Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 8.93 bls. 4
  • Sinntu þjónustu þinni af heilum huga

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Sinntu þjónustu þinni af heilum huga
  • Ríkisþjónusta okkar – 1993
  • Svipað efni
  • Samansafnanir fyrir boðunarstarfið
    Ríkisþjónusta okkar – 2009
  • Veitir Guð umbun?
    Vaknið! – 1995
  • Verum regluleg í boðunarstarfinu
    Ríkisþjónusta okkar – 1993
  • Samansafnanir sem þjóna tilgangi sínum
    Ríkisþjónusta okkar – 2015
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 1993
km 8.93 bls. 4

Sinntu þjónustu þinni af heilum huga

1 Okkur hefur verið fengið það hlutverk, sem lærisveinum Jesú, að prédika fagnaðarerindið um Guðsríki og gera menn að lærisveinum Jesú Krists. (Matt. 24:14; 28:19, 20) Ekkert annað starf er eins áríðandi og mikilvægt. Líf milljóna manna er í húfi. Þetta verkefni á skilið bestu viðleitni okkar. Áminning Páls á vel við hér: „Hvað sem þér gjörið, þá vinnið af heilum huga, eins og [Jehóva] ætti í hlut.“ (Kól. 3:23) Sinnir þú þjónustu þinni af heilum huga?

2 Hvers krefst það af okkur að sinna henni af heilum huga? Jehóva talaði um þóknanlega þjónustu sem tíund eða tíunda hluta. (Mal. 3:10) Í stað þess að tákna sérstaka upphæð stendur tíundin fyrir þann tíma og krafta sem við helgum þjónustunni við Jehóva og sem þá sýnir að við elskum hann og viðurkennum að við erum vígð honum. (w93 1.3. bls. 30) Starf okkar ætti að endurspegla hversu djúpt kærleikur okkar og hollusta til Jehóva ristir. Sá sem er heils hugar finnur sig knúinn til að þjóna Jehóva eins ríkulega og hægt er og í þeim mæli sem heilsa hans og kringumstæður leyfa.

3 Páll fór lofsamlegum orðum um kristna menn sem ‚lögðu á sig erfiði‘ vegna vonarinnar. (1. Tím. 4:10) Umbun þeirra er blessun Jehóva sem „auðgar“ þá. (Orðskv. 10:22) Þeir sem á hinn bóginn gefa sparlega og með eftirtölum fara á mis við þá ánægju sem fylgir því að gefa. (Post. 20:35) Ef við látum undir höfuð leggjast að gefa okkar besta erum við í raun að svíkja Jehóva um þá „tíund“ sem honum ber. — Mal. 3:8.

4 Gefum okkar besta: Þegar við tökum þátt í boðunarstarfinu og skilum inn skýrslu er skýrslan þá nákvæm? Þjónustubókin segir á blaðsíðu 104: „Starfstíminn þinn ætti að hefjast þegar þú byrjar boðunarstarfið og ljúka þegar þú lýkur síðustu heimsókninni í þeirri lotu. Ekki skyldi telja með matar- eða kaffitíma þótt bæði sé starfað á undan þeim og eftir.“ Það þarf góða skipulagningu og viðleitni til að áorka sem mestu þann tíma sem við verjum til boðunarstarfsins.

5 Að gefa okkar besta þýðir að við gerum eins mikið og við getum þegar við tökum þátt í boðunarstarfinu. Sá sem vinnur af heilum huga einskorðar ekki prédikunarstarf sitt viljandi við tilraunir til óformlegs vitnisburðar af og til í stað þess að taka þátt í starfinu hús úr húsi. Ungur, óskírður boðberi sem er heils hugar, færi ekki út að prédika aðeins vegna þrábeiðni foreldra sinna, né sýndi lítinn áhuga á að banka upp á hjá fólki eða að eiga hlutdeild í að kynna boðskapinn.

6 Páll hvatti okkur til að vera áfram ástundunarsöm til þess að verða ekki sljó. (Hebr. 6:11, 12) Það er sannarlega ánægjulegt að geta litið til baka yfir þjónustuferil sinn og hafa ekkert til að skammast sín fyrir — af því að maður starfaði af heilum huga! (2. Tím. 2:15) Mestu gleðina munum við öðlast þegar við sjáum þá sem við höfum sjálf hjálpað meðal þeirra sem lifað hafa af þrenginguna miklu. Við megum vera viss um að Jehóva umbunar ríkulega þeim sem þjóna honum af heilum huga.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila