Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 1.95 bls. 3
  • Sýnið öðrum tillitssemi — 1. hluti

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Sýnið öðrum tillitssemi — 1. hluti
  • Ríkisþjónusta okkar – 1995
  • Svipað efni
  • Ríkissalasjóður Félagsins
    Ríkisþjónusta okkar – 1993
  • Höldum tilbeiðslustað okkar vel við
    Ríkisþjónusta okkar – 2003
  • Farandumsjónarmenn – samverkamenn í sannleikanum
    Vottar Jehóva — sameinaðir í að gera vilja Guðs um allan heim
  • Ríkissalurinn er tilbeiðsluhús okkar
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2015
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 1995
km 1.95 bls. 3

Sýnið öðrum tillitssemi — 1. hluti

1 Það er okkur fagnaðarefni að sjá velgengni fólks Jehóva sem hefur leitt til þess að söfnuðunum fjölgar stöðugt. Á sumum svæðum, einkum í stórborgum, er orðið mikið álag á ríkissalina þar sem margir söfnuðir nota sama salinn. Slíkar aðstæður kalla á aukna tillitssemi allra sem hlut eiga að máli.

2 Hver söfnuður, sem notar ríkissalinn, ætti að skila honum snyrtilegum og með öllu í röð og reglu fyrir bræðurna sem næstir koma. Stólunum ætti að vera raðað, bókaafgreiðsluborðið ætti að vera hreint og búið að safna saman öllum persónulegum munum sem skildir voru eftir á víð og dreif. Snyrtiherbergin skyldu og vera þrifaleg og þess gætt að sápa, handklæði og pappír séu fyrir hendi og búið sé að tæma úr ruslafötum.

3 Þegar skammt er í að næsta samkoma hefjist ættu þeir sem eftir eru í salnum frá fyrri samkomunni ekki að gaufa þar ónauðsynlega og vera til trafala þeim sem undirbúa næstu samkomu. Séu samræður um daginn og veginn látnar dragast úr hófi fram kann að verða of þröngt í anddyrinu og bræðurnir, sem eru að koma hlutunum í stand fyrir næstu samkomu, gætu tafist við störf sín. Bílastæðin við ríkissalinn eru ef til vill ekki mörg og það væri vingjarnlegt að fara fljótlega af staðnum til þess að þeir sem eru að koma á næstu samkomu fái bílastæði. Á hinn bóginn ættu þeir sem eru að koma ekki að mæta of snemma og valda með því óþarfa örtröð í anddyrinu, fatahenginu og á bílastæðinu.

4 Á þeim stöðum þar sem fleiri en einn söfnuður notar salinn er sérstök þörf á náinni samvinnu þegar reglubundin hreinsun hans er skipulögð. Söfnuðirnir skipta hreinsuninni á milli sín, oft á þann hátt að hver söfnuður þrífur eftir sína samkomu ef því verður við komið. Hentugt getur verið að útbúa skriflega verklýsingu til þess að ekki fari á milli mála hvernig hreingerningin skuli fara fram og að hún dreifist sem jafnast á söfnuðina. Þegar kemur að ykkar söfnuði að annast þrifin ættuð þið að gæta þess að hreinsað sé rækilega og tímanlega. Hinir sönuðirnir, sem nota salinn, hafa þá enga ástæðu til að kvarta.

5 Af og til þarf hver söfnuður að hliðra til samkomutímanum, til dæmis þegar farandhirðirinn kemur í heimsókn. Ef heimsóknin hefur áhrif á annan söfnuð ættu öldungarnir að láta þann söfnuð vita með góðum fyrirvara til þess að hægt sé að tilkynna það boðberum þess safnaðar eins tímanlega og unnt er. Ef áætlanir eru uppi um einhverja heimilaða starfsemi í salnum, eins og að halda þar Brautryðjendaskólann, fund öldunga svæðisins eða brúðkaup, ætti einnig að hafa samráð við hina söfnuðina og þá farandhirða, sem málið kann að varða, með góðum fyrirvara til þess að þeir skipuleggi ekki starfsemi í ríkissalnum á sama tíma.

6 Víða nota söfnuðir, sem tilheyra mismunandi farandsvæðum, sama ríkissalinn. Þá er alveg nauðsynlegt að farandumsjónarmennirnir, sem heimsækja slíka sali, láti hver annan vita um væntanlegar heimsóknir sínar. Breytingar á síðustu stundu eða önnur vandræði geta komið upp ef tveir farandumsjónarmenn ráðgera heimsóknir í sömu vikunni.

7 Kærleiksrík tillitssemi gagnvart öðrum, ásamt góðri skipulagningu og samvinnu mun stuðla að hlýlegu sambandi milli safnaða og tryggja að „allt fari sómasamlega fram og með reglu.“ — 1. Kor. 14:40.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila