Þjónustusamkomur fyrir desember
Vikan sem hefst 4. desember
Söngur 22
10 mín: Staðbundnar tilkynningar og valdar tilkynningar úr Ríkisþjónustu okkar.
15 mín: „Lofum Jehóva daglega.“ Spurningar og svör. Látið lesa tölugreinarnar. Látið einn eða tvo boðbera segja uppörvandi frásagnir af því hvernig þeim hefur gengið að bera óformlega vitni um Guðsríki.
20 mín: „Komum undirbúin á safnaðarsamkomur og höfum ánægju af þeim.“ Ræða og umræður. Bjóðið einum eða tveimur boðberum að segja frá því sem þeir gera sem hjálpar þeim að hafa ánægju og fullt gagn af samkomunum.
Söngur 62 og lokabæn.
Vikan sem hefst 11. desember
Söngur 26
10 mín: Staðbundnar tilkynningar og reikningshaldsskýrslan. Rifjið stuttlega upp nokkrar ástæður fyrir því að við skyldum ráðgera að taka fullan og virkan þátt í boðunarstarfinu á akrinum. Hvers vegna ekki að reyna að vera úti í boðunarstarfinu í tvær klukkustundir eða lengur ef mögulegt er í stað þess að takmarka það við um það bil eina klukkustund? Til þess að ná því takmarki þurfum við yfirleitt að taka fyrirfram saman lista yfir endurheimsóknir og leitast við að starfa með þeim sem ætla sér að vera úti í starfinu í tvær klukkustundir eða lengur.
15 mín: Staðbundnar þarfir, eða ræða byggð á greininni „Sú umbun sem þrautseigja færir,“ í Varðturninum frá 1. ágúst 1995 (á ensku), blaðsíðu 25-9.
20 mín: „Búum okkur undir að bjóða bókina Þekking sem leiðir til eilífs lífs.“ Mælið af eldmóði með því að bjóða öllum bókina en þó sér í lagi þeim sem hafa áður sýnt einhvern áhuga á boðskapnum. Lítið yfir kynningarorðin sem stungið er upp á og hafið eina eða tvær sýnikennslur um notkun þeirra. Boðberinn útskýrir á viðeigandi hátt hvernig húsráðandinn geti lagt eitthvað fram til alþjóðastarfsins.
Söngur 36 og lokabæn.
Vikan sem hefst 18. desember
Söngur 11
10 mín: Staðbundnar tilkynningar. Komið með nokkrar tillögur um hvernig megi svara hátíðarkveðjum manna á nærgætinn hátt. Tilkynnið hvaða sérstakar ráðstafanir hafa verið gerðar til boðunarstarfs yfir helgidaganna.
15 mín: „Láttu framför þína vera augljósa.“ Spurningar og svör.
20 mín: „Förum aftur til þeirra sem sýndu áhuga.“ Farið yfir kynningarorðin sem stungið er upp á og hafið tvær stuttar sýnikennslur. Hvetjið alla til að fara í endurheimsóknir með það markmið í huga að hefja biblíunám með fólki í Þekkingarbókinni.
Söngur 9 og lokabæn.
Vikan sem hefst 25. desember
Söngur 3
5 mín: Staðbundnar tilkynningar. Tilkynnið um sérstakar ráðstafanir til boðunarstarfsins síðdegis á nýjársdag.
15 mín: „Framlög til alþjóðastarfsins — Matteus 24:14.“ Jákvæð og hvetjandi ræða umsjónarmanns í forsæti með einhverri þátttöku áheyrenda. Útskýrið í hvað fjármunirnir fara sem lagðir eru í framlagabaukinn sem merktur er „Framlög til alþjóðastarfs Félagsins — Matteus 24:14“ og muninn á honum og hinum baukunum í salnum. Leggið áherslu á að gera sér það að fastri venju að leggja eitthvað til hliðar til styrktar starfinu, hugsa ekki einungis um þarfir eigin safnaðar heldur líka alþjóðastarfsins og að hafa í huga að margt smátt gerir eitt stórt. Takið, eftir því sem tíminn leyfir, með nokkrar athugasemdir frá Varðturninum frá 1. maí 1995, blaðsíðu 14-17, og frá Varðturninum (á ensku) 1. desember 1993, blaðsíðu 28-31.
25 mín: „Látum ljós okkar sífellt skína.“ Byggið stutt inngangsorð á tölugrein 1-5. Fara skal yfir tölugreinar 6-16 með spurningum og svörum. Lesið tölugreinar 6-9, 15 og 16. Notið tölugreinar 17-19 fyrir niðurlagsorð. Starfshirðir annist þetta atriði ef mögulegt er.
Söngur 32 og lokabæn.