Þjónustusamkomur fyrir janúar
Vikan sem hefst 6. janúar
Söngur 3
10 mín: Staðbundnar tilkynningar og valdar tilkynningar úr Ríkisþjónustu okkar. Farið nokkrum orðum um þjónustuskýrsluna fyrir september, bæði fyrir allt landið og ykkar söfnuð.
20 mín: Tími er kominn til að endurnýja blóðkortið (Upplýsingar um læknismeðferð/Blóðgjöf óheimil). Hæfur öldungur ræðir um mikilvægi þess að útfylla blóðkortið á réttan hátt og bera það alltaf á sér. Þetta kort talar fyrir þig ef þú ert vegna neyðartilviks ófær um að koma sjálfur upp orði. (Samanber Orðskviðina 22:3.) Útfylla þarf nýtt kort á hverju ári til að yfirlýsingin um að blóði sé hafnað verði ekki of gömul, þar sem sumir læknar og aðrir hafa haldið því fram að skjal, sem er meira en ársgamalt, endurspegli ef til vill ekki núverandi sannfæringu viðkomandi einstaklings. Að samkomunni lokinni fá allir skírðir boðberar afhent blóðkort, og þeir sem eiga óskírð börn undir lögaldri fá „Nafnskírteini“ fyrir hvert barn. Útskýrið að kortin eigi ekki að útfylla á samkomunni í kvöld. Þau ætti að útfylla vandlega heima en EKKI skyldi undirrita þau. Undirritun, vottun og dagsetning allra korta mun fara fram að loknu næsta safnaðarbóknámi undir umsjón bóknámsstjórans. Hann mun gá að því hvort allir sem tilheyra hópnum hafi fengið kort og nauðsynlega aðstoð við frágang þeirra. Þeir sem skrifa undir sem vitundarvottar ættu með eigin augum að sjá korthafann rita nafn sitt á kortið. Þeir sem eru fjarverandi þegar þetta fer fram fá aðstoð bóknámssjóra/öldunga á næstu þjónustusamkomu uns allir skírðir boðberar hafa kort sem eru rétt útfyllt og undirrituð. (Sjá blaðsíðu 2 í Ríkisþjónustu okkar fyrir janúar 1994.) Með því að aðlaga orðalag blóðkortsins að sínum eigin aðstæðum og sannfæringu geta óskírðir boðberar útbúið sitt eigið kort fyrir sig og börn sín. Útskýrið við hvers konar sértækar kringumstæður skuli nota ‚Yfirlýsingu til lækna, hjúkrunarfræðinga og allra annarra sem taka þátt í læknismeðferð‘ og hvaða gildi það plagg hefur. Skírðir boðberar geta fengið eintak af þessari yfirlýsingu hjá ritaranum. Ef við sýnum fyrirhyggju og innsæi í þessu mikilvæga máli getum við vænst blessunar Jehóva. — Orðskv. 16:20, NW.
15 mín: „Hæf og útbúin til að kenna öðrum.“ (Tölugreinar 1-6) Ræðið stuttlega um tölugrein 1-2 og leggið áherslu á nauðsyn þess að við séum örugg um að geta með hjálp Jehóva kennt öðrum með góðum árangri. Látið tvenn pör boðbera-húsráðanda sýna notkun kynningarorðanna í tölugreinum 3-6, þar sem hvort par sýnir hvernig fara má að í fyrstu heimsókn og endurheimsókn. Minnið boðberana á að þegar við skiljum eftir rit hjá fólki sé við hæfi að nefna að framlög til alþjóðastarfs okkar séu þegin með þökkum.
Söngur 69 og lokabæn.
Vikan sem hefst 13. janúar
Söngur 93
15 mín: Staðbundnar tilkynningar og reikningshaldsskýrslan. Bendið á nokkur atriði í nýjustu blöðunum sem nota má til að kynna þau. Komið með tillögur um hvernig við getum kynnt okkur þegar við tökum fólk tali í því skyni að bera óformlega vitni fyrir því. Bjóðið áheyrendum að segja frá því hvaða inngangsorð þeir hafi notað þegar þeir tóku aðra tali í búðum, á götum úti, í lystigörðum, almenningsfarartækjum og svo framvegis.
15 mín: „Hæf og útbúin til að kenna öðrum.“ (Tölugreinar 7-9) Endursegið frásöguna um endurheimsóknir sem er að finna í Árbókinni 1995, blaðsíðu 45, og leggið áherslu á mikilvægi þess að fylgja eftir öllum áhuga sem við finnum. Látið hæfan boðbera sýna notkun kynningarorðanna í tölugreinum 7-8. Þó að við bjóðum í fyrstu önnur rit ættum við að einbeita kröftum okkar að því að koma að lokum í gang biblíunámskeiði þar sem Þekkingarbókin er notuð. Hvetjið alla til að taka frá einhvern tíma í komandi viku til endurheimsókna.
15 mín: Staðbundnar þarfir, eða „Varpaðu alltaf byrði þinni á Jehóva.“ Uppörvandi ræða, byggð á Varðturninum (á ensku) frá 1. apríl 1996, blaðsíðu 27-9.
Söngur 22 og lokabæn.
Vikan sem hefst 20. janúar
Söngur 8
10 mín: Staðbundnar tilkynningar.
15 mín: „Alls konar menn verða hólpnir.“ Spurningar og svör. Bjóðið áheyrendum að segja stuttlega frá því hvernig þeir fengu jákvæð viðbrögð fólks frá mismunandi stigum samfélagsins.
20 mín: Góð hegðun gefur vitnisburð. Öldungur á samræður við tvo eða þrjá unglinga. Samræðurnar eru byggðar á Varðturninum frá 1. janúar 1988, blaðsíðu 8-18. Takið með prentaðar frásagnir, svo og frásagnir úr ykkar svæði ef til eru, sem sýna hvernig heiðarleg og góð hegðun kristinna unglinga hefur haft jákvæð áhrif á fólk sem hefur tekið eftir henni.
Söngur 45 og lokabæn.
Vikan sem hefst 27. janúar
Söngur 70
5 mín: Staðbundnar tilkynningar.
10 mín: Ritari safnaðarins fer yfir spurningakassann.
15 mín: „Við ‚prédikum orðið.‘“ Spurningar og svör. Takið með nokkrar athugasemdir sem sýna hvers vegna við metum mjög mikils orð Guðs. — Sjá Vaknið! (á ensku), 22. mars 1984, blaðsíðu 9-11.
15 mín: Ræðið um bókatilboðið í febrúar. Bendið á (1) hvernig Sköpunarbókin er byggð upp, (2) áhugaverð kaflaheiti, (3) litríkar og áhrifamiklar myndir, (4) rammagreinar og spássíutexta og (5) spurningar neðanmáls sem vekja menn til umhugsunar. Hvetjið, í samræmi við það sem fram kom í dagskrárliðnum á undan þessum á þjónustusamkomunni, til að notaðir séu vel valdir ritningarstaðir í kynningarorðunum. Hafið eina eða tvær stuttar en vel æfðar sýnikennslur þar sem boðberarnir muna eftir að nefna framlagafyrirkomulagið við húsráðandann. Minnið alla á að ná sér í bækur í bókadeildinni til að nota í boðunarstarfinu á næstu dögum.
Söngur 9 og lokabæn.