Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 10.95 bls. 3-6
  • Námsskrá Guðveldisskólans fyrir árið 1996

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Námsskrá Guðveldisskólans fyrir árið 1996
  • Ríkisþjónusta okkar – 1995
  • Millifyrirsagnir
  • Leiðbeiningar
  • NÁMSSKRÁ
Ríkisþjónusta okkar – 1995
km 10.95 bls. 3-6

Námsskrá Guðveldisskólans fyrir árið 1996

Leiðbeiningar

Guðveldisskólinn verður haldinn samkvæmt eftirfarandi leiðbeiningum árið 1996.

KENNSLURIT: Biblían, Vottar Jehóva — boðendur ríkis Guðs (Jehovah’s Witnesses—Proclaimers of God’s Kingdom) [jv], „Öll Ritningin er innblásin af Guði og gagnleg“ (“All Scripture Is Inspired of God and Beneficial”), útgáfan frá 1990 [si], Rökrætt út af Ritningunni (Reasoning From the Scriptures) [rs], Þekking sem leiðir til eilífs lífs [kl] og Innsýn í Ritninguna (Insight on the Scriptures) 1. bindi [it-1]. Tilvísanir í jv, si, rs og it miðast við ensku útgáfuna.

Skólinn mun hafinn Á RÉTTUM TÍMA með söng og bæn og allir boðnir velkomnir og síðan haldið áfram sem hér segir:

VERKEFNI NR. 1: 15 mínútur. Öldungur eða safnaðarþjónn flytji þessa ræðu og hún mun byggð á bókinni Vottar Jehóva — boðendur ríkis Guðs eða bókinni „Öll Ritningin er innblásin af Guði og gagnleg.“ Þegar þetta verkefni er byggt á Boðendabókinni skal flytja það sem 15 mínútna kennsluræðu án munnlegrar upprifjunar; sé það byggt á bókinni „Öll Ritningin . . .“ skal flytja það sem 10 til 12 mínútna kennsluræðu og síðan fylgja 3 til 5 mínútna munnleg upprifjun þar sem prentuðu spurningarnar í bókinni eru notaðar. Markmiðið skyldi vera að fara ekki aðeins yfir efnið heldur að beina athyglinni að hagnýtu gildi þess og leggja áherslu á það sem kemur söfnuðinum að mestu gagni. Nota skal stefið sem er í námsskránni. Ræðumaðurinn getur bent á teikningar, ljósmyndir og kort í Boðendabókinni og notað þær sem kennslutæki.

Bræðurnir, sem flytja þessa ræðu, skyldu gæta þess vel að fara ekki yfir tímann. Veita má leiðbeiningar einslega sé það nauðsynlegt eða ræðumaðurinn biður um það.

HÖFUÐÞÆTTIR BIBLÍULESEFNISINS: 6 mínútur. Þetta atriði annist öldungur eða safnaðarþjónn sem mun laga efnið á áhrifaríkan hátt að þörfum safnaðarins. Ætti ekki aðeins að vera samantekt lesefnisins. Hafa má 30 til 60 sekúndna heildaryfirlit hinna tilteknu kafla. Markmiðið er þó fyrst og fremst að hjálpa áheyrendum að skilja hvers vegna og hvernig þessar upplýsingar hafa gildi fyrir okkur. Umsjónarmaður skólans mun síðan biðja nemendur að ganga til sinnar skólastofu.

VERKEFNI NR. 2: 5 Mínútur. Þetta er upplestur frá Biblíunni á hinu úthlutaða efni og skal flutt af bróður hvort sem ræðan er haldin í aðalsalnum eða hinum deildunum. Lesverkefnin eru yfirleitt nógu stutt til þess að nemandinn geti í fáum orðum veitt fræðandi upplýsingar og útskýringar í inngangi og niðurlagi ræðunnar. Draga má fram sögulegt baksvið, spádómlega merkingu, tengsl við kennisetningar, frumreglur og heimfærslu þeirra. Lesa skyldi öll versin sem ræðumanni er úthlutað og lesturinn vera órofin. Þegar versin, sem lesa á, eru ekki samliggjandi má nemandinn að sjálfsögðu tilgreina versið þar sem lesturinn heldur áfram.

VERKEFNI NR. 3: 5 mínútur. Fela skyldi systrum þetta verkefni. Efnið er byggt á bókinni Rökrætt út af Ritningunni eða bókinni Þekking sem leiðir til eilífs lífs. Nemandinn ætti að vera læs. Nemandinn má sitja eða standa að vild. Þegar verkefnið er byggt á Rökræðubókinni þarf systirin, sem flytur það, að finna raunhæfa sviðsetningu sem fellur vel að stefinu og efninu, helst einhverja sem tengist boðunarstarfinu eða óformlegum vitnisburði. Þegar verkefnið er byggt á Þekkingarbókinni má sviðsetningin vera endurheimsókn eða heimabiblíunám. Skólahirðirinn mun einkum hafa áhuga á því hvernig nemandinn hjálpar húsráðandanum að rökhugsa og skilja efnið og hvernig ritningarstaðirnir eru heimfærðir. Ekki þarf að lesa upp greinar í bókinni. Umsjónarmaður skólans mun velja nemandanum einn aðstoðarmann en nota má þó fleiri en einn til aðstoðar. Hugsa skal fyrst og fremst um áhrifaríka notkun efnisins en ekki sviðsetninguna.

VERKEFNI NR. 4: 5 mínútur. Bróður eða systur skyldi falið þetta verkefni. Það er byggt á persónu í Biblíunni. Nafn hennar er gefið í námsskránni, svo og stef ræðunnar. Upplýsingar um persónuna má finna í Innsýn í Ritninguna, 1. bindi, undir nafni hennar. Nemandinn ætti að kynna sér ritningarstaðina sem þar er vísað í til þess að frá skýra mynd af biblíupersónunni — atburðum í lífi hennar, persónuleika, eðlisþáttum og viðhorfum. Því næst ætti nemandinn að semja ræðu í kringum stefið og velja viðeigandi ritningarstaði til að nota í henni. Bæta má inn ritningarstöðum sem draga vel fram biblíulegar frumreglur sem tengjast stefinu. Tilgangur ræðunnar er að sýna hvað megi læra af fordæmi biblíupersónunnar, hvort sem það er gott eða slæmt. Trúföst breytni, hugrekki, auðmýkt og ósérplægni eru góð fordæmi til eftirbreytni; ótrúmennska og óæskilegir eðlisþættir eru áhrifarík víti til varnaðar til að snúa kristnum mönnum frá rangri braut. Þegar bróðir flytur ræðuna ætti flutningurinn að miðast áheyrendurna í ríkissalnum. Þegar systir flytur þessa ræðu skal bera fram efnið í samræmi við leiðbeiningarnar við verkefni nr. 3.

LEIÐBEININGAR OG ATHUGASEMDIR: Eftir hverja nemandaræðu mun umsjónarmaður skólans veita hnitmiðaðar leiðbeiningar. Hann þarf ekki að fylgja þeirri niðurröðun sem er á ræðuráðleggingakortinu heldur ætti fremur að einbeita sér að þeim þáttum ræðumennskunnar sem nemandinn þarf að taka framförum í. Ef nemandinn á ekkert annað skilið en „G“ fyrir frammistöðu sína og hvergi á kortinu stendur eftir „F“ eða „Æ“ þá ætti leiðbeinandinn að setja hring um það efni sem nemandinn skyldi vinna að fyrir næstu ræðu. Hringinn skal setja um reitinn sem „G,“ „F“ eða „Æ“ er venjulega merkt í. Leiðbeinandinn skýrir nemandanum frá því þetta sama kvöld og merkir það líka á verkefnablaðið (S-89) sem nemandinn fær fyrir næstu ræðu. Þeir sem flytja ræður ættu að sitja framarlega í salnum. Það sparar tíma og gerir umsjónarmanni skólans kleift að beina leiðbeiningum sínum beint til hvers nemanda. Eftir að leiðbeinandinn hefur gefið nauðsynlegar leiðbeiningar getur hann, eins og tíminn leyfir, gefið athugasemdir um fræðandi og hagnýt atriði sem nemendurnir tóku ekki fram. Umsjónarmaðurinn skyldi gæta þess að nota ekki meira en tvær mínútur til leiðbeininga og athugasemda eftir hverja nemandaræðu. Ef framsetningin á höfuðþáttum biblíulesefnisins var ekki sem skyldi mætti veita leiðbeiningar einslega.

UNDIRBÚNINGUR RÆÐU: Áður en nemandi hefst handa við að semja ræðu sína ætti hann að lesa vandlega það efni í Handbók Guðveldisskólans sem fjallar um þann þátt ræðumennskunnar sem hann á að vinna að. Nemendur, sem er úthlutuð verkefni nr. 2, mega velja stef sem fellur vel að þeim hluta Biblíunnar sem á að lesa. Aðrar ræður skulu samdar í samræmi við stefið sem sýnt er í prentuðu námsskránni.

TÍMAVARSLA: Engin ræða skyldi fara yfir tímann og ekki heldur leiðbeiningar og athugasemdir leiðbeinandans. Ræður nr. 2, 3 og 4 skyldu kurteislega stöðvaðar þegar tíminn er liðinn. Sá sem fengið hefur það hlutverk að gefa stöðvunarmerki ætti að gefa merki um leið og tíminn er útrunninn. Þegar bræður, sem flytja kennsluræður eða höfuðþætti biblíulesefnisins, fara yfir tímann skal veita þeim ráðleggingar einslega. Allir ættu að gæta vel að ræðutíma sínum. Dagskrá skólans í heild tekur 45 mínútur að frátöldum söng og bæn.

SKRIFLEG UPPRIFJUN: Með reglulegu millibili mun fara fram skrifleg upprifjun. Undirbúið ykkur með því að rifja upp hið úthlutaða efni og ljúka við að lesa það sem sett var fyrir í Biblíunni. Við upprifjunina, sem tekur 25 mínútur, má aðeins nota Biblíuna. Það sem eftir er af tímanum mun notað til að ræða um spurningarnar og svörin við þeim. Hver nemandi mun athuga sitt eigið blað. Umsjónarmaður skólans mun athuga með áheyrendunum svörin við upprifjunarspurningunum og fjalla aðallega um þyngri spurningarnar, hjálpa öllum að skilja svörin greinilega. Skriflegri upprifjun samkvæmt námsskránni má fresta um viku gerist þess þörf af staðbundnum ástæðum.

NÁMSSKRÁ

1. jan Biblíulestur: Jeremía 13 til 15

Söngur nr. 26

Nr. 1: Hegðun sem aðgreinir okkur frá heiminum (jv bls. 178 gr. 4–bls. 183 gr. 1)

Nr. 2: Jeremía 14:10-22

Nr. 3: Jesús fór ekki til himna í jarðnekum líkama (rs bls. 333 gr. 3–bls. 334 gr. 3)

Nr. 4: Aron—Stef: Höldum áfram trúföst þrátt fyrir mannlegan veikleika

8. jan. Biblíulestur: Jeremía 16 til 19

Söngur nr. 30

Nr. 1: Virðing fyrir lífinu og siðferðilegur hreinleiki skipulagsins (jv bls. 183 gr. 2–bls. 187)

Nr. 2: Jeremía 18:1-17

Nr. 3: Hvers vegna Jesús birtist í efnislíkama (rs bls. 334 gr. 4–bls. 335 gr. 2)

Nr. 4: Abed-Negó—Stef: Unglingar — heiðrið Jehóva með hollustu ykkar

15. jan. Biblíulestur: Jeremía 20 til 22

Söngur nr. 33

Nr. 1: Sannkristnir menn eru ekki af heiminum (jv bls. 188-bls. 192 gr. 2)

Nr. 2: Jeremía 20:1-13

Nr. 3: Þeir sem reistir verða upp til að ríkja með Kristi verða honum líkir (rs bls. 335 gr. 4–bls. 336 gr. 2)

Nr. 4: Abel—Stef: Iðkum trú sem þóknast Guði

22. jan. Biblíulestur: Jeremía 23 til 25

Söngur nr. 61

Nr. 1: Hollusta við Guð og kristið hlutleysi (jv bls. 192 gr. 3–bls. 195 gr. 4)

Nr. 2: Jeremía 23:16-32

Nr. 3: Það sem upprisan mun þýða fyrir mannkynið almennt (rs bls. 336 gr. 3–bls. 337 gr. 3)

Nr. 4: Abjatar—Stef: Ótrúmennska getur gert að engu áralanga, trúfasta þjónustu

29. jan Biblíulestur: Jeremía 26 til 28

Söngur nr. 88

Nr. 1: Veraldlegir siðir sem ögra trúfesti kristins manns (jv bls. 196 gr. 1–bls. 201)

Nr. 2: Jeremía 26:1-16

Nr. 3: Hvers vegna upprisnir menn verða ekki fordæmdir fyrir fyrri gerðir sínar (rs bls. 338 gr. 1)

Nr. 4: Abígail—Stef: Sýnum eiginleika sem heiðra Jehóva

5. feb. Biblíulestur: Jeremía 29 til 31

Söngur nr. 98

Nr. 1: Framvindan á fyrstu árum nútímaskipulagsins (jv bls. 204-bls. 209 gr. 1)

Nr. 2: Jeremía 31:27-40

Nr. 3: Hvernig „aðrir dauðir“ lifna á jörðinni (rs bls. 338 gr. 2–bls. 339 gr. 2)

Nr. 4: Abíhú—Stef: Þótt menn séu þekktir og vinsælir afsakar það ekki óhlýðni

12. feb. Biblíulestur: Jeremía 32 og 33

Söngur nr. 4

Nr. 1: Komið á skipulagi til að prédika fagnaðarerindið (jv bls. 209 gr. 2–bls. 217 gr. 1)

Nr. 2: Jeremía 33:1-3, 14-26

Nr. 3: Þeir sem eiga hlut í fyrri upprisunni (rs bls. 339 gr. 3–bls. 340 gr. 3)

Nr. 4: Abísaí—Stef: Sýnum hollustu þeim sem með forystuna fara

19. feb. Biblíulestur: Jeremía 34 til 37

Söngur nr. 91

Nr. 1: Guðræðislegt skipulag og gagnið af því (jv bls. 217 gr. 2–bls. 221 gr. 4)

Nr. 2: Jeremía 35:1-11, 17-19

Nr. 3: Atburðirnir, sem tengjast nærveru Krists, eiga sér stað á nokkru árabili (rs bls. 341 gr. 1, 2)

Nr. 4: Abner—Stef: Menn, sem grípa sífellt til sverðs, falla fyrir sverði

26. feb. Biblíulestur: Jeremía 38 til 41

Söngur nr. 62

Nr. 1: Farandumsjónarmenn styrkja söfnuðina (jv bls. 222 gr. 1–bls. 227 gr. 4)

Nr. 2: Jeremía 38:1-13

Nr. 3: Endurkoma Krists er ósýnileg (rs bls. 341 gr. 3–bls. 342 gr. 2)

Nr. 4: Abraham—Stef: Líf hans og yndi var að gera vilja Guðs

4. mars Biblíulestur: Jeremía 42 til 45

Söngur nr. 41

Nr. 1: Guðræðisleg skipan og þjálfun handa umsjónarmönnum (jv bls. 227 gr. 5–bls. 232 gr. 3)

Nr. 2: Jeremía 43:1-13

Nr. 3: Hvernig komu Jesú er háttað og hvernig hvert auga mun sjá hann (rs bls. 342 gr. 4–bls. 343 gr. 5)

Nr. 4: Absalon—Stef: Metorðagirnd leiðir til ógæfu

11. mars Biblíulestur: Jeremía 46 til 48

Söngur nr. 8

Nr. 1: Sett í hærri gír til að ráða við stóraukinn vöxt (jv bls. 233 gr. 1–bls. 235)

Nr. 2: Jeremía 48:1-15

Nr. 3: Atburðir sem tengjast nærveru Krists (rs bls. 344 gr. 1-5)

Nr. 4: Akan—Stef: Það hefur hörmulegar afleiðingar að ræna Guð

18. mars Biblíulestur: Jeremía 49 og 50

Söngur nr. 36

Nr. 1: Samkomur sem mæta andlegri þörf (jv p. 236-bls. 241 gr. 1)

Nr. 2: Jeremía 49:1-11, 15-18

Nr. 3: Ekki er krafist af kristnum mönnum að þeir haldi hvíldardag (rs bls. 345 gr. 2–bls. 346 gr. 3)

Nr. 4: Adam—Stef: Hvers vegna við verðum alltaf að láta Guð koma fyrst í lífi okkar

25. mars Biblíulestur: Jeremía 51 og 52

Söngur nr. 39

Nr. 1: Jeremíabók—hvers vegna gagnleg (si bls. 129 gr. 36-39)

Nr. 2: Jeremía 51:41-57

Nr. 3: Ekkert er í Biblíunni um að Adam hafi haldið hvíldardag (rs bls. 346 gr. 4–bls. 347 gr. 2)

Nr. 4: Akab konungur—Stef: Hinum illu getur ekki verið neinn friður búinn

1. apríl Biblíulestur: Harmljóðin 1 og 2

Söngur nr. 12

Nr. 1: Kynning á Harmljóðunum (si bls. 130-1 gr. 1-7)

Nr. 2: Harmljóðin 2:13-22

Nr. 3: Jesús skipti ekki Móselögunum upp í tvo hluta, annan um „viðhafnarreglur“ og hinn um „siðferði“ (rs bls. 347 gr. 3–bls. 348 gr. 1)

Nr. 4: Akas konungur—Stef: Skurðgoðadýrkun færir vanþóknun Guðs

8. apríl Biblíulestur: Harmljóðin 3 til 5

Söngur nr. 21

Nr. 1: Harmljóðin — hvers vegna gagnleg (si bls. 132 gr. 13-15)

Nr. 2: Harmljóðin 5:1-22

Nr. 3: Boðorðin tíu liðu undir lok með Móselögmálinu (rs bls. 348 gr. 2-3)

Nr. 4: Akítófel—Stef: Jehóva ónýtir ráðabrugg svikara

15. apríl Biblíulestur: Esekíel 1 til 4

Söngur nr. 2

Nr. 1: Kynning á Esekíelsbók (si bls. 132-3 gr. 1-6)

Nr. 2: Esekíel 3:16-27

Nr. 3: Hvers vegna siðferðishömlur voru ekki afnumdar þegar boðorðin tíu liðu undir lok (rs bls. 349 gr. 1, 2)

Nr. 4: Amnon—Stef: Eigingjörn ást til að svala kynnautn sinni er skaðvænleg

22. apríl Biblíulestur: Esekíel 5 til 8

Söngur nr. 107

Nr. 1: Minningarhátíð um dauða Drottins (jv bls. 242 gr. 1–bls. 243 gr. 3)

Nr. 2: Esekíel 5:1-15

Nr. 3: Þýðing hvíldardagsins fyrir kristna menn (rs bls. 349 gr. 3–bls. 351 gr. 2)

Nr. 4: Akvílas—Stef: Prédikum af kostgæfni og verum gestrisin

29. apríl Skrifleg upprifjun. Ljúkið lestri Jeremía 13 til Esekíels 8

Söngur nr. 56

6. maí Biblíulestur: Esekíel 9 til 11

Söngur nr. 73

Nr. 1: Hinum ungu veitt athygli og allir hvattir til að prédika (jv bls. 244 gr. 1–bls. 248 gr. 3)

Nr. 2: Esekíel 9:1-11

Nr. 3: Guð vill að þú öðlist hamingjuríka framtíð (kl bls. 6-7 ­gr. 1-5)

Nr. 4: Asa konungur—Stef: Sýnum sannri tilbeiðslu brennandi áhuga

13. maí Biblíulestur: Esekíel 12 til 14

Söngur nr. 119

Nr. 1: Samkomur þar sem allir geta séð og heyrt (jv bls. 248 gr. 4–bls. 253)

Nr. 2: Esekíel 14:1-14

Nr. 3: Eilíft líf í paradís er ekki aðeins draumsýn (kl bls. 7-9 gr. 6-10)

Nr. 4: Atalía drottning—Stef: Vörumst þau áhrif sem Jessabel hefur

20. maí Biblíulestur: Esekíel 15 og 16

Söngur nr. 19

Nr. 1: Mót sýna bræðralag okkar (jv bls. 254-bls. 260 gr. 2)

Nr. 2: Esekíel 16:46-63

Nr. 3: Hvernig lífið verður í paradís (kl bls. 9-10 gr. 11-16)

Nr. 4: Bíleam—Stef: Ágirnd getur blindað okkur fyrir rangri braut

27. maí Biblíulestur: Esekíel 17 til 19

Söngur nr. 7

Nr. 1: Áfangar á andlegri þroskabraut (jv bls. 260 gr. 3–bls. 264 gr. 5)

Nr. 2: Esekíel 18:21-32

Nr. 3: Hvers vegna þekkingin á Guði er lífsnauðsynleg (kl bls. 10-11 ­gr. 17-19)

Nr. 4: Barnabas—Stef: Verum hjartahlý og örlát í þjónustu okkar

3. júní Biblíulestur: Esekíel 20 og 21

Söngur nr. 100

Nr. 1: Mót blása krafti í boðunarstarfið (jv bls. 265 gr. 1–bls. 268 gr. 3)

Nr. 2: Esekíel 21:18-32

Nr. 3: Bókin sem opinberar þekkinguna á Guði (kl bls. 12-13 gr. 1-6)

Nr. 4: Barúk (ritari Jeremía)—Stef: Þjónum Jehóva ósíngjörn

10. júní Biblíulestur: Esekíel 22 og 23

Söngur nr. 3

Nr. 1: Minnisverð mót fólks Jehóva (jv bls. 269 gr. 1–bls. 275 gr. 2)

Nr. 2: Esekíel 22:17-31

Nr. 3: Það sem Biblían opinberar um Guð (kl bls. 14-15 ­gr. 7-9)

Nr. 4: Batseba—Stef: Iðrunarfullir misgerðarmenn geta öðlast velþóknun Guðs

17. júní Biblíulestur: Esekíel 24 til 26

Söngur nr. 20

Nr. 1: Mót skipulögð til að lofa Jehóva um allan heim (jv bls. 275 gr. 3–bls. 282)

Nr. 2: Esekíel 26:1-14

Nr. 3: Hvers vegna þú getur treyst Biblíunni (kl bls. 15-16 gr. 10-13)

Nr. 4: Belsasar—Stef: Lærum auðmýkt og forðumst ógæfu

24. júní Biblíulestur: Esekíel 27 til 29

Söngur nr. 92

Nr. 1: Leitum fyrst ríkis Guðs (jv bls. 283-bls. 287 gr. 1)

Nr. 2: Esekíel 29:1-16

Nr. 3: Biblían er nákvæm og áreiðanleg (kl bls. 17 gr. 14, 15)

Nr. 4: Bóas—Stef: Verum siðferðislega hrein og öxlum ábyrgð sem fólk Guðs

1. júlí Biblíulestur: Esekíel 30 til 32

Söngur nr. 44

Nr. 1: Að treysta Jehóva af öllu hjarta (jv bls. 287 gr. 2–bls. 292 gr. 4)

Nr. 2: Esekíel 31:1-14

Nr. 3: Biblían er bók spádóma (kl bls. 17-18 gr. 16-18)

Nr. 4: Kain—Stef: Hvernig við tökum leiðsögn segir mikið um okkur

8. júlí Biblíulestur: Esekíel 33 og 34

Söngur nr. 15

Nr. 1: Kærleikur hvetur þá til að þjóna Guði (jv bls. 292 gr. 5–bls. 298 gr. 1)

Nr. 2: Esekíel 34:17-30

Nr. 3: Biblíuspádómar um Jesú (kl bls. 19-21 gr. 19, 20)

Nr. 4: Kaleb (Jefúnneson)—Stef: Jehóva gerir þá öfluga sem fylgja honum að fullu

15. júlí Biblíulestur: Esekíel 35 til 37

Söngur nr. 109

Nr. 1: Gerast brautryðjendur og grípa tækifærin til að vitna (jv bls. 299 gr. 1–bls. 303)

Nr. 2: Esekíel 35:1-15

Nr. 3: Sækstu eftir þekkingunni á Guði (kl bls. 21-2 gr. 21-3)

Nr. 4: Kornelíus—Stef: Jehóva fer ekki í manngreinarálit

22. júlí Biblíulestur: Esekíel 38 og 39

Söngur nr. 18

Nr. 1: Vaxið í sameiningu að kærleika (jv bls. 304-bls. 307 gr. 1)

Nr. 2: Esekíel 38:1-4, 10-12, 18-23

Nr. 3: Hinn sanni Guð og nafn hans (kl bls. 23-4 gr. 1-5)

Nr. 4: Kýrus—Stef: Orð Guðs rætist alltaf

29. júlí Biblíulestur: Esekíel 40 til 44

Söngur nr. 5

Nr. 1: Bróðurkærleikur til stríðsfórnarlamba (jv bls. 307 gr. 2–bls. 310 gr. 2)

Nr. 2: Esekíel 40:1-15

Nr. 3: Hvers vegna þú ættir að nota nafn Guðs (kl bls. 24-5 gr. 6-8)

Nr. 4: Daníel (spámaður Guðs)—Stef: Jehóva blessar þá sem helga sig honum af allri sálu

5. ágúst Biblíulestur: Esekíel 45 til 48

Söngur nr. 1

Nr. 1: Esekíelsbók — hvers vegna gagnleg (si bls. 137 gr. 29-33)

Nr. 2: Esekíel 47:1-12

Nr. 3: Hvernig Jehóva miklaði nafn sitt (kl bls. 25-7 ­gr. 9-13)

Nr. 4: Davíð—Stef: Börn og unglingar, búið ykkur núna undir að þjóna Jehóva af hugrekki

12. ágúst Biblíulestur: Daníel 1 og 2

Söngur nr. 13

Nr. 1: Kynning á Daníelsbók (si bls. 138-9 gr. 1-6)

Nr. 2: Daníel 2:31-45

Nr. 3: Eiginleikar hins sanna Guðs (kl bls. 27-8 gr. 14-16)

Nr. 4: Debóra (spákonan)—Stef: Trúfastar konur lofa Jehóva

19. ágúst Biblíulestur: Daníel 3 og 4

Söngur nr. 72

Nr. 1: Kristinn kærleikur þegar náttúruhamfarir skella á (jv bls. 310 gr. 3–bls. 315 gr. 2)

Nr. 2: Daníel 3:16-30

Nr. 3: Jehóva Guð er miskunnsamur og líknsamur (kl bls. 28-9 ­gr. 17-19)

Nr. 4: Dína—Stef: Slæmur félagsskapur getur leitt til harmleiks

26. ágúst Skrifleg upprifjun. Ljúkið lestri Esekíels 9 til Daníels 4

Söngur nr. 24

2. sept. Biblíulestur: Daníel 5 og 6

Söngur nr. 11

Nr. 1: Sameinað bræðralag frammi fyrir ofsóknum (jv bls. 315 gr. 3–bls. 317)

Nr. 2: Daníel 6:4-11, 16, 19-23

Nr. 3: Jehóva er seinn til reiði, óhlutdrægur og réttlátur (kl bls. 30 gr. 20, 21)

Nr. 4: Dóeg—Stef: Gætum okkar á þeim sem elska það sem illt er

9. sept. Biblíulestur: Daníel 7 og 8

Söngur nr. 16

Nr. 1: Byggt í sameiningu um allan hnöttinn (jv bls. 318 gr. 1–bls. 325 gr. 5)

Nr. 2: Daníel 7:2-14

Nr. 3: Jehóva er einn (kl bls. 30-1 gr. 22, 23)

Nr. 4: Dorkas—Stef: Sannir kristnir menn eru ríkir af góðum verkum

16. sept. Biblíulestur: Daníel 9 og 10

Söngur nr. 80

Nr. 1: Byggingarstarfið betrumbætt og aukið (jv bls. 325 gr. 6–bls. 333 gr. 3)

Nr. 2: Daníel 9:20-27

Nr. 3: Jesús Kristur er lykillinn að þekkingunni á Guði (kl bls. 32-3 gr. 1-3)

Nr. 4: Ebed-Melek—Stef: Verum óttalaus og heiðrum þjóna Jehóva

23. sept. Biblíulestur: Daníel 11 og 12

Söngur nr. 84

Nr. 1: Daníelsbók — hvers vegna gagnleg (si bls. 141-2 gr. 19-23)

Nr. 2: Daníel 12:1-13

Nr. 3: Hinn fyrirheitni Messías (kl bls. 33 gr. 4, 5)

Nr. 4: Ehúð (sonur Gera)—Stef: Jehóva frelsar fólk sitt

30. sept. Biblíulestur: Hósea 1 til 5

Söngur nr. 32

Nr. 1: Kynning á Hóseabók (si bls. 143-4 gr. 1-8)

Nr. 2: Hósea 5:1-15

Nr. 3: Ættleggur Jesú auðkennir hann sem Messías (kl bls. 34 gr. 6)

Nr. 4: Eleasar (sonur Aarons)—Stef: Þjónum Jehóva staðföst

7. okt. Biblíulestur: Hósea 6 til 10

Söngur nr. 27

Nr. 1: Hröð aukning hringinn í kringum hnöttinn (jv bls. 333 gr. 4–bls. 339)

Nr. 2: Hósea 8:1-14

Nr. 3: Uppfylltir spádómar sýna að Jesús er Messías (kl bls. 34-6 gr. 7, 8)

Nr. 4: Elí (æðsti prestur)—Stef: Eftirlátssemi vanheiðrar Guð

14. okt. Biblíulestur: Hósea 11 til 14

Söngur nr. 10

Nr. 1: Hóseabók — hvers vegna gagnleg (si bls. 145 gr. 14-17)

Nr. 2: Hósea 11:1-12

Nr. 3: Frekari sannanir um að Jesús var Messías (kl bls. 36 gr. 9)

Nr. 4: Elíhú (Barakelsson)—Stef: Sannir vinir segja sannleikann

21. okt. Biblíulestur: Jóel 1 til 3

Söngur nr. 42

Nr. 1: Kynning á Jóelsbók og hvers vegna gangleg (si bls. 146-8 gr. 1-5, 12-14)

Nr. 2: Jóel 2:1-11; 3:1-5

Nr. 3: Jehóva ber vitni um son sinn (kl bls. 38 ­gr. 10, 11)

