Þjónustusamkomur fyrir október
Vikan sem hefst 3. október
Söngur 105
10 mín: Staðbundnar tilkynningar og tilkynningar frá Ríkisþjónustu okkar. Minnið alla á að taka með sér eintak af bæklingnum Þegar ástvinur deyr á þjónustusamkomuna í næstu viku.
17 mín: „Núna er rétti tíminn.“ Spurningar og svör. Takið með athugasemdir út frá efninu undir millifyrirsögninni „Leggið kapp á að ná andlegum markmiðum“ á blaðsíðu 5 í Ríkisþjónustu okkar fyrir nóvember 1993.
18 mín: „Verum blaðasinnuð í október.“ Ræðið efnið við áheyrendur. Hafið tvær vel undirbúnar sýnikennslur sem sýna hvernig nota megi blöðin til að koma af stað samræðum. Leggið áherslu á mikilvægi þess að bjóða blöðin við hvert heimili með það takmark í huga að koma á og viðhalda blaðaleið.
Söngur 110 og lokabæn.
Vikan sem hefst 10. október
Söngur 73
5 mín: Staðbundnar tilkynningar og reikningshaldsskýrslan.
20 mín: „Foreldrar — verið börnunum stoð og stytta!“ Ræða öldungs byggð á fyrstu þremur greinunum í Vaknið! (á ensku) 8. ágúst 1994. Heimfærið efnið upp á aðstæður í ykkar byggðarlagi. Hafið stutt viðtal við foreldri sem hefur reynslu af því að tala við kennara eða stjórnendur skóla.
20 mín: „Notum nýju bæklingana vel.“ Ræðið efnið við áheyrendur og fjallið einkum um bæklinginn Þegar ástvinur deyr. Bendið á hvernig sá bæklingur er uppbyggður og komið með tillögur sem sýna hvernig nota megi hann til að hughreysta þá sem misst hafa ástvin.
Söngur 53 og lokabæn.
Vikan sem hefst 17. október
Söngur 11
10 mín: Staðbundnar tilkynningar og Guðveldisfréttir.
15 mín: Hættum ekki að gera það sem gott er. Ræða öldungs. Andleg þreyta getur dregið úr gleði okkar í þjónustu Jehóva. Takið til umfjöllunar nokkrar leiðir til að endurnýja andlegan styrkleika okkar og notið til þess tillögurnar sem fram koma í Varðturninum frá 1. júní 1986, blaðsíðu 29 (í ramma). Leggið áherslu á mikilvægi þess að styðja starfsemi safnaðarins af öllu hjarta.
20 mín: „Hjálpum þeim sem sýna áhuga.“ Efnið rætt við áheyrendur. Sýnikennslur þar sem notuð eru kynningarorðin í greininni. Útskýrið þá aðferð sem mælt er með þegar áskrift er boðin. Yfirleitt er best að bíða uns maður hefur farið í eina eða fleiri endurheimsóknir. Það ættu að vera einhver merki um einlægan áhuga. Ef um erlendar áskriftir er að ræða er best að byrja með sex mánaða áskrift. Ef vafi leikur á um að áhuginn sé einlægur er rétt að afhenda blöðin sjálfur uns móttökurnar verða jákvæðari.
Söngur 27 og lokabæn.
Vikan sem hefst 24. október
Söngur 6
12 mín: Staðbundnar tilkynningar. Farið yfir efnið „Dagskrá sérstaka mótsdagsins.“ Minnið boðberana á að taka bæklinginn Hver er tilgangur lífsins? Hvernig getur þú fundið hann? með sér á næstu þjónustusamkomu.
15 mín: Hefur þú fasta pöntun? Tímaritin Varðturninn og Vaknið! eru geysiöflug hjálpargögn við að útbreiða boðskapinn um Guðsríki. Við ættum að bjóða fólki þessi blöð við sérhvert tækifæri. Í Ríkisþjónustu okkar fyrir mars 1984 var mælt með að hver boðberi hefði „ákveðna blaðapöntun . . . [fyrir] ákveðinn eintakafjölda af hverju tölublaði.“ Að öðrum kosti kann svo að fara að við höfum ekki nýjustu blöðin til að bjóða og verðum að nota eingöngu eldri blöð eða smárit og bæklinga. Það er æskilegt að hver meðlimur fjölskyldunnar hafi sína eigin föstu blaðapöntun. Gæta skal þess vandlega að ná í blöðin í blaðadeild safnaðarins strax og þau eru komin. Við ættum kurteislega að láta húsráðandann vita að við þiggjum lítilsháttar framlög til alþjóðastarfsins; gætum þess að leggja þau í viðeigandi framlagabauk í ríkissalnum. Nefnið hvaða hagur er í því að hafa fasta pöntun.
18 mín: „Leitum fyrst Guðsríkis — með því að bera alltaf fram lofgjörðarfórn.“ Spurningar og svör. Nefnið nokkur gagnleg markmið sem við gætum persónulega keppt að. Ræðið um leiðir sem við gætum ef til vill farið til að hjálpa öðrum að gera meira.
Söngur 92 og lokabæn.
Vikan sem hefst 31. október
Söngur 43
12 mín: Staðbundnar tilkynningar. Hvetjið alla til að hugleiða hvort þeir geti starfað sem aðstoðarbrautryðjendur í desember.
15 mín: Staðbundnar þarfir, eða látið öldung flytja ræðu út frá greininni „Getur þú sýnt þolinmæði?“ í Varðturninum frá 15. maí 1994, blaðsíðu 21-3.
18 mín: Bjóðum nýja bæklinginn Hver er tilgangur lífsins? Hvernig getur þú fundið hann? í nóvember. Lítið með áheyrendum á hvernig þessi bæklingur er uppbyggður og hvers vegna efni hans og framsetning þess gerir hann mjög vel fallinn til að nota við flest tækifæri í boðunarstarfinu og einnig til að hefja með biblíunám. Hvetjið alla til að kynna sér bæklinginn vel og æfa sig í að nota hann. Hafið þrjá vandlega undirbúnar sýnikennslur um hvernig nota megi bæklinginn (1) þegar rætt er við ungt fólk um líkurnar á tilvist Guðs, (2) þegar umræðurnar snúast um áreiðanleika Biblíunnar og (3) þegar samtalið snýst um hegðun „kristinna“ manna í gegnum aldirnar og/eða óréttlætið í heiminum. Vekið athygli á hvernig nota megi ritningarstaðina á blaðsíðu 29 og 30, svo og myndina á blaðsíðu 31. Minnið boðberana á að birgja sig upp af bæklingum til að nota í nóvember.
Söngur 100 og lokabæn.