Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 3.97 bls. 7
  • Spurningakassinn

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Spurningakassinn
  • Ríkisþjónusta okkar – 1997
  • Svipað efni
  • Kristnar útfarir virðulegar, látlausar og Guði þóknanlegar
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2009
  • Hvert er viðhorf Votta Jehóva til jarðarfara?
    Spurningar og svör um Votta Jehóva
  • Byrði dauðans gerð léttari
    Vaknið! – 1993
Ríkisþjónusta okkar – 1997
km 3.97 bls. 7

Spurningakassinn

◼Þegar leitað er til safnaðarins um aðstoð við undirbúning útfarar kunna eftirfarandi spurningar að vakna:

Hver ætti að flytja útfararræðuna? Það er fjölskyldunnar að ákveða. Hún má velja hvaða skírðan bróður sem er með góðan orðstír. Ef öldungaráðið er beðið um að útvega ræðumann velur það yfirleitt hæfan öldung til að flytja ræðu eftir uppkasti frá Félaginu. Enda þótt við flytjum ekki lofræðu um látna, getur verið við hæfi að vekja athygli á þeim eiginleikum sem voru til fyrirmyndar í fari þeirra.

Má nota ríkissalinn? Já, að veittu leyfi öldungaráðsins og ef það truflar ekki reglulegt samkomuhald. Nota má salinn hafi hinn látni haft hreint mannorð og verið safnaðarmaður eða ólögráða barn safnaðarmanns. Hafi einstaklingurinn haft slæmt orð á sér vegna ókristilegrar hegðunar, eða ef aðrar ástæður eru fyrir hendi sem gætu kastað rýrð á söfnuðinn, geta öldungarnir ákveðið að leyfa ekki afnot af salnum. — Sjá Þjónustubókina bls. 62-3.

Venjulega eru ríkissalir ekki notaðir fyrir útfarir vantrúaðra. Undantekningu mætti gera ef eftirlifandi ættingjar eru virkir, skírðir boðberar og allstór hópur safnaðarmanna vissi að hinn látni var hlynntur trú okkar og hafði gott mannorð í byggðarlaginu og ekki væri fléttað inn í athöfnina veraldlegum siðvenjum.

Þegar samþykkt er að ríkissalurinn sé notaður kanna öldungarnir hvort þess sé venju samkvæmt vænst að kistan sé á staðnum við útförina. Ef svo er gætu þeir leyft að hún sé höfð í salnum.

Hvað með útfarir veraldlegs fólks? Hafi hinn látni getið sér gott orð í þjóðfélaginu, gæti bróðir flutt hughreystandi biblíuræðu í útfararkapellunni eða við gröfina. Söfnuðurinn mun ekki sjá um útför manns sem er þekktur fyrir siðