Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 10.93 bls. 1
  • Að stjórna heimabiblíunámi

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Að stjórna heimabiblíunámi
  • Ríkisþjónusta okkar – 1993
  • Svipað efni
  • Hvernig getum við hjálpað biblíunemendum til skírnar? – síðari hluti
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2020
  • Hjálpum biblíunemendum okkar að verða hæfir til skírnar
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2021
  • Undirbúum okkur vel þegar við kennum
    Ríkisþjónusta okkar – 2009
  • Hvernig getum við hjálpað biblíunemendum til skírnar? – fyrri hluti
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2020
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 1993
km 10.93 bls. 1

Að stjórna heimabiblíunámi

1 Hvernig er áhrifaríku heimabiblíunámi stjórnað? Hvaða grundvallarfyrirmynd höfum við? Hvernig má taka ritningarstaði í námsefninu til umfjöllunar? Hver ætti að lesa greinarnar? Hvað þarf meira, fyrir utan grundvallaraðferðina við stjórnun námsins, til að hjálpa nemandanum að tileinka sér sannleikann? Hvaða gryfjur verður að forðast?

2 Hvernig stjórna á námi: Almennt talað fylgir heimabiblíunám sama mynstri og Varðturnsnámið. Fyrst er greinin, sem skoða á, lesin. Þá spyr námsstjórinn prentuðu spurningarinnar við greinina og leyfir nemandanum að svara. Ef hik er á nemandanum ætti stjórnandinn að vera reiðubúinn að spyrja leiðandi spurninga sem munu fá nemandann til að rökhugsa um efnið og komast að réttri niðurstöðu.

3 Ígrundaðu hvernig ritningarstaðirnir eiga við efnið í greininni. Sýndu nemandanum hvernig hann getur auðkennt tilvitnaða ritningarstaði og rökræddu við hann um hvernig þeir eiga við. Ef vísað er í ritningarstaði en þeir ekki skrifaðir út er gott að fletta þeim upp í Biblíunni séu þeir ekki of langir. Leyfðu síðan nemandanum að lesa þá og gefa athugasemdir um hvernig þeir styðja eða skýra það sem sagt er í greininni.

4 Hjálpum nemandanum að tileinka sér sannleikann: Hvettu nemendurna til að búa sig vel undir námið. Undirstrikaðu að nauðsynlegt sé að lesa til að læra. Því meira efni sem nemandinn les og hugleiðir þeim mun betra. Sumir stjórnendur láta nemandann lesa allar greinarnar í biblíunáminu. Aðrir skiptast á að lesa við nemandann. Nota ætti góða dómgreind og hafa þá í huga andlegar framfarir nemandans.

5 Fræðileg yfirferð efnisins kann að hjálpa nemandanum að öðlast þekkingu, en trúir hann því sem hann er að læra? Eigi hann að tileinka sér sannleikann verður hann að sjá hvernig efnið varðar hann persónulega. Hvað finnst honum um það sem hann er að læra? Hvernig getur hann notað það sem hann hefur lært? Notaðu rannsakandi spurningar til að ná til hjarta nemandans.

6 Forðumst gryfjur: Það eru gryfjur sem þarf að varast við stjórn biblíunáms. Þegar upp koma málefni, sem eru ekki skyld umræðuefninu, er yfirleitt best að ræða þau í lok námsins eða við annað tækifæri. Einnig er mikilvægt að fá nemandann til að svara með eigin orðum í stað þess að lesa svörin upp úr bókinni. Það mun hjálpa þér sem stjórnanda að meta hvort nemandinn skilur efnið.

7 Hví ekki að gera það að markmiði sínu að stjórna að minnsta kosti einu heimabiblíunámi? Það er ekki erfitt viðfangsefni ef þú treystir algerlega á Jehóva og fylgir þeirri grundvallaraðferð sem notuð er í Varðturnsnáminu. Ahrifaríkasta aðferðin til að kenna öðrum sannleikann er að stjórna heimabiblíunámi. Með því getur þú líka fengið að reyna þá gleði sem fylgir því að eiga fulla hlutdeild í að framfylgja fyrirmælum Jesú í Matteusi 28:19, 20.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila