Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 12.95 bls. 1
  • Lofum Jehóva daglega

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Lofum Jehóva daglega
  • Ríkisþjónusta okkar – 1995
  • Svipað efni
  • Unglingar, lofið Jehóva
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2005
  • Lofum Jehóva dag hvern
    Ríkisþjónusta okkar – 2009
  • Þú getur vitnað óformlega
    Ríkisþjónusta okkar – 2010
  • Frá landsmótinu berst skilmerkilegt kall! — Lofum Jehóva glöð frá degi til dags!
    Ríkisþjónusta okkar – 1995
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 1995
km 12.95 bls. 1

Lofum Jehóva daglega

1 Guð okkar, Jehóva, er stórkostlegur og kærleiksríkur skapari, uppspretta alls lífs og allrar hamingju. Í ljósi mikilleika síns verðskuldar hann sannarlega að öll sköpun hans lofi hann. Við viljum hvert og eitt segja eins og sálmaritarinn: „Ég vil . . . auka enn á allan lofstír þinn. Munnur minn skal segja frá réttlæti þínu, frá hjálpsemdum þínum allan daginn.“ (Sálmur 71:14, 15) Til að gera þetta verðum við að leita leiða til að lofa Jehóva dag eftir dag og finna hjá okkur hvöt til að tala vel um hann, réttlæti hans og hjálpræðisráðstöfun.

2 Frumkristnir menn gáfu gott fordæmi í að lofa Jehóva. Í Postulasögunni 2:46, 47 lesum við um þær 3000 sem létu skírast á hvítasunnunni: „Daglega komu þeir saman með einum huga í helgidóminum, . . . lofuðu Guð og höfðu vinsældir af öllum. En [Jehóva] bætti daglega við í hópinn þeim, er frelsast létu.“ Þeir lærðu dásamleg sannindi um Jehóva og Messías hans. Gleði þeirra var smitandi, hvatti aðra til að hlusta og læra og að lofa Jehóva.

3 Tækifæri gefast dag hvern: Nú á tímum finna margir að þeir geta lofað Jehóva daglega með óformlegum vitnisburði. Undirbúningur hjálpar þeim að ná betri árangri. Systir, sem hafði ásett sér að eiga þátt í óformlegum vitnisburði, lenti í því að brotist var inn í bílinn hennar og tvær rúður brotnar. Hún hringdi í viðgerðarverkstæði og bjó sig síðan undir að vitna fyrir bifvélavirkjanum. Undirbúningur hennar fólst meðal annars í bæn til Jehóva. Svo fór að hún vitnaði fyrir viðgerðarmanninum í klukkustund og hann þáði af henni Lifað að eilífu bók.

4 Önnur kona hitti nágrannakonu sína reglulega þegar þær voru úti að ganga með hundana sína. Í einni slíkri ferð ræddu þær alvarlega saman um vandamál lífsins og það leiddi til fleiri samræðna. Með tímanum var stofnað biblíunám. Það er athyglisvert að nágrannakonan viðurkenndi seinna að hún hefði ekki hlustað á votta Jehóva ef þeir hefðu bankað upp á hjá henni vegna þess að hún trúði hvorki á Guð né Biblíuna.

5 Sumum reynist mögulegt að gefa vitnisburð þegar sölumenn eða aðrir koma í heimsókn. Sölumaður líftrygginga heimsótti systur á Írlandi. Hún sagðist eiga von á því að lifa að eilífu. Sá möguleiki hafði aldrei hvarflað að þessum manni sem var alinn upp í rómversk-kaþólskri trú. Hann þáði Lifað að eilífu bókina, kom á samkomu strax í næstu viku og féllst á að hafa biblíunám. Núna er þessi sölumaður skírður bróðir.

6 Við ættum öll að vera vakandi fyrir tækifærum til að lofa Jehóva daglega. Gagnlegt er að láta nokkur blöð eða smárit liggja á sýnilegum stað svo að auðvelt sé að bjóða þau þeim sem líta inn. Á sumum svæðum getur boðberinn sest nokkra stund á bekk í almenningsgarði og gefist allmörg tækifæri til að vitna fyrir fólki sem tyllir sér þar niður til hvíldar í fáeinar mínútur. Sumir vottar á skólaaldri láta biblíurit liggja á skólaborðinu sínu sem leið til að koma af stað samræðum við einhvern sem tekur eftir þeim og spyr spurninga. Hafðu í huga einn eða tvo ritningarstaði sem þú getur notað. Biddu Jehóva að hjálpa þér. Þú munt fá blessun fyrir að gera það. — 1. Jóh. 5:14.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila