Tilkynningar
◼ Rit til að nota í febrúar og mars: Bókin Þekking sem leiðir til eilífs lífs. Apríl og maí: Varðturninn og Vaknið! Á svæðum, sem oft er farið í, má líka nota hvaða bækling sem er. Þegar vart verður við áhuga í endurheimsóknum mætti gjarnan bjóða áskrift. ATHUGIÐ: Söfnuðir, sem vantar ofannefnd rit, ættu að panta þau á næsta mánaðarlega pöntunareyðublaðinu (S(d)-14).
◼ Ritari safnaðarins og starfshirðir skulu fara yfir starfsemi allra reglulegra brautryðjenda. Ef einhver á í erfiðleikum að mæta þeim tímakröfum sem gerðar eru ættu öldungarnir að gera ráðstafanir til að honum verði veitt aðstoð. Rifjið upp efnið sem fram kemur í tölugrein 2-10 í viðaukanum við Ríkisþjónustu okkar fyrir nóvember 1995.
◼ Minningarhátíðin verður haldin þriðjudaginn 2. apríl 1996. Þó að ræðan megi hefjast fyrr skal þess gætt að brauðið og vínið sé ekki borið fram fyrr en eftir sólarlag. Gangið úr skugga um hvenær sólin gengur til viðar á ykkar svæði. Þennan dag skyldi ekki hafa neinar aðrar samkomur en samkomur til boðunarstarfsins (samansafnanir). Ef söfnuður ykkar er vanur að hafa samkomur á þriðjudögum munuð þið vilja færa þær yfir á annan dag þessarar viku ef ríkissalurinn er laus þá.
◼ Boðberar, sem ætla að vera aðstoðarbrautryðjendur í mars, apríl eða maí, ættu að gera áætlanir sínar sem fyrst og leggja inn umsóknir sínar tímanlega. Það mun hjálpa öldungunum að skipuleggja heppilegar samansafnanir og hafa nægilegar birgðir rita í söfnuðinum. Beiðni um breytingu á blaðapöntun safnaðar eða pöntun á aukablöðum af ákveðnum tölublöðum þarf að berast deildarskrifstofunni ekki síðar en 10 vikum fyrir útgáfudag.