Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 12.93 bls. 1
  • Náðu til hjarta biblíunemanda þíns

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Náðu til hjarta biblíunemanda þíns
  • Ríkisþjónusta okkar – 1993
  • Svipað efni
  • Hjálpum biblíunemendum okkar að verða hæfir til skírnar
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2021
  • Gefum gaum að fræðslunni
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2008
  • Undirbúum okkur vel þegar við kennum
    Ríkisþjónusta okkar – 2009
  • Hvernig getum við hjálpað biblíunemendum til skírnar? – síðari hluti
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2020
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 1993
km 12.93 bls. 1

Náðu til hjarta biblíunemanda þíns

1 Vilt þú að biblíunemandinn þinn breyti í samræmi við það sem hann er að læra? Hann verður að gera það eigi hann að hafa gagn af þeirri þekkingu sem hann er að afla sér. Til þess að örva biblíunemandann þinn til verka verður þú að ná til hjarta hans. Hvetjandi ræða Péturs postula á hvítasunnunni árið 33 hafði þau áhrif að það „var sem stungið væri í hjörtu“ um 3000 manna sem „veittu orði hans viðtöku“ og voru skírðir þann dag. (Post. 2:37, 41) Hvernig getur þú náð til hjarta biblíunemanda þíns?

2 Undirbúðu þig rækilega: Reyndu ekki að fara yfir svo mikið efni að lítill tími verði aflögu til að rökræða við nemandann um það. Þú skalt ákveða fyrirfram þau atriði sem þú munt leggja áherslu á og gættu þess að þú skiljir ritningarstaðina og getir heimfært þá á áhrifaríkan hátt. Íhugaðu fyrirfram þær spurningar sem kunna að koma upp í huga nemandans vegna bakgrunns hans. Ef þú ert vel kunnugur nemanda þínum mun þessi þekking hjálpa þér að vera tilbúinn með upplýsingar sem munu hæfa honum sérstaklega vel.

3 Líktu eftir kennsluaðferð Jesú: Jesús notaði dæmisögur og líkingar til að einfalda torskilin atriði og til að hjálpa nemendum sínum að skilja ákveðnar aðstæður og skynja þær tilfinningar sem þar ríktu. (Lúk. 10:29-37) Á sama hátt getur þú grópað skýrar kenningar í hjarta biblíunemanda þíns með því að hafa samlíkingar þínar einfaldar, notast við almenna hluti í lífinu, og heimfæra þær sérstaklega á kringumstæður nemandans.

4 Spurningar eru sér í lagi gagnlegar til að ná til hjartna biblíunemenda, eins og Jesús sýndi oft. (Lúk. 10:36) En sættu þig ekki við að nemandinn lesi einfaldlega svarið upp úr bókinni. Notaðu leiðandi spurningar til að beina huga hans að ályktun sem hann hefur ef til vill ekki hugleitt áður. Þessi aðferð hjálpar nemandanum einnig að beita huganum betur. Spyrðu viðhorfsspurninga til að komast að hverju hann trúir sjálfur varðandi efnið. Þú kemur þá ef til vill auga á svið þar sem hjálpar er þörf og þú getur fylgt því eftir með hnitmiðaðri aðstoð.

5 Ef biblíunemandinn tekur ekki framförum þarft þú að fá hann til að opna sig um hver sé ástæðan. Til þess þarft þú ef til vill að heimsækja hann á öðrum tíma en þegar biblíunámið er venjulega haldið. Hvers vegna hikar hann við að gera eitthvað í málinu? Eru einhver biblíuleg atriði sem hann skilur ekki? Er hann tregur til að gera vissar breytingar á lífsháttum sínum? Ef biblíunemandinn er að reyna að „haltra til beggja hliða“ skaltu hjálpa honum að gera sér ljósa hættuna sem því fylgir. — 1. Kon. 18:21.

6 Páll postuli gerði sér grein fyrir því að það að kenna áhugasömu fólki sannindi Biblíunnar er starf sem bjargar mannslífum og þess vegna ráðlagði hann öllum kristnum mönnum að ‚hafa sífellt gát á fræðslunni.‘ (1. Tím. 4:16) Þeir sem þú stýrir biblíunámum með verða að meðtaka meira en aðeins staðreyndir um Biblíuna og heimsatburðina. Þeir verða að öðlast nákvæma þekkingu á Jehóva og Jesú og fá hjálp til að rækta upp hlýlegt og persónulegt samband við þá. Aðeins með því að gera það munu þeir finna sig knúna til að sýna trú sína í verki. (Jak. 2:17, 21, 22) Þegar náðst hefur til hjarta nemandans mun það knýja hann til að ganga þá braut sem mun heiðra Jehóva og vernda hans eigið líf. — Orðskv. 2:20-22.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila