Þjónustusamkomur fyrir desember
Vikan sem hefst 5. desember
Söngur 80
15 mín: Staðbundnar tilkynningar og viðeigandi tilkynningar úr Ríkisþjónustu okkar. Tillögur um hvað mætti nota til að kynna nýjustu blöðin. Látið hæfan boðbera sýna hvernig hann notar einhverjar af þessum tillögum. Farið yfir efnið í greininni „Hvernig ættum við að verja tíma okkar í desember?“ með einhverri þátttöku áheyrenda.
15 mín: „Fyrirmynd til nákvæmrar eftirbreytni.“ Spurningar og svör.
15 mín: „Hjálpum fólki að heiðra Krist sem konung.“ Ræðið efnið við áheyrendur. Hafið tvær stuttar en vel undirbúnar sýnikennslur. Leggið áherslu á nauðsyn þess að halda nákvæma skrá á millihúsaminnisblöðunum um framvindu mála á starfssvæðinu; farið stuttlega yfir hvaða upplýsingar ættu að koma þar fram og hvernig megi nota millihúsaminnisblöðin á skipulegan hátt.
Söngur 84 og lokabæn.
Vikan sem hefst 12. desember
Söngur 45
13 mín: Staðbundnar tilkynningar og Guðveldisfréttir. Reikningshaldsskýrslan ásamt þökkum frá Félaginu fyrir framlög. Komið með nokkrar tillögur um hvernig megi bregðast við hátíðarkveðjum heimsins. — Sjá Ríkisþjónustu okkar, desember 1990, blaðsíðu 4.
14 mín: „Hafðu stöðuga gát á fræðslu þinni.“ Ræða flutt af skólahirðinum. Rennið yfir leiðbeiningarnar sem fylgja „Námsskrá Guðveldisskólans fyrir árið 1995“ og bendið á það sem sérstaklega þarf að minna söfnuðinn á.
18 mín: „Metum hús Guðs að verðleikum.“ Spurningar og svör. Komið með frekari athugasemdir um nauðsyn þess að mæta stundvíslega á samkomur. — Sjá Varðturninn (á ensku) 15. júní, 1990, blaðsíðu 26-9.
Söngur 48 og lokabæn.
Vikan sem hefst 19. desember
Söngur 20
10 mín: Staðbundnar tilkynningar. Rifjið upp þær ráðstafanir sem gerðar hafa verið til boðunarstarfsins á komandi frídögum. Komið með tillögur um hvernig bjóða megi blöðin með fáum orðum þessa daga.
20 mín: „Gef gætur að hinu spámannlega orði.“ Viðaukinn. Spurningar og svör við greinar 1-8 og annist öldungur þennan dagskrárlið. Ræðið heimfærslu tilvísaðra ritningarstaða. Tillögur um hvernig nýta megi sér bókina (re) sem útskýrir Opinberunarbókina.
15 mín: „Hvetjið þá til að gerast fylgjendur hans.“ Ræðið efnið við áheyrendur. Hafið tvær stuttar sýnikennslur. Mælið með því að allir noti hluta af starfstíma sínum í hverri viku til að fara í endurheimsóknir.
Söngur 76 og lokabæn.
Vikan sem hefst 26. desember
Söngur 1
5 mín: Staðbundnar tilkynningar. Ræðið um greinina „Breytist þinn samkomutími?“ ef það á við ykkar söfnuð.
20 mín: „Gef gætur að hinu spámannlega orði.“ Viðaukinn. Spurningar og svör við greinar 9-13 í umsjón öldungs. Leggið áherslu á mikilvægi þess að nema vandlega það sem kemur frá hinum trúa og hyggna þjóni. Sýnum að við kunnum að meta andlega fræðslu sem er okkur svo bráðnauðsynleg til leiðsagnar á þessum síðustu dögum.
10 mín: Staðbundnar þarfir, eða flytjið ræðu byggða á greininni „Ert þú að hjálpa barni þínu að velja Jehóva?“ í Varðturninum (á ensku) 1. október 1994, blaðsíðu 26-30.
10 mín: Búum okkur undir að nota bókina Sannur friður og öryggi — Hvernig? sem tilboðið í janúar. Látið hæfan boðbera sýna með tveimur vel undirbúnum sýnikennslum hvernig bjóða megi bókina.
Söngur 73 og lokabæn.