Tilkynningar
◼ Ritatilboðið í ágúst: Nota má hvern sem er af eftirtöldum 32 blaðsíðna bæklingum: Andar hinna dánu, Ber Guð í raun umhyggju fyrir okkur?, Hver er tilgangur lífsins?, Nafn Guðs sem vara mun að eilífu, „Sjá, ég gjöri alla hluti nýja,“ Stjórnin sem koma mun á paradís, Þegar ástvinur deyr . . . og Ættum við að trúa á þrenninguna? September: Lífið — varð það til við þróun eða sköpun? Einnig má bjóða bækurnar Þú getur lifað að eilífu í paradís á jörð og Biblíusögubókin mín. Október: Varðturninn og Vaknið! Þegar vart verður við áhuga í endurheimsóknum má gjarnan bjóða áskrift að blöðunum. Nóvember: Bókin Þekking sem leiðir til eilífs lífs. Lögð verður sérstök áhersla á að reyna að fara aftur til allra sem þiggja bókina með það markmið í huga að stofna með þeim biblíunám.
◼ Nægilegt magn eyðublaða til að nota á þjónustuárinu 1997 hefur verið sent til allra safnaða. Vinsamlega gætið þess að nota þessi eyðublöð skynsamlega. Þau skal nota aðeins í þeim tilgangi sem þeim er ætlaður.
◼ Hver söfnuður mun fá þrjú eintök af ritatalningareyðublaðinu (S(d)-18). Ritari safnaðarins ætti að hafa fund með bókaþjóninum snemma í ágúst og ákveða dag í lok mánaðarins til að telja bókabirgðir safnaðarins. Raunveruleg talning verður að eiga sér stað og skal niðurstaðan færð á eyðublaðið. Blaðaþjónninn skyldi gefa upp hversu mörg blöð eru tiltæk í lok mánaðarins. Sendið frumritið til Félagsins ekki síðar en 6. september. Haldið eftir afriti fyrir skjalasafn safnaðarins. Þriðja eintakið má nota sem vinnublað. Ritarinn ætti að hafa umsjón með talningunni og umsjónarmaður í forsæti ætti að yfirfara hið útfyllta eyðublað. Ritarinn og umsjónarmaður í forsæti munu undirrita það.
◼ Söfnuðir geta pantað Dagatal votta Jehóva 1997 og bæklinginn Rannsökum daglega ritningarnar 1997 á pöntunareyðublaðinu í september. Dagatalið verður fáanlegt á allmörgum tungumálum en ekki á íslensku.
◼ Ritari safnaðarins mun taka saman þjónustuskýrslurnar til þess síðan að færa viðeigandi upplýsingar inn á S-10 eyðublaðið. Hann mun einnig leiðbeina vandlega hverjum þeim öldungi eða safnaðarþjóni sem kann að hafa verið fenginn til að aðstoða við þetta verkefni. Það mun tryggja að upplýsingarnar, sem þörf er á frá boðberakortunum (S-21), séu rétt meðhöndlaðar og skráðar. Útfylla skyldi S-10 eyðublaðið nákvæmlega og snyrtilega og starfsnefndin ætti að yfirfara það.
◼ Eftir að lokið er við að nema bókina Þekking sem leiðir til eilífs lífs í safnaðarbóknáminu verður farið yfir þær námsgreinar Varðturnsins á ensku frá síðastliðnu ári sem ekki birtast í Varðturninum á íslensku vegna þess að í mars síðastliðnum var íslenska útgáfan færð það nálægt ensku útgáfunni að núna birtast námsgreinar íslenska Varðturnsins aðeins um einum til einum og hálfum mánuði á eftir enska blaðinu. Til að brúa bilið hafa verið gefnir út þrír bæklingar með námsgreinunum sem féllu niður og verða þeir notaðir sem námsefni í safnaðarbóknáminu í 15 vikur.
◼ Nýi geisladiskurinn, Watchtower Library—1995 Edition, sem getið var um í Ríkisþjónustu okkar fyrir desember síðastliðinn, er núna fáanlegur á ensku.