Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 3.97 bls. 7
  • Tilkynningar

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Tilkynningar
  • Ríkisþjónusta okkar – 1997
Ríkisþjónusta okkar – 1997
km 3.97 bls. 7

Tilkynningar

◼ Ritatilboðið í mars: Bókin Spurningar unga fólksins — svör sem duga. Apríl og maí: Blöðin Varðturninn og Vaknið! Þegar vart verður við áhuga í endurheimsóknum má gjarnan bjóða áskrift að blöðunum. Júní: Bókin Þekking sem leiðir til eilífs lífs. Áhersla skal lögð á að koma af stað heimabiblíunámskeiðum.

◼ Umsjónarmaður í forsæti eða einhver sem hann tilnefnir ætti að endurskoða bókhald safnaðarins 1. mars eða eins fljótt þar á eftir og mögulegt er. Tilkynna skal söfnuðinum þegar því er lokið.

◼ Sérræðan í ár verður flutt í flestum söfnuðum sunnudaginn 6. apríl og ber stefið „Haltu þér hreinum af spillingu heimsins.“ Við ættum öll að vera viðstödd og hjálpa áhugasömum, sem komu á minningarhátíðina, að sækja sérræðuna. Ræðan á örugglega eftir að styrkja ásetning okkar að þóknast Guði.

◼ Í öllum samfélögum eru veraldlegir hátíðis- og helgidagar á ýmsum tímum ársins og fá þá börn frí úr skóla og aðrir úr vinnu. Þetta eru kjörin tækifæri fyrir söfnuðinn til að auka hlutdeild sína í boðunarstarfinu. Öldungar ættu að vera vakandi fyrir slíku og tilkynna söfnuðinum með góðum fyrirvara hvaða ráðstafanir verða gerðar til hópstarfs í fríum.

◼ Svæðismótið fyrir þjónustuárið 1997 verður haldið í íþróttahúsinu Digranesi í Kópavogi dagana 26. og 27. apríl og hefst dagskráin klukkan 9:50 báða dagana. Stef mótsins er: „Njótum gleðinnar af því að gefa“ og er byggt á Postulasögunni 20:35.

◼Ný rit fáanleg:

Efnisskrá rita Varðturnsfélagsins 1986- 1995 — enska.

◼ Ný myndbönd fáanleg:

Biblían — kraftur hennar í lífi þínu (þriðja myndbandið í seríunni Biblían — bók staðreynda og spádóma) — enska.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila