Tilkynningar
◼ Ritatilboðið í janúar: Bækurnar Sannur friður og öryggi — hvernig? og Öryggi um allan heim undir stjórn Friðarhöfðingjans. Febrúar: Lífið — varð það til við þróun eða sköpun? Mars: Bókin Spurningar unga fólksins — svör sem duga. Apríl: Einstök tölublöð af Varðturninum og Vaknið!
◼ Allir skírðir boðberar, sem viðstaddir verða á þjónustusamkomunni í vikunni sem hefst 6. janúar, fá blóðkort (Upplýsingar um læknismeðferð/Blóðgjöf óheimil) og Nafnskírteini fyrir börn sín.
◼ Farandhirðar munu í heimsóknum sínum, sem hefjast eftir 1. febrúar, flytja nýjan opinberan fyrirlestur sem ber heitið „Notum menntun til að lofa Jehóva.“
◼ Söfnuðirnir ættu að gera hentugar ráðstafanir til að halda minningarhátíðina hátíðlega á þessu ári, sunnudaginn 23. mars eftir sólarlag. Þrátt fyrir að ræðan geti hafist fyrr ætti ekki að bera fram brauðið og vínið fyrr en sólin er sest. Gáið að sólarlagstímanum í ykkar byggð. Þar sem engar samkomur, aðrar en fyrir boðunarstarfið, ætti að halda á þessum degi skyldi gera viðeigandi ráðstafanir til að hafa Varðturnsnámið á öðrum tíma. Þótt æskilegt sé að hver söfnuður haldi sína eigin minningarhátíð er ekki víst að það sé alltaf gerlegt. Á stöðum þar sem fleiri en einn söfnuður nota venjulega sama ríkissalinn gæti ef til vill einn söfnuður eða fleiri fengið til afnota annan samkomustað þetta kvöld. Minningarhátíðin ætti ekki að hefjast það seint að þeim sem nýlega hafa fengið áhuga reynist óþægilegt að sækja hana. Þar fyrir utan ætti dagskráin ekki að vera svo þétt að lítill sem enginn tími gefist fyrir og eftir hátíðina til að heilsa gestum, gera ráðstafanir til að veita sumum frekari andlega aðstoð eða almennt fyrir þá sem eru viðstaddir að uppörva hver annan. Eftir að öldungarnir hafa hugleitt vandlega allar hliðar málsins ættu þeir að ákveða hvaða fyrirkomulag muni best hjálpa þeim sem sækja minningarhátíðina að hafa sem mest gagn af þessari kvöldstund.
◼ Sérræðan fyrir minningarhátíðartímabilið 1997 verður haldin sunnudaginn 6. apríl. Ræðuuppkast verður sent. Sérræðan ætti ekki að vera flutt í neinum söfnuði fyrir 6. apríl.
◼ Öldungaráðið ætti að þekkja til eftirfarandi breytinga sem nauðsynlegt er að gera þegar söfnuðurinn sækir einsdags og tveggja daga mót: Þegar sérstakur mótsdagur er framundan ætti söfnuðurinn að hafa allar venjulegu samkomurnar í vikunni að því undanskildu að opinberi fyrirlesturinn og Varðturnsnámið fellur niður. Þegar um er að ræða svæðismót mun söfnuðurinn líka fella niður Guðveldisskólann og þjónustusamkomuna. Aðeins safnaðarbóknámið er haldið þá viku.
◼ Áskriftir af Varðturninum og Vaknið! á erlendum tungumálum ætti ekki að bjóða fólki nema að vel athuguðu máli. Verulegur kostnaður er samfara slíkum áskriftum. Rétt er að kanna fyrst hvort raunverulegur áhugi á sannleikanum er fyrir hendi, til dæmis með því að láta viðkomandi fá einstakt blað, bækling eða bók á því máli sem hann óskar eftir. Rit á erlendum tungumálum má panta fyrir milligöngu safnaðarins. Ef aðstæður leyfa má fara til húsráðandans með blöðin mánaðarlega og kemur þá fljótt í ljós hvort áhuginn sé einlægur.