Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 5.93 bls. 2
  • Þjónustusamkomur fyrir maí

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Þjónustusamkomur fyrir maí
  • Ríkisþjónusta okkar – 1993
  • Millifyrirsagnir
  • Vikan sem hefst 3. maí
  • Vikan sem hefst 10. maí
  • Vikan sem hefst 17. maí
  • Vikan sem hefst 24. maí
  • Vikan sem hefst 31. maí
Ríkisþjónusta okkar – 1993
km 5.93 bls. 2

Þjónustusamkomur fyrir maí

Vikan sem hefst 3. maí

Söngur 64

(Athugið: Dagskrá þessarar þjónustusamkomu er sú sama og sett er fram í 4. tölublaði Ríkisþjónustu okkar fyrir vikuna sem hefst 26. apríl, en sú samkoma féll niður í öllum söfnuðum á Íslandi vegna svæðismótsins 1. og 2. maí.)

10 mín: Staðbundnar tilkynningar og Guðveldisfréttir úr km 4.93. Bjóðið einstaklingum að segja frá reynslu sinni af aukinni hlutdeild í boðunarstarfinu í aprílmánuði eins og að vera aðstoðarbrautryðjandi, stofna ný biblíunám eða aðstoða áhugasama einstaklinga sem komu til minningarhátíðarinnar.

15 mín: „Endurfæddur.“ Rökræðubókin, blaðsíða 76-80. Sýnikennsla þar sem tveir boðberar hitta einhvern í boðunarstarfinu hús úr húsi sem spyr: „Eruð þið endurfæddir?“ Boðberarnir svara samkvæmt einhverri af tillögunum á blaðsíðu 79-80. Eftir á ræða boðberarnir saman um að fara fljótlega í endurheimsókn og nota atriði frá ritningarstöðunum í grein 1-3 á blaðsíðu 78.

20 mín: „Göngum í hús Jehóva.“ Farið með spurningum og svörum yfir tölugreinar 9-14 í viðaukanum í km 4.93. Látið boðbera sýna hvernig tala megi við einhvern sem heldur að sér höndum varðandi það að koma á samkomur. Boðberinn notar tillögurnar í tölugrein 12 og 13.

Söngur 5 og lokabæn.

Vikan sem hefst 10. maí

Söngur 7

10 mín: Staðbundnar tilkynningar og valdar tilkynningar úr Ríkisþjónustu okkar.

20 mín: „Árangursrík þátttaka í lífsnauðsynlegu boðunarstarfi okkar.“ Ræða og sýnikennslur. Að loknum stuttum inngangsorðum skal kynna þrjár sýnikennslur byggðar á tölugreinum 2-5. Spyrjið áheyrendur, eftir hverja sýnikennslu, hvernig aðlaga mætti kynningarorðin að aðstæðum á svæði safnaðarins. Leggið áherslu á nauðsyn þess að búa í haginn fyrir endurheimsókn. Ljúkið með því að hvetja boðberana til að taka fullan þátt í boðunarstarfinu úti á akrinun næstu helgi.

15 mín: Mikilvægi þess að fjölskyldan sé andlega sterk. Ræða öldungs. Ræðið um nauðsyn þess að fjölskyldan íhugi dagstextann og sýnið í grófum dráttum hvernig því verður við komið við ýmsar kringumstæður innan fjölskyldna eins og þegar fjölskyldumeðlimirnir eru í skóla eða vinnu á mismunandi tímum. Leggið einnig áherslu á hversu mikilvægt það er að fjölskyldan hafi sameiginlega bæn að minnsta kosti einu sinni á dag. Það mætti gera þegar farið er að hátta. Sama frumregla gildir á trúarlega sundurskiptu heimili, heimili einstæðra foreldra og í barnlausum fjölskyldum. Undirbúningur innan fjölskyldunnar gegnir einnig hlutverki í því að fá sem mest út úr samkomunum í viku hverri og að vera líka fær um að styrkja trú annarra. — Hebr. 10:23-25.

Söngur 28 og lokabæn.