Nr. 4: Elía (spámaðurinn)—Stef: Vanmetum aldrei mátt bænarinnar

28. okt. Biblíulestur: Amos 1 til 5

Söngur nr. 76

Nr. 1: Kynning á Amosbók (si bls. 148-9 gr. 1-6)

Nr. 2: Amos 3:1-15

Nr. 3: Tilvera Jesú áður er hann varð maður (kl bls. 39 gr. 12-14)

Nr. 4: Elífas (Temaníti)—Stef: Jehóva hatar lygna tungu

4. nóv. Biblíulestur: Amos 6 til 9

Söngur nr. 6

Nr. 1: Amosbók — hvers vegna gagnleg (si bls. 150 gr. 13-17)

Nr. 2: Amos 8:1-14

Nr. 3: Líf Jesú á jörðinni (kl bls. 40-1 gr. 15-17)

Nr. 4: Elísa—Stef: Berum djúpa virðingu fyrir þjónum Jehóva

11. nóv. Biblíulestur: Óbadía til Jónas 4

Söngur nr. 9

Nr. 1: Kynning á bókum Óbadía og Jónasar og hvers vegna gagnlegar (si bls. 151-3 gr. 1-5, 10-14; bls. 153-5 ­gr. 1-4, 9-12)

Nr. 2: Jónas 3:10; 4:1-11

Nr. 3: Jesús er lifandi og ríkir sem konungur (kl pp.41-2 gr. 18-20)

Nr. 4: Elísabet—Stef: Verum guðhrædd og vammlaus

18. nóv. Biblíulestur: Míka 1 til 4

Söngur nr. 14

Nr. 1: Kynning á Míka (si bls. 155-6 gr. 1-8)

Nr. 2: Míka 4:1-12

Nr. 3: Tilbeiðsla sem Guð viðurkennir (kl bls. 43-5 gr. 1-5)

Nr. 4: Enok (Jaredson)—Stef: Göngum með Guði

25. nóv. Biblíulestur: Míka 5 til 7

Söngur nr. 29

Nr. 1: Bók Míka — hvers vegna gagnleg (si bls. 157-8 gr. 16-19)

Nr. 2: Míka 6:1-16

Nr. 3: Að gera vilja Guðs (kl bls. 46-7 gr. 6-10)

Nr. 4: Epafras—Stef: Biddu fyrir bræðrum þínum og gerðu þeim gott

2. des. Biblíulestur: Nahúm 1 til 3

Söngur nr. 48

Nr. 1: Kynning á Nahúmsbók og hvers vegna gagnleg (si bls. 158-60 gr. 1-7, 11, 12)

Nr. 2: Nahúm 1:2-14

Nr. 3: Guð tilbeðinn eins og hann vill (kl bls. 48 gr. 11-13)

Nr. 4: Epafrodítus—Stef: Virðum trúverðuga menn

9. des. Biblíulestur: Habakkuk 1 til 3

Söngur nr. 22

Nr. 1: Kynning á Habakkuksbók og hvers vegna gagnleg (si bls. 161-3 gr. 1-5, 12-14)

Nr. 2: Habakkuk 1:12–2:8

Nr. 3: Varastu að miðbjóða Guði (kl bls. 49-50 gr. 14-17)

Nr. 4: Esaú—Stef: Ákvarðanir okkar sýna hvort við metum það sem heilagt er

16. des. Biblíulestur: Sefanía 1 til 3

Söngur nr. 28

Nr. 1: Kynning á Sefaníabók og hvers vegna gagnleg (si bls. 163-6 gr. 1-6, 10-12)

Nr. 2: Sefanía 1:7-18

Nr. 3: Fylgdu háum stöðlum Guðs (kl bls. 50-1 gr. 18, 19)

Nr. 4: Ester—Stef: Hvernig sönn fegurð birtist

23. des. Biblíulestur: Haggaí 1 og 2

Söngur nr. 64

Nr. 1: Kynning á bók Haggaí og hvers vegna gagnleg (si bls. 166-8 gr. 1-7, 13-16)

Nr. 2: Haggaí 2:6-19

Nr. 3: Gefðu Jehóva tilbeiðslu af allri sálu (kl bls. 51-2 ­gr. 20-2)

Nr. 4: Evnike—Stef: Fyrirmynd fyrir kristnar mæður

30. des. Skrifleg upprifjun. Ljúkið lestri Daníels 5 til Haggaí 2

Söngur nr. 106

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila