Þjónustusamkomur í mars
Vikan sem hefst 7. mars
Söngur 11
10 mín: Staðbundnar tilkynningar og valdar tilkynningar úr Ríkisþjónustu okkar. Ræðið stuttlega um innihald greinarinnar „Biblían — elsta nútímabók mannkynsins.“
20 mín: „Haltu fast við játningu vonar þinnar án þess að hvika.“ Varðturnsnámsstjórinn fer yfir efnið með spurningum og svörum. Fáið athugasemdir frá þeim sem hafa sigrast á óttanum við að gefa athugasemdir á samkomum. Leggið áherslu á nauðsyn þess að undirbúa sig fyrirfram. Hvetjið söfnuðinn til að búa sig alltaf undir að eiga fulla hlutdeild í námi safnaðarins í Varðturninum í hverri viku.
15 mín: „Bendum fólki á bestu leiðbeiningarnar um hamingjuríkt fjölskyldulíf.“ Umræður við áheyrendur. Látið vel undirbúna boðbera sýna hvernig nota megi kynningarorðin í tölugrein 3 og 4. Þeir ættu að kunna efnið það vel að þeir þurfi ekki að lesa kynningarorðin upp af blaði. Eftir hverja sýnikennslu skyldi áheyrendum boðið að gefa athugasemdir um hvað þeir lærðu af þeim. Hvetjið alla til að taka þátt í að bjóða Fjölskyldubókina í þessum mánuði.
Söngur 107 og lokabæn.
Vikan sem hefst 14. mars
Söngur 84
10 mín: Staðbundnar tilkynningar og Guðveldisfréttir. Vekið athygli á sérstökum atriðum í nýjustu blöðunum sem nota mætti í boðunarstarfinu í þessari viku.
15 mín: „Getur þú aukið lofgerð þína til Jehóva í apríl?“ Farið yfir efnið með spurningum og svörum. Fáið athugasemdir frá þeim sem hafa hér áður fyrr verið aðstoðarbrautryðjendur. Látið þá útskýra hvernig þeir höguðu málum sínum þannig að þeir gætu notfært sér þessi þjónustusérréttindi. Hvetjið alla sem hafa í hyggju að vera aðstoðarbrautryðjendur í apríl að leggja inn umsókn sína eins fljót og hægt er.
20 mín: „Látum þau finna að þau eru velkomin á minningarhátíðina.“ Spurningar og svör. Að lokinni tölugrein 3 skal hafa stutta sýnikennslu þar sem safnaðarþjónn býður nýjan einstakling velkominn til minningarhátíðarinnar.
Söngur 83 og lokabæn.
Vikan sem hefst 21. mars
Söngur 76
10 mín: Staðbundnar tilkynningar og þakkir vegna frjálsra framlaga. Ræðið um rammaefnið „Fæða á réttum tíma.“ Hvetjið alla til að bjóða áhugasömu fólki til sérræðunnar sem flutt verður 10. apríl.
20 mín: „Förum fljótlega aftur.“ Umræður. Vel undirbúnar sýnikennslur um kynningarorðin í tölugrein 2 og 3.
15 mín: Staðbundnar þarfir, ef til vill í tengslum við undirbúning minningarhátíðarinnar. Að öðrum kosti efnið „Þróun,“ tekið úr Rökræðubókinni, blaðsíðu 121-9. Meðhöndlist sem fjölskylduumræður. Unglingur, sem hefur verið beðinn um að skrifa skólaritgerð um þróun, útskýrir fyrir foreldum sínum hvaða hugmyndir hann ætlar að nota og hvernig hann hugsi sér að setja þær fram. Þau ræða um ástæðurnar fyrir því að rökin ættu að reynast árangursrík. Foreldrarnir hrósa honum af einlægni.
Söngur 95 og lokabæn.
Vikan sem hefst 28. mars
Söngur 7
15 mín: Staðbundnar tilkynningar. Umræður og sýnikennslur um hvernig nota mætti tilboðið í apríl til að beita mismunandi aðferðum í vitnisburðarstarfinu á starfssvæði safnaðarins. Komið með frásagnir sem sýna hvernig sumir boðberar hafa aflað áskrifenda þar sem menn sýndu einlægan áhuga þegar komið var í endurheimsókn.
15 mín: Öldungur notar valin aðalatriði frá blaðsíðu 19-32 í Árbókinni 1994 til að ræða um hvernig starf Guðsríkis hefur aukist um heim allan og leggur áherslu á jákvæðar hliðar þess stuðnings sem söfnuðurinn á staðnum hefur veitt. Bendir á hvernig Jehóva blessar fólk sitt ríkulega og ekki síst þá sem eru takmarkaðir í því sem þeir geta gert.
15 mín: „Gjafari ‚sérhverrar góðrar gjafar.‘“ Ræða öldungs byggð á Varðturninum (enskri útgáfu) frá 1. desember 1993, blaðsíðu 28-31.
Söngur 119 og lokabæn.