Tilkynningar
◼ Rit til að nota í október: Vaknið! og Varðturninn. Leggið ykkur sérstaklega fram við að útbreiða eintök af blöðunum. Bjóða mætti áskrift í endurheimsóknum ef einlægur áhugi kemur í ljós. Nóvember: Bæklingarnir Ber Guð í raun umhyggju fyrir okkur? eða Hver er tilgangur lífsins? Desember: Nýja bókin sem ber heitið Þekking sem leiðir til eilífs lífs, verður boðin og leitast verður sérstaklega við að fara aftur til allra sem þiggja hana með það í huga að hefja með þeim heimabiblíunám. Janúar: Bækurnar Sannur friður og öryggi — Hvernig? og Fjölskyldulíf þitt gert hamingjuríkt. ATHUGIÐ: Söfnuðir, sem vantar ofannefnd rit, ættu að panta þau á næsta mánaðarlega pöntunareyðublaðinu (S(d)-14).
◼ Viðaukinn í þessu tölublaði Ríkisþjónustu okkar er „Námsskrá Guðveldisskólans fyrir árið 1996“ og ætti að halda honum til haga til að geta flett upp í honum allt árið 1996. Mælt er með að halda „Námsskrá Guðveldisskólans fyrir árið 1995“ líka til haga vegna þess að það sem segir þar í leiðbeiningunum á blaðsíðu 3 undir fyrirsögnunum „STÓRIR SÖFNUÐIR“ og „FJARVISTIR“ verður áfram í fullu gildi
◼ Sérstaki mótsdagurinn þjónustuárið 1996 verður haldinn sunnudaginn 5. nóvember 1995 í íþróttahúsinu Digranesi í Kópavogi. Eins og fram kom í greininni um dagskrá sérstaka mótsdagsins í Ríkisþjónustu okkar fyrir ágúst er stef mótsdagsins „Hæfir sem þjónar fagnaðarerindisins“ og er byggt á Síðara Korintubréfi 3:5. Prentuð dagskrá verður ekki send til safnaðanna fyrir mótið heldur fá mótsgestir hana þegar þeir koma til mótsins. Þessi háttur hefur verið hafður á í tengslum við umdæmismót undanfarinna ára og verður núna einnig tekinn upp í tengslum við svæðismót og sérstaka mótsdaga.