Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 3.97 bls. 6
  • Vöxtur í húsi Guðs

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Vöxtur í húsi Guðs
  • Ríkisþjónusta okkar – 1997
Ríkisþjónusta okkar – 1997
km 3.97 bls. 6

Vöxtur í húsi Guðs

1 Þegar litið er um öxl er ánægjulegt að sjá hvernig starfsemi Guðsríkis hér á landi hefur vaxið jafnt og þétt. Á undanförnum 10 árum hefur boðberum Guðsríkis fjölgað úr 180 í 315, eða um 75 prósent. Söfnuðunum hefur fjölgað úr þremur í átta á sama tímabili. Til að koma til móts við þessa aukningu voru reistir tveir nýir ríkissalir hér á landi fyrir tæpum tveim árum. — Jes. 54:2.

2 Starfsemi deildarskrifstofunnar hefur að sama skapi orðið umfangsmeiri með árunum. Þegar húsið að Sogavegi 71 í Reykjavík var tekið í notkun fyrir rúmlega 20 árum hafði deildarskrifstofan til umráða eitt herbergi á efri hæðinni, en á neðri hæðinni var heimili fyrir átta trúboða. Árið 1990 var öll neðri hæðin tekin undir starfsemi deildarskrifstofunnar og voru þá þrjú skrifstofuherbergi þar og eitt íbúðarherbergi.

3 Ljóst hefur verið um tíma að meira og hentugara skrifstofurými þyrfti vegna útgáfustarfsemi Félagsins og umsjónar með boðun fagnaðarerindisins. Margar hugmyndir hafa verið skoðaðar, þeirra á meðal að byggja nýjan ríkissal fyrir söfnuðina í Reykjavík þannig að Félagið gæti notað allt húsnæðið að Sogavegi 71 fyrir starfsemi sína, að byggja við húsið og að reisa alveg nýtt Betelheimili annars staðar. En seint á síðasta ári var ákveðið að fara aðra leið sem er greinilega hagkvæmasta og ódýrasta lausnin að sinni. Keyptar voru tvær litlar íbúðir handan götunnar fyrir starfsfólk Félagsins, og stefnan verður væntanlega sú að kaupa fleiri á næstu árum þegar Betelfjölskyldan stækkar.

4 Í janúar var hafist handa við að gera upp íbúðirnar og í framhaldi af því hefur verið unnið að breytingum á skrifstofunum.[3a] Þar er margt að gera og þörf fyrir margar fúsar hendur. Miklu er hægt að afkasta þegar margir leggjast á eitt.

5 Fasteignakaup, endurbætur og breytingar kosta auðvitað sitt og þar hefur stuðningur alþjóðabræðrafélagsins skipt miklu. Bræðrafélagið hér á landi getur líka stutt þessar framkvæmdir fjárhagslega með frjálsum framlögum sínum til alþjóðastarfsins. Fúsleiki okkar til að styðja þetta verk fjárhagslega er ein leið til að ‚tigna Jehóva með eigum okkar.‘ (Orðskv. 3:9) Þessi vöxtur í húsi Guðs, sem nú á sér stað, er enn eitt merki þess að hann sé að „hraða“ starfinu og blessa viðleitni okkar eins og hann hefur heitið. — Jes. 60:22.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila