Tilkynningar
◼ Rit sem nota skal í janúar: Sannur friður og öryggi — Hvernig? Febrúar: Þú getur lifað að eilífu í paradís á jörð. Mars: Öryggi um allan heim undir stjórn Friðarhöfðingjans. Apríl og maí: Varðturninn og Vaknið! Á svæðum, sem oft er farið í, má nota hvaða bækling sem er. Þegar vart verður við áhuga í endurheimsóknum mætti bjóða áskrift. ATHUGIÐ: Söfnuðir, sem vantar ofannefnd rit, ættu að panta þau á pöntunareyðublaðinu (S(d)-14).
◼ Söfnuðirnir ættu að gera hentugar ráðstafanir til að halda minningarhátíðina hátíðlega á þessu ári, föstudaginn 14. apríl eftir sólarlag. Þótt æskilegt sé að hver söfnuður haldi sína eigin minningarhátíð er ekki víst að það sé alltaf gerlegt. Á stöðum þar sem fleiri en einn söfnuður nota venjulega sama ríkissalinn gæti ef til vill einn eða fleiri söfnuður fengið til afnota annan samkomustað þetta kvöld. Minningarhátíðin ætti ekki að hefjast það seint að þeim sem nýlega hafa fengið áhuga reynist óþægilegt að sækja hana. Þar fyrir utan ætti dagskráin ekki að vera svo þétt að lítill sem enginn tími gefist fyrir og eftir hátíðina til að heilsa gestum, gera ráðstafanir til að veita sumum frekari andlega aðstoð eða almennt fyrir þá sem eru viðstaddir að uppörva hver annan. Eftir að öldungarnir hafa hugleitt vandlega allar hliðar málsins ættu þeir að ákveða hvaða fyrirkomulag muni best hjálpa þeim sem sækja minningarhátíðina að hafa sem mest gagn af þessari kvöldstund.
◼ Sunnudaginn 23. apríl verður flutt sérræða í öllum söfnuðum. Ræðan ber heitið „Endir falstrúarbragða er nálægur.“ Gætið þess að bjóða öllum sem komu til minningarhátíðarinnar þetta árið að koma og hlýða á þessa ræðu. Sérstakt átak verður gert til að hjálpa þeim milljónum manna sem biblíunám er haft með. Upplýsingar, sem komið verður á framfæri að lokinni samkomunni þennan dag, munu örva þá og bræður okkar almennt og verða þess valdandi að þeir hlakki til að eiga þátt í dreifingu sérstaks smárits. Jafnframt munu þær benda á vandamál sem einstaklingar standa andspænis og þörfina á að bregðast af einurð við í samræmi við orð Guðs.
◼ Í næstu heimsókn farandhirðisins til safnaðanna mun hann flytja nýjan opinberan fyrirlestur sem ber heitið „Kennsla Guðs hrósar sigri um allan heim.“ Þetta er skuggamyndasýning þar sem fjallað er um þau umdæmismót með stefinu „Kennsla Guðs“ sem voru sérstök alþjóðamót og haldin voru á þjónustuárunum 1993 og 1994. Ef skuggamyndirnar verða ekki komnar í hendur farandhirðisins fyrr en eftir að hann byrjar að heimsækja söfnuðina í vor mun hann flytja ræðuna „Treystið á Guð allrar huggunar“ og halda áfram að nota þá ræðu uns honum berast skuggamyndirnar. Þegar allir söfnuðir hafa séð skuggamyndasýninguna heldur farandhirðirinn áfram að nota ræðuna „Treystið á Guð allrar huggunar“ uns farið verður að nota næstu nýju farandhirðisræðuna snemma árs 1996.
◼ Á þjónustusamkomunni í vikunni, sem hefst 9. janúar, munu allir skírðir boðberar á samkomunni geta fengið nýtt eintak af blóðkortinu (UPPLÝSINGAR UM LÆKNISMEÐFERÐ/BLÓÐGJÖF ÓHEIMIL) svo og ný nafnskírteini fyrir börnin sín.
◼ Þegar lokið hefur verið við að nema bókina Lífið — varð það til við þróun eða sköpun? í safnaðarbóknáminu í lok febrúar mun bókin Sameinuð í tilbeiðslu á hinum eina sanna Guði taka við sem námsbók.