Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 10.93 bls. 2
  • Þjónustusamkomur fyrir október

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Þjónustusamkomur fyrir október
  • Ríkisþjónusta okkar – 1993
  • Millifyrirsagnir
  • Vikan sem hefst 4. október
  • Vikan sem hefst 11. október
  • Vikan sem hefst 18. október
  • Vikan sem hefst 25. október
Ríkisþjónusta okkar – 1993
km 10.93 bls. 2

Þjónustusamkomur fyrir október

Vikan sem hefst 4. október

Söngur 48

10 mín: Staðbundnar tilkynningar og tilkynningar frá Ríkisþjónustu okkar. Komið með tillögur um hvernig nota megi nýjustu blöðin í svæði safnaðarins. Undirstrikið mikilvægi þess að fara aftur til allra sem þáðu blöðin með það markmið í huga að koma upp blaðaleið. Þegar húsráðandinn sýnir einlægan áhuga má bjóða honum áskrift.

15 mín: „Virðir þú tilbeiðslustað þinn?“ Ræða öldungs byggð á Varðturninum (á ensku) 15. júní, 1993. Heimfærið upplýsingarnar á kringumstæðurnar í ykkar söfnuði. Ef það eru einhver sérstök vandamál sem taka þarf á gefið þá þar að lútandi ráðleggingar á nærgætinn hátt.

20 mín: Hertu á boðunarstarfi þínu hús úr húsi í október. Starfshirðirinn, eða annar bróðir sem er vel til þess fallinn, ræðir við áheyrendur um mikilvægi boðunarstarfsins hús úr húsi. Tilboðið í októbermánuði býður upp á mjög margvísleg kynningarorð. Sýnikennsla: (1) Boðberi kemur af stað samræðum og leiðir talið að efni greinar í nýjasta Vaknið! eða Varðturninum. Með hliðsjón af þeim áhuga, sem húsráðandinn sýnir, gæti boðberinn boðið nýjustu blöðin eða gefið viðmælanda sínum smárit. (2) Boðberi kemur af stað samræðum með það í huga að leiða þær inn á efni í bókinni Lífið — varð það til við þróun eða sköpun? Eftir því hvernig aðstæðurnar eru gæti boðberinn boðið bók eða ákveðið að bjóða tvö blöð. (3) Boðberi notar smárit til að koma af stað óformlegum samræðum og býður síðan áhugasama viðmælanda sínum nýjustu blöðin. (4) Boðberi í blaðaleiðarheimsókn ákveður að bjóða áskrift. Slík fjölhæfni ætti að hvetja alla boðberana til að herða á boðunarstarfi sínu hús úr húsi í október. Vafalaust munu sumir í söfnuðinum vera aðstoðarbrautryðjendur þennan mánuð. Það er ef til vill ekki of seint fyrir aðra, sem eru í aðstöðu til þess, að slást í hópinn.

Söngur 11 og lokabæn.

Vikan sem hefst 11. október

Söngur 10

10 mín: Staðbundnar tilkynningar og reikningshaldsskýrslan. Hrósið söfnuðinum fyrir örlátan stuðning við alþjóðastarfið svo og fyrir að sjá um að mæta útgjöldum safnaðarins. Farið stuttlega yfir hvaða ráðstafanir hafa verið gerðar til boðunarstarfsins þessa viku og látið í ljós þakklæti fyrir kostgæfan stuðning boðberanna.

15 mín: „Notum tímaritin okkar hús úr húsi.“ Efnið rætt við áheyrendur. Við höfum góða ástæðu til að sýna eldmóð þegar við bjóðum tímaritin fólki sem við hittum í boðunarstarfinu á akrinum og þeim sem við vitnum fyrir á óformlegan hátt. Þó að blöðin séu dagsett og sýna ætti nýjustu blöðin á blaðadögum þurfum við ekki að hika við að bjóða eldri blöð þegar aðstæður gefa tilefni til þess. Gættu þess aðeins að blöðin, sem þú býður, séu hrein og óskemmd. Látið vel hæfan boðbera sýna kynninguna sem dregin er upp gróf mynd af í tölugrein 4.

20 mín: „Kennsla Guðs hefur öflug áhrif.“ Farið yfir greinina með spurningum og svörum. Lesið tölugreinarnar og tilvísaða ritningarstaði eftir því sem tíminn leyfir. Hleypið að stuttum athugasemdum sem láta í ljós að viðkomandi kunni persónulega að meta að verðleikum þann hag sem þeir höfðu af því að sækja umdæmismótið og nota ritin sem komu út þá.

Söngur 31 og lokabæn.

Vikan sem hefst 18. október

Söngur 36

5 mín: Staðbundnar tilkynningar og guðveldisfréttir.

10 mín: „Förum ekki í manngreinarálit í boðunarstarfi okkar.“ Spurningar og svör. Leggið áherslu á þá hlið þessa máls sem snertir starfið á starfssvæði ykkar safnaðar.

15 mín: „Sinnum þeim sem sýna áhuga.“ Ræða með nokkrum spurningum sem beint er til áheyrenda. Sýnið hvernig boðberar hafa vakið upp áhuga manna í svæði safnaðarins eða látið boðbera segja frá nýlegri reynslu sinni sem sýnir gildi þess að fara aftur til þeirra sem þáðu einstök tölublöð af Vaknið! og Varðturninum.

15 mín: Ræða öldungs um persónulegt hreinlæti, byggð á Varðturninum 1. nóvember 1989, blaðsíðu 24-29. Efnið skyldi meðhöndlað og flutt á vingjarnlegan hátt og með háttvísi.

Söngur 28 og lokabæn.

Vikan sem hefst 25. október

Söngur 22

10 mín: Staðbundnar tilkynningar og upplýsingar um hvaða ráðstafanir hafa verið gerðar til boðunarstarfsins þessa viku. Vekið athygli á efni í nýjustu blöðunum sem boðberar geta notað í starfinu á akrinum á næstu dögum. Ef tíminn leyfir sýnið þá eina eða tvær stuttar kynningar sem myndu eiga vel við á svæði safnaðarins. Minnið á nauðsyn þess að láta það ekki dragast að fara aftur til allra sem sýndu áhuga.

15 mín: Verum undir það búin að hugga syrgendur (byggt á bls. 102-4 í Rökræðubókinni). (3 mín.) Bróðirinn, sem annast þennan dagskrárlið, bendir á að vottar Jehóva hafni ekki öllum siðvenjum sem tengjast dauðanum. (5 mín.) Sýnikennsla um hvernig vottur myndi útskýra fyrir vinnufélaga hvers vegna vottar Jehóva forðast vissa hefðbundna sorgarsiði, og eru samræðurnar byggðar á Rökæðubókinni, blaðsíðu 102-3. (7 mín.) Ræðið við áheyrendur það sem fram kemur undir fyrirsögninni „Ef einhver segir—“ á blaðsíðu 103-4.

20 mín: „Að stjórna heimabiblíunámi.“ Farið yfir greinina með spurningum og svörum. Komið með vel æfða sýnikennslu þar sem boðberi hjálpar nemanda að skilja hvernig tilvísaðir ritningarstaðir (sem ekki eru skrifaðir út í bókinni) styðja það sem fram kemur í greininni sem verið er að fjalla um. Í sömu sýnikennslu notar boðberinn aukaspurningar til að hjálpa nemandanum að tileinka sér sannleikann. Notið valinn hluta í Sameinuð í tilbeiðslu eða Lifað að eilífu bókinni.

Söngur 16 og lokabæn.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila