13
5 mín: Staðbundnar tilkynningar. Nefnið hve margar umsóknir fyrir aðstoðarbrautryðjandastarf í apríl hafa þegar verið samþykktar. Hvetjið þá sem hafa í hyggju að vera brautryðjendur að leggja inn umsóknir tímanlega.
20 mín: „Getur þú gert meira til að heiðra Jehóva?“ Rætt um tölugrein 1 til 10 með spurningum og svörum.
20 mín: Biblíunemendum okkar veitt hjálp. Samræður við áheyrendur þar sem lögð er áhersla á nauðsyn þess að veita biblíunemendum meiri hjálp en aðeins þá að stjórna námi með þeim. (1. Þess. 2:8) Takið ykkur auk þess tíma til að glæða í hjörtum þeirra löngun til að sækja samkomurnar og taka þátt í þeim. Byggið upp hjá þeim jákvætt mat á skipulaginu og alþjóðlega bræðrafélaginu með því að útskýra svæðismót, sérstaka mótsdaga og umdæmismót. Ef til vill væri hægt að horfa saman á myndböndin Jehovah’s Witnesses — The Organization Behind the Name, Purple Triangles og The Bible — Accurate History, Reliable Prophecy og draga fram hjá nemandanum hvað hann lærði af þeim. Sýnið þeim smám saman hvernig þeir geti sagt öðrum óformlega frá því sem þeir læra. Biblíunemendur, sem uppfylla skilyrðin sem sett eru fram á blaðsíðu 98 og 99 í Þjónustubókinni og langar til að taka þátt í boðunarstarfinu opinberlega, ættu að fá hjálp til að verða óskírðir boðberar. Mikilvægt er að nota tíma í náminu og eftir það til að hjálpa nemandanum að þroska með sér löngun til vígslu og skírnar. Sýna mætti nemendunum myndir eða dagblaðagreinar um skírnarathafnir á umdæmismótunum okkar. Sýnikennsla: Boðberi hjálpar biblíunemanda með óformlegan vitnisburð. Velur úr Lifað að eilífu bókinni heppileg atriði til að nota í boðunarstarfinu og segir: „Það væri gott að deila þessum upplýsingum með sumum ættingja þinna eða nágranna. Þú gætir nefnt við þá að þú hafir lært frá Biblíunni eitthvað sem þú vissir ekki áður.“ Hvetja skal boðberana til að aðstoða biblíunemendur og sýna þeim kærleiksríka umhyggju jafnvel eftir skírn þeirra.
Söngur 4 og lokabæn.
Vikan sem hefst 15. mars
Söngur 16
10 mín: Staðbundnar tilkynningar og reikningshaldsskýrslan. Vísið í ‚Tímabæran boðskap‘ í rammanum hér að neðan. Hvetjið alla til að taka eftir titli sérræðunnar sem flutt verður 28. mars og að bjóða áhugasömu fólki að koma og hlusta á hana.
15 mín: „Hjálpum öllum sem hafa sýnt áhuga.“ Ræða með einhverri þátttöku áheyrenda. Takið til umfjöllunar hina tilvitnuðu ritningarstaði eftir því sem tíminn leyfir. Sýnikennsla um tillöguna í tölugrein 3. Undirstrikið nauðsyn þess að fylgja eftir áhuga þeirra sem koma í fyrsta sinn.
20 mín: „Getur þú gert meira til að heiðra Jehóva?“ Rætt um tölugrein 11 til 22 með spurningum og svörum.
Söngur 10 og lokabæn.
Vikan sem hefst 22. mars
Söngur 45
10 mín: Staðbundnar tilkynningar og Spurningakassinn. Hvetjið alla til að gera áætlanir um aukna þátttöku í boðunarstarfinu í apríl.
20 mín: Að annast aldraða. Umræður og viðtöl tveggja bræðra. Á umdæmismótinu „Ljósberar“ var flutt ræðusyrpa sem bar stefið „Berum umhyggju hvert fyrir öðru í kristinni fjölskyldu.“ Síðasta ræðan, „Með því að annast aldraða,“ lagði áherslu á hversu verðmætt framlag aldraðra einstaklinga er til fjölskyldunnar og safnaðarins. (Orðskv. 16:31) Hvernig getum við aðstoðað aldraða? Ábyrgðin hvílir fyrst og fremst á fjölskyldunni. (1. Tím. 5:3, 4, 8, 16) Sýna þarf þolinmæði og hluttekningu. Uppkomin börn og barnabörn hafa tækifæri til að sýna þakklæti fyrir öll árin sem foreldrar, afar og ömmur lögðu fram ást sína, umhyggju og vinnu í þeirra þágu. (w87 1.10. 13-18) Söfnuðurinn getur einnig aðstoðað aldraða. Sumir kunna að þarfnast hjálpar til að fá aðstoð frá hinu opinbera. Sýnið gestrisni með því að bjóða þeim í mat og annan mannfagnað. (Rómv. 12:13) Aðstoðið þá í boðunarstarfinu. Sjáið þeim fyrir fari á samkomur og mót. Hjálpið þeim með innkaup og þrif og viðhald heimilisins. (w87 1.10. 4-7) Sýnið þeim sem eldri eru alltaf virðingu. (1. Tím. 5:1, 2) Hafið viðtal við einn eða tvo fullorðna einstaklinga sem eru til fyrirmyndar. Undirstrikið hvernig þeir höfðu gagn af góðvild sem fjölskyldur þeirra og söfnuðurinn sýndu.
15 mín: Viðtal öldungs við þrjá eða fjóra boðbera sem munu vera aðstoðarbrautryðjendur í apríl eða hafa verið það áður. Hvað hefur fengið þá til þess? Hvaða áætlanir hafa þeir gert fyrir apríl? Hvernig hefur aðstoðarbrautryðjandastarfið hjálpað þeim persónulega? Hvetjið alla sem hafa í hyggju að verða aðstoðarbrautryðjendur næsta mánuð að ná sér í umsóknareyðublað og skila því sem fyrst inn.
Söngur 92 og lokabæn.
Vikan sem hefst 29. mars
Söngur 1
10 mín: Staðbundnar tilkynningar. Minnið alla á að bjóða áhugasömu fólki og biblíunemendum til minningarhátíðarinnar. Notið prentuðu boðsmiðana. Hvetjið boðberana til að skrifa eða vélrita snyrtilega á boðsmiðana stund og stað hátíðarinnar.
25 mín: „Minnumst hátíðlega þess dauða sem gefur von um eilíft líf.“ Umsjónarmaður í forsæti fer yfir greinina með spurningum og svörum. Takið með efnið í rammanum „Kvöldmáltíð Drottins undirbúin.“ Hafið, eftir tölugrein 4, sýnikennslu þar sem boðberi býður biblíunemanda til hátíðarinnar. Boðberinn útskýrir það fyrirkomulag að lesa valda ritningarstaði dagana 1. til 6. apríl.
10 mín: Varðturninn boðinn í apríl. Dragið fram sérstök atriði sem nota má til að kynna blaðið í mánuðinum. Beinið athygli manna að efni í blöðunum við sérhvert tækifæri.
Söngur 47 og lokabæn.