Vikan sem hefst 17. maí

Söngur 10

10 mín: Staðbundnar tilkynningar og reikningshaldsskýrslan. Hrósið safnaðarmeðlimunum fyrir örlátan stuðning þeirra við safnaðarstarfið, svo og alþjóðastarfið.

15 mín: „Tökum þeirri áskorun sem starfið hús úr húsi er.“ Spurningar og svör. Lesið og heimfærið ritningarstaðina sem vitnað er í.

20 mín: „Farðu aftur með gleði til að hjálpa þeim sem sýnt hafa áhuga.“ Efnið rætt við áheyrendur og sýnikennslur notaðar. Leggið áherslu á nauðsyn þess að halda góða skrá yfir þá sem sýna áhuga. Útbúið tvær sýnikennslur út frá efninu í tölugreinum 3-6. Þær ættu að vera vel undirbúnar og endurspegla aðstæður í svæði safnaðarins. Aðlagið þær þessum aðstæðum eins og þörf krefur.

Söngur 33 og lokabæn.

Vikan sem hefst 24. maí

Söngur 39

5 mín: Staðbundnar tilkynningar og frásagnir af því hvernig gengið hefur að bjóða áskriftir og bæklinga. Hvetjið til þátttöku í boðunarstarfinu um næstu helgi.

20 mín: „Unglingar – stýrið fimlega skrefum ykkar.“ Farið yfir efnið með spurningum og svörum. Hafið, eftir tölugrein 3, stutta sýnikennslu þar sem ungur boðberi býður eldri boðbera að starfa með sér í boðunarstarfinu. Sá eldri þiggur það með ánægju en leggur til að þeir rifji upp kynningarorð sín áður en þeir fari út í starfið saman.

20 mín: „Hafðu fullt gagn af landsmótinu 1993, ‚Kennsla Guðs.‘“ Ræðið alla greinina við áheyrendur. Boðberar, sem stýra biblíunámi, ættu að ræða viðeigandi atriði úr henni við biblíunemendur sína. Takið með viðeigandi efni úr Varðturninum 1. desember 1989, bls. 8-17, eftir því sem tíminn leyfir. Hvetjið fjölskyldur til að rifja upp þetta efni í Ríkisþjónustu okkar og Varðturninum áður en haldið verður til landsmótsins í sumar.

Söngur 36 og lokabæn.

Vikan sem hefst 31. maí

Söngur 106

10 mín: Staðbundnar tilkynningar og Guðveldisfréttir. Tillögur um hvernig bjóða megi bæklingana í júnímánuði. Bendið á afmarkað efni í bæklingunum sem nota má til að kynna þá.

25 mín: „Ríkissalasjóður Félagsins.“ Farið yfir greinina með einhverri þátttöku áheyrenda. Útskýrið hvernig sjóðurinn starfar og hvers vegna framlög í hann eru ekki „gjöf“ til einstakra safnaða. Leggja skal áherslu á þá frumreglu sem býr að baki stofnun Ríkissalasjóðs Félagsins og tekjuöflun hans. (2. Kor. 8:14, 15) Hvernig geta söfnuðir nýtt sér þá þekkingu og reynslu sem safnast hefur upp í tengslum við byggingu ríkissala? Hverju þarf að hyggja að áður en lagt er út í fjárfestingu eða framkvæmdir? Ljúkið atriðinu með því að benda á hvílík blessun þessi ráðstöfun skipulags Jehóva hefur reynst.

10 mín: Munt þú vera aðstoðarbrautryðjandi núna í sumar? Hafið viðtal við nokkra sem hafa verið aðstoðarbrautryðjendur á sumrin. Hvetjið unglinga og aðra sem búa kunna við heppilegar aðstæður að íhuga það að nota sumarfríið eins vel og hægt er. Sumir gætu lagt hönd á plóginn við það að starfa á afskekktum svæðum eða svæðum þar sem lítið hefur verið starfað á undanförnum árum. Hvetjið þá sem eru um það bil að ljúka skólagöngu sinni að taka upp brautryðjandastarfið eða vinna að því markmiði. — 2. Kor. 9:6b.

Söngur 109 og lokabæn.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila