Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 6.95 bls. 3-4
  • Einföldun á landsmótinu 1995

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Einföldun á landsmótinu 1995
  • Ríkisþjónusta okkar – 1995
  • Svipað efni
  • Landsmótið 1997 „Trúin á orð Guðs“
    Ríkisþjónusta okkar – 1997
  • Landsmótið 1995 „Glaðir menn sem lofa Guð“
    Ríkisþjónusta okkar – 1995
  • Landsmótið 1999, „Spádómsorð Guðs“
    Ríkisþjónusta okkar – 1999
  • Landsmótið 1998, „Lífsvegur Guðs“
    Ríkisþjónusta okkar – 1998
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 1995
km 6.95 bls. 3-4

Einföldun á landsmótinu 1995

1 Það er stórkostlegt að vera í andlegri veislu hvort sem það er á safnaðarsamkomu, svæðismóti, sérstökum mótsdegi eða á umdæmis- eða landsmóti. Hvers vegna? Félagsskapur við guðhrætt fólk er hressandi og andlega efnið sem borið er fram við slík tækifæri minnir okkur á það sem mestu máli skiptir.

2 Á síðustu árum hafa sífellt fleiri sótt slíkar andlegar veislur. Milli áranna 1985 og 1994 fjölgaði söfnuðum um heim allan um meira en 50 af hundraði, frá 49.716 upp í 75.573. Um leið og Jehóva hraðar uppskerustarfinu fjölgar mótunum að sama skapi. (Jes. 60:22) Jafnframt hefur vinnan við að halda öll þessi mót stigmagnast. Þar sem við söfnumst saman til þess að hafa gagn af andlegu dagskránni sem undirbúin er fyrir þessar veislur er viturlegt að einfalda eins og kostur er þá vinnu og ráðstafanir sem snúa að líkamlegu málunum.

3 Fyrri breytingar til einföldunar: Hin mikla aukning meðal þjóna Jehóva er árangurinn af blessun hans. Jehóva hefur jafnframt gefið fólki sínu visku og skilning til að mæta þeirri áskorun sem þessi mikla aukning er. Við hljótum að fallast á að Jesús Kristur hefur fyrir milligöngu hins trúa og hyggna þjóns stýrt málum af skilvirkni til að láta tilgang Jehóva ná fram að ganga á stórkostlegan hátt. (Matt. 24:45-47; Kól. 1:9, 10) Árið 1978 var í Bandaríkjunum tekin upp einfölduð aðferð við veitingar á mótunum og fylgdu önnur lönd brátt í kjölfarið. Það hefur gert tugþúsundum bræðra og systra, sem áður unnu hörðum höndum í veitingadeildinni, kleift að einbeita sér að andlegu dagskránni. Seinna var dregið úr úrvali veitinga og afgreiðsla þeirra einfölduð enn meir.

4 Reynslan þessi ár hefur leitt í ljós að tiltölulega fátt „er nauðsynlegt“ hvað veitingar snertir. (Samanber Lúkas 10:38-42.) Sé þetta fáa hins vegar margfaldað með fjölda mótsgesta kallar það eftir sem áður á mikið magn birgða og vinnu, svo og tækjabúnað sem þarf að viðhalda, geyma og flytja milli staða. Víða hafa heilbrigðisyfirvöld hert mjög á öllum kröfum varðandi vinnslu matvæla, geymslu þeirra og flutning. Kostnaðurinn og ábyrgðin, sem þessu fylgdi, voru orðin Félaginu verulegt áhyggjuefni. Í ljósi alls þessa er núna tímabært að stíga enn annað skref til einföldunar matarmála á mótunum.

5 Nýtt skref sem stigið verður: Frá og með landsmótinu 1995 verða alls engar veitingar fram bornar á mótum okkar, ekki einu sinni drykkjarvörur. Þetta gildir jafnt um umdæmismótin sem svæðismótin og sérstöku mótsdagana. Hver og einn verður sjálfur að taka með sér sinn eigin mat og drykk.

6 Félagið metur mjög mikils hinn góða stuðning sem bræður og systur hafa „af heilum hug“ veitt mótsskipulaginu á liðnum árum, veitingadeildin þar með talin. (1. Kron. 29:9) Sá stuðningur hefur hjálpað á margan hátt. Hann hefur gert Félaginu kleift að leigja góðar byggingar og standa undir útgjöldum af mótunum. Hann hefur einnig gert mótsgestum mögulegt að dvelja á mótsstaðnum í hádegishléinu til að fá mat þar á þægilegan hátt og vera síðan áfram viðstaddir andlegu dagskrána. Örlætið og stuðningurinn, sem bræður okkar og systur hafa sýnt í að leggja fram frjáls framlög til að standa undir kostnaðinum, mun án efa halda áfram. Með því hafa þau sýnt þakklæti sitt á hagnýtan hátt. — Orðskv. 11:25; Lúk. 16:9.

7 Matarþörfum þínum mætt: Vegna þessara breytinga þurfa einstaklingar og fjölskyldur að taka með sér það sem þeir þurfa sér til viðurværis í hádegishléinu. Við metum mikils hið góða gagn sem við höfum af andlegu dagskránni. Óviturlegt væri að láta líkamlega fæðu skipta óþarflega miklu máli. Það er bráðnauðsynlegt að sérhver „meti þá hluti rétt, sem máli skipta“ í þessu sambandi. (Fil. 1:9, 10a) Nýleg stórmót fólks Jehóva í Póllandi, Rússlandi og Úkraínu, svo og annars staðar, hafa verið haldin með góðum árangri án veitingadeilda. Mótsgestir komu með sitt eigið nesti. Við munum komast að því að ef við tökum aðeins með okkur létt hádegissnarl ýtir það undir að við séum með vakandi huga og höfum fullt gagn af síðdegisdagskránni. Þess vegna ætti hver og einn að taka með sér mat sem er einfaldur og næringarríkur. Þegar Jesús til dæmis mettaði mannfjöldann voru fæðutegundirnar aðeins tvær, brauð og fiskur. (Matt. 14:16-20; sjá einnig Lúkas 10:42a.) Okkur er ánægja að setja fram nokkrar hagnýtar tillögur í þessu efni.

8 Ef við förum tímanlega í háttinn ætti það að gera okkur kleift að fara nógu snemma á fætur til að borða næringarríkan morgunmat og koma síðan nægilega snemma til mótsstaðarins til að njóta samvista við aðra mótsgesti. Hádegishléið verður aðeins styttra en undanfarin ár. Þó gefst nægur tími til að borða nestið sitt og ræða við aðra. Þeir sem búa á Suðvesturlandi og fara heim á kvöldin eiga hægt með að útbúa nesti fyrir alla í fjölskyldunni. Það væri svipað því sem margir taka daglega með sér í vinnu. Þeir sem komnir eru lengra að og snúa því ekki til heimila sinna á hverju kvöldi gætu þurft að gera aðrar ráðstafanir. Ef til vill gæti létt fæði, sem ekki krefst mikils undirbúnings eða sérstakrar meðhöndlunar, hentað þeim, eins og til dæmis létt snarl, ávextir eða grænmeti. Kvöldmaturinn gæti síðan verið aðalmáltíð dagsins og gætu „heimamenn“ þá notið uppbyggjandi félagsskapar með þeim sem komnir eru um langan veg til mótsins.

9 Þar eð mótsstaðurinn verður í rauninni stór ríkissalur meðan á mótinu stendur er viturlegt að forðast að skapa garðveislu-andrúmsloft í hádegishléinu. Og eins og við borðum ekki meðan samkomur standa yfir í ríkissalnum förum við ekki heldur að borða og drekka meðan dagskrá mótsins er í gangi. Stór kælibox, sem komast ekki undir stólana, ætti ekki að taka með inn á mótsstaðinn því að þau geta verið til trafala og fólk hrasað um þau. Ef nauðsyn krefur mætti taka með lítil kælibox og setja þau undir stólana, ekki ofan á þá. Margir munu þó vilja geyma nestið úti í bíl og sækja það í upphafi hádegishlésins þar sem aðstæður í Digranesi bjóða upp á það.

10 Meðhöndlun drykkjarvara á mótsstaðnum krefst sérstakrar varúðar. Taka má með hitabrúsa en glerílát geta verið varasöm og ætti því frekar að nota óbrothætt ílát.

11 Gagnast okkur á fleiri vegu: Sannarlega getum við séð viskuna í þessu breytta fyrirkomulagi. Allir geta gefið því fullan gaum að meðtaka andlega hagnaðinn af mótum okkar sem er hinn raunverulegi tilgangur þeirra. (5. Mós. 31:12) Félagsskapurinn, sem við njótum, svo og dagskráin sjálf veitir okkur þennan hagnað. Í stað þess að yfirgefa mótsstaðinn í hádegishléinu til þess að fá okkur að borða væri sannarlega gagnlegt að taka með sér nesti. Það gerir okkur kleift að njóta félagsskapar bræðra okkar og systra og kemur í veg fyrir að við missum af upphafi síðdegisdagskrárinnar.

12 Við njótum með sanni andlegu krásanna á mótunum okkar þar sem við fáum ný rit, góða fræðslu og hagnýtar ráðleggingar. Það eru þessar blessanir sem allir minnast ásamt því að safnast saman með fólki Guðs. Orðskviðirnir 10:22 segja: „Blessun [Jehóva], hún auðgar, og erfiði mannsins bætir engu við hana.“ Þessu er þannig farið vegna þess að sem fólk Jehóva sækjum við ekki mótin með efnislegar þarfir og þægindi í huga. Við sækjum þau með innilegri og jákvæðri löngun til að hafa á andlegan hátt sem mest gagn af þeim og Jehóva umbunar okkur ríkulega fyrir andann sem við sýnum. — 1. Tím. 6:6-8; Hebr. 11:6.

13 Þessir uppörvandi dagar, sem við njótum á mótum okkar, minna okkur líka á hversu andlega uppskerustarfið hefur gengið vel. (Jóh. 4:35, 36) Upphafsorð 54. kaflans í Jesaja er kvaðning til skipulags Jehóva, sem er eins og eiginkona, að búa sig undir gleðilega aukningu. Frekari vöxtur, aukning og endurnýjaður styrkur er í vændum eins og Jesaja spáði: „Víkka þú út tjald þitt, og lát þá þenja út tjalddúka búðar þinnar, meina þeim það ekki, gjör tjaldstög þín löng og rek fast hælana. Því að þú munt útbreiðast til hægri og vinstri.“ Uppfylling þessa spennandi spádóms hefur leitt af sér hina einstæðu aukningu sannrar tilbeiðslu sem við sjáum núna. — Jes. 54:1-4.

14 Það virðist sannarlega vera skynsamlegt að innleiða þessar breytingar sem núna hafa verið gerðar til einföldunar á mótsskipulaginu til þess að allir geti með minni truflunum notið andlegu dagskrárinnar sem útbúin hefur verið. Við treystum því að Jehóva blessi þetta fyrirkomulag af því að með því má betur meðhöndla frekari vöxt. Með því að einbeita okkur að því sem þörf er á getum við notið ánægjulegs félagsskapar og andlegra góðgerða alla mótsdagana. Það er einlæg bæn okkar að Jehóva blessi allt erfiði okkar er við höldum áfram að safnast saman og nærast af borði hans. — Samanber 5. Mósebók 16:14, 15.

[Rammi á blaðsíðu 4]

Gagnið af veitingalausu mótshaldi

◼ Minna verk fyrir og eftir dagskrána og meðan á henni stendur og því meiri tími til samvista.

◼ Engin mataráhöld sem hreinsa þarf og halda við.

◼ Fleiri geta einbeitt sér að fullu að andlegu dagskránni.

◼ Fleiri sjálfboðaliðar til taks sem aðrar deildir geta notað.

◼ Meiri tími aflögu til annarrar guðræðislegrar starfsemi.

Tillögur um hvað taka skuli með

◼ Léttur, einfaldur og nærandi hádegismatur.

◼ Ávextir og brauðmeti.

◼ Lítil kælibox ef nauðsyn krefur.

◼ Gosdrykkir, ávaxtadrykkir, vatn eða heitir drykkir í óbrothættum ílátum.

Takið EKKI til mótsstaðarins

◼ Áfenga drykki.

◼ Glerílát.

◼ Stór kælibox.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila