Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 1.97 bls. 1
  • Við ‚prédikum Orðið‘

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Við ‚prédikum Orðið‘
  • Ríkisþjónusta okkar – 1997
  • Svipað efni
  • „Prédika þú orðið“
    Lofsyngjum Jehóva
  • Boða trú
    Syngjum af gleði fyrir Jehóva
  • Hvernig er fagnaðarboðskapurinn boðaður?
    Von um bjarta framtíð – biblíunámskeið
  • Líkjum eftir Guði sannleikans
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2003
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 1997
km 1.97 bls. 1

Við ‚prédikum Orðið‘

1 Í fullu samræmi við lýsingu Biblíunnar á „síðustu dögum“ hafa flestir núna aðeins á sér „yfirskin guðhræðslunnar.“ (2. Tím. 3:1, 5) Það er vegna þess að trúarleiðtogarnir hafa látið undir höfuð leggjast að veita hjörðum sínum ósvikna leiðsögn í andlegum málum. Klerkar kristna heimsins eru ekki málsvarar Biblíunnar. Þeir kjósa að enduróma gagnslausar kenningar heimspekinga og guðfræðinga eða að leggja fram félagsleg og pólitísk mál frekar en að prédika orð Guðs. Margir trúarleiðtogar trúa ekki Biblíunni. Þeir telja hana úrelta og styðja því ranglega þróunarkenninguna í stað kenningar Biblíunnar um mikinn skapara. Flestir prestar nota ekki einu sinni einkanafn Guðs og hreyfa engum mótmælum þótt nýjar biblíuþýðngar felli það niður.

2 Trúarleiðtogarnir á dögum Jesú prédikuðu til einskis og sama gildir um klerkana nú á dögum. (Matt. 15:8, 9) Ástandið er alveg eins og Amos spámaður sagði fyrir. Núna ríkir ‚hungur, ekki eftir brauði né þorsti eftir vatni, heldur eftir því að heyra orð Jehóva.‘ (Am. 8:11) Fólk þarf andlegu fæðuna í orði Guðs meira en nokkuð annað.

3 Hvernig fullnægja má andlegum þörfum fólks: Páll áminnti Tímóteus um að halda sér við „heilagar ritningar. Þær geta veitt [manni] speki til sáluhjálpar.“ Þar af leiðandi hvatti Páll hann með alvöruþunga til að ‚prédika orðið.‘ (2. Tím. 3:14, 15; 4:2) Sem vottar Jehóva verðum við að halda okkur við það sem Biblían kennir þegar við prédikum, og með því líkja eftir fyrirmynd okkar, Jesú, sem sagði: „Kenning mín er ekki mín, heldur hans, er sendi mig.“ (Jóh. 7:16) Við byggjum kennslu okkar á orði Guðs vegna þess að okkur er ljóst að það inniheldur visku Guðs og við viljum að fólk viti hvaðan upplýsingarnar koma sem við færum því. — 1. Kor. 2:4-7.

4 Fólk verður fyrst að heyra sannleikann frá Biblíunni til þess að fræðast um Jehóva og trúa á hann. Það var rökrétt sem Páll skrifaði: „Hvernig eiga þeir að trúa á þann, sem þeir hafa ekki heyrt um? Og hvernig eiga þeir að heyra, án þess að einhver prédiki?“ (Rómv. 10:14) Með því að prédika orð Guðs hjálpum við öðrum að öðlast trú vegna nákvæmrar þekkingar. Slík þekking getur breytt lífi manna til hins betra og gerir það. Enski rithöfundurinn Charles Dickens skrifaði um Biblíuna: „Hún er besta bókin sem nokkru sinni var eða verður i heiminum, af því að hún kennir mönnum bestu lexíuna sem nokkur mannvera, sem reynir að vera sönn og trúföst, getur mögulega látið vera sér til leiðsagnar.“

5 Þeir sem hungrar í andleg sannindi munu gera sér ljóst að orð Guðs stendur allt að baki þeim. Árið 1913 var Frederick W. Franz, sem ungum háskólanema, gefinn bæklingur sem hét Hvar eru hinir dánu? Eftir að hafa lesið af miklum áhuga svar Biblíunnar við þeirri spurningu sagði hann: „Þetta er sannleikurinn.“ Milljónir sannleiksleitandi manna hafa komist á sömu skoðun. Við skulum halda áfram að prédika orðið af dugnaði og kostgæfni og fá þannig hlutdeild í þeirri gleði að heyra fólk segja: „Þetta er sannleikurinn.“

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila