Þjónustusamkomur fyrir maí
Vikan sem hefst 6. maí
Söngur 33
10 mín: Staðbundnar tilkynningar. Lítið yfir „Hvað hyggstu gera í sumar?“ og hvetjið skólanemendur til að nýta sér vel sumarleyfið til guðræðislegra starfa.
15 mín: „Vinnum af heilum huga!“ Spurningar og svör. Takið, eftir því sem tíminn leyfir, til athugunar nokkur atriði í rammanum „Umræðuatriði fyrir fjölskylduna“ í Varðturninum frá 1. september 1982, blaðsíðu 32.
20 mín: „Talaðu sannleika við náunga þinn.“ Spurningar og svör. Farið yfir tillögurnar sem stungið er upp á. Hvetjið nýja til þátttöku í blaðastarfinu og að nota stutt kynningarorð til þess að koma sér af stað. Hafið tvær sýnikennslur þar sem boðberarnir benda meðal annars á þessa klausu á blaðsíðu 2 í Varðturninum: „Útgáfa Varðturnsins er liður í alþjóðlegri biblíufræðslu sem kostuð er með frjálsum framlögum.“ Við þiggjum með ánægju lítils háttar framlög frá fólki sem hefur ánægju af blöðunum.
Söngur 63 og lokabæn.
Vikan sem hefst 13. maí
Söngur 30
7 mín: Staðbundnar tilkynningar og reikningshaldsskýrslan.
18 mín: „Við höfum aldrei haft það svona gott andlega!“ Spurningar og svör. Fáið tvo eða þrjá boðbera, þar með talinn ungling, til að nefna einhverjar þeirra blessana sem þeir hafa hlotið sem þjónar Jehóva. Ljúkið með því að sýna fram á hvernig aukið þakklæti fær okkur til að starfa af kostgæfni í hinni heilögu þjónustu.
20 mín: Öldungur og safnaðarþjónn ræða saman um greinina „Guðhræddar fjölskyldur til forna — fordæmi fyrir okkar tíma,“ á blaðsíðu 20-3 í Varðturninum (á ensku) frá 15. september 1995. Sýnið fram á hvernig fjölskyldur í ykkar söfnuði geta haft gagn af þessu fordæmi.
Söngur 86 og lokabæn.
Vikan sem hefst 20. maí
Söngur 42
10 mín: Staðbundnar tilkynningar. Hvetjið alla til að taka þátt í að dreifa blöðunum. Nokkrar reynslufrásagnir úr blaðastarfinu undanfarnar vikur.
15 mín: „Höldum áfram að tala sannleikann.“ Leggið áherslu á nauðsyn þess að fara í endurheimsóknir með það markmið í huga að stofna biblíunám. Hvetjið boðberana til að hafa alltaf með sér smárit og nýta þau vel þegar tækifæri gefst. Bjóðið áskrift þeim sem sýna einlægan áhuga. Hafið tvær stuttar en vel æfðar og raunhæfar sýnikennslur.
20 mín: „Myrk öld víkur fyrir ljósi.“ Fræðandi ræða öldungs byggð á meginatriðunum í samnefndri grein í Varðturninum (á ensku) frá 15. janúar 1996, blaðsíðu 26-9.
Söngur 52 og lokabæn.
Vikan sem hefst 27. maí
Söngur 93
5 mín: Staðbundnar tilkynningar.
15 mín: Við bjóðum bókina Þekking sem leiðir til eilífs lífs í júní. Starfshirðirinn ræðir fyrst um hvers vegna Þekkingarbókin var gefin út. Síðan skoðar hann með tveimur eða þremur hæfum boðberum nokkuð af því sem hæst ber í bókinni. Bókin svarar spurningum um framtíð okkar, þjáningar manna, Guðsríki, hegðun guðrækins manns, fjölskyldulíf og hvaða gagn bænin geri fólki. Tveir í hópnum sýna hvaða aðferð megi nota til að hefja biblíunám, annaðhvort í fyrstu heimsókn eða í endurheimsókn. Að því loknu fer starfshirðirinn yfir eftirfarandi atriði. Þörf er á að stýra fleiri árangursríkum biblíunámum á skemmri tíma en almennt hefur verið gert fram að þessu. Þessi bók var sérstaklega samin í þeim tilgangi. Hún kynnir sannleikann á jákvæðan hátt og án allra málalenginga. Spurningar við hverja tölugrein, svo og í lok hvers kafla, hjálpa okkur til að einskorða okkur við aðalatriðin. Í bókinni er að finna svör við spurningunum sem þeir eru spurðir sem hafa nýlega vígt sig Jehóva og vilja láta skírast. Hvetjið alla til að starfa með það að takmarki að stofna biblíunám í júní.
10 mín: Spurningakassinn. Lesið efnið og ræðið það við áheyrendur.
15 mín: „Ertu of upptekinn?“ Spurningar og svör. Takið, eftir því sem tíminn leyfir, með athugasemdir frá Vaknið! frá 8. júní 1990, blaðsíðu 14-16. Látið einn eða tvo boðbera segja stuttlega frá því sem þeir hafa gert til að ráða með góðum árangri við þéttsetna dagskrá sína í starfi Guðsríkis.
Söngur 66 og lokabæn.