Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 4.93 bls. 2
  • Þjónustusamkomur fyrir apríl

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Þjónustusamkomur fyrir apríl
  • Ríkisþjónusta okkar – 1993
  • Millifyrirsagnir
  • Vikan sem hefst 5. apríl
  • Vikan sem hefst 12. apríl
  • Vikan sem hefst 19. apríl
  • Vikan sem hefst 26. apríl
Ríkisþjónusta okkar – 1993
km 4.93 bls. 2

Þjónustusamkomur fyrir apríl

Vikan sem hefst 5. apríl

Söngur 92

10 mín: Staðbundnar tilkynningar. Rennið í gegnum nýjustu tölublöðin og bendið á greinar sem líklegt er að veki áhuga fólks í svæði safnaðarins. Látið ungan boðbera og annan eldri sýna hvernig bjóða megi blöðin með því að flytja fyrst stutt biblíuleg kynningarorð.

15 mín: „Varðturninn — andleg fæða á réttum tíma.“ Efnið rætt með spurningum og svörum. Farið nokkrum orðum um hvers vegna það er æskilegt að gera sér grein fyrir hvort húsráðandinn hafi einhvern áhuga áður en honum er boðin áskrift. Það sem ber vitni um einlægan áhuga er meðal annars fúsleiki til að ræða við okkur og láta í ljós skoðun sína, virk þátttaka í samræðunum, vingjarnlegt viðmót, fúsleiki til að fylgjast með þegar við lesum upp úr Biblíunni og boð til okkar um að koma aftur til að ræða málin frekar. Hvetjið boðberana til að kynna sér blöðin vandlega um leið og þeir fá þau í hendur og hugleiða hverjir myndu einkum hafa áhuga á einstökum greinum þeirra.

20 mín: „Tengdu smáritin við önnur rit.“ Farið yfir greinina með spurningum og svörum. Hafið nokkrar stuttar sýnikennslur sem byggðar eru á tillögunum sem fram koma í tölugreinum 2-6. Takið með efnið í rammanum „Munum eftir að nota bæklinga.“

Söngur 6 og lokabæn.

Vikan sem hefst 12. apríl

Söngur 28

10 mín: Staðbundnar tilkynningar. Segið sérstakar frásögur, ef einhverjar eru, í tengslum við minningarhátíðina. Hvetjið alla til að starfa með starfshópnum sínum næstkomandi helgi.

20 mín: „Einfaldar og áhrifaríkar endurheimsóknir.“ Leggið áherslu á hvað þarf til að ná góðum árangri í endurheimsókn. Hagnýtar tillögur um hvernig heppilegt sé að nota millihúsaminnisblöðin og búa sig undir endurheimsóknir, meðal annars með hjálp Rökræðubókarinnar. Tvær sýnikennslur um hvernig hefja megi samræðurnar í endurheimsókn. Í fyrri sýnikennslunni notfærir boðberinn sér efni í smáriti sem hann skildi eftir, en í þeirri síðari eru samræðurnar í upphafi byggðar á efni í blaði sem húsráðandinn þáði. Leggið áherslu á að hlusta á skoðanir húsráðandans án þess þó að vera of fljótur að mótmæla óbiblíulegum skoðunum. Reynið að ræða fyrst og fremst um jákvætt efni sem húsráðandinn getur auðveldlega verið sammála. Nota skyldi Biblíuna eins mikið og kostur er.

15 mín: Spurningakassinn. Jákvæð og uppörvandi umfjöllun starfshirðisins eða annars öldungs sem hefur þjónað sem aðstoðarbrautryðjandi. Hafið viðtal við einn eða tvo boðbera sem hafa þjónað sem aðstoðarbrautryðjendur af og til. Hvað fékk þá til að sækja um aðstoðarbrautryðjandastarfið? Höfðu þeir gagn af samstarfi við aðra boðbera? Hvaða blessun féll þeim í skaut?

Söngur 16 og lokabæn.

Vikan sem hefst 19. apríl

Söngur 93

10 mín: Staðbundnar tilkynningar og viðeigandi tilkynningar frá Ríkisþjónustu okkar. Lesið upp reikningshaldsskýrsluna. Lesið Lúkas 6:38 og hrósið safnaðarmeðlimunum fyrir örlátan stuðning þeirra við alþjóðastarfið, svo og þarfir safnaðarins.

20 mín: „Hjálpum nýjum að taka framförum.“ Umræður milli tveggja eða þriggja bóknámsstjóra. Fyrst eru skoðuð aðalatriði greinarinnar en síðan útskýrt hvaða áætlanir séu uppi um að nota þessar tillögur í söfnuðinum á staðnum. Hvernig getum við aðstoðað þá sem nýlega hafa fengið áhuga og sóttu minningarhátíðina? Hvaða skilyrði þurfa nýir að uppfylla ef þeir óska eftir því að taka þátt í boðunarstarfinu? Hvað er hægt að gera til að hjálpa einstaklingum sem hafa ekki með reglulegum hætti tekið þátt í þjónustunni undanfarið? Hvernig geta allir fengið hvatningu til að eiga fulla hlutdeild í starfinu hvern mánuð? Hvernig geta sterkari boðberar komið að notum við að hjálpa öðrum? — Rómv. 15:1, 2.

15 mín: „Göngum í hús Jehóva.“ Farið með spurningum og svörum yfir tölugreinar 1-8 í viðaukanum. Rennið stuttlega yfir það sem hæst ber í ritunum sem nefnd eru í tölugrein 7. Látið duglegan boðbera sýna hvernig hjálpa megi áhugasömum einstaklingi að skilja að okkur er raðað skipulega niður í söfnuði. (w85 1.5. bls. 26 gr. 6, 7) Bendið sérstaklega á þætti í samkomum okkar sem skera sig greinilega úr trúarlegum athöfnum kristna heimsins. Notið staðbundin dæmi en sýnið háttvísi í orðum og ummælum. Hvetjið þá sem stýra biblíunámum til að innifela í náminu í hverri viku stuttar umræður sem eru til þess fallnar að hjálpa nemandanum að læra að meta skipulagið enn meira og nauðsyn þess að vera hluti af því.

Söngur 5 og lokabæn.

Vikan sem hefst 26. apríl

Söngur 100

10 mín: Staðbundnar tilkynningar og Guðveldisfréttir. Bjóðið einstaklingum að segja frá reynslu sinni af aukinni hlutdeild í boðunarstarfinu í þessum mánuði eins og að vera aðstoðarbrautryðjandi, stofna ný biblíunám eða aðstoða áhugasama einstaklinga sem komu til minningarhátíðarinnar.

15 mín: „Endurfæddur.“ Rökræðubókin, blaðsíða 76-80. Sýnikennsla þar sem tveir boðberar hitta einhvern í boðunarstarfinu hús úr húsi sem spyr: „Eruð þið endurfæddir?“ Boðberarnir svara samkvæmt einhverri af tillögunum á blaðsíðu 79-80. Eftir á ræða boðberarnir saman um að fara fljótlega í endurheimsókn og nota atriði frá ritningarstöðunum í grein 1-3 á blaðsíðu 78.

20 mín: „Göngum í hús Jehóva.“ Farið með spurningum og svörum yfir tölugreinar 9-14 í viðaukanum. Látið boðbera sýna hvernig tala megi við einhvern sem heldur að sér höndum varðandi það að koma á samkomur. Boðberinn notar tillögurnar í tölugrein 12 og 13.

Söngur 64 og lokabæn.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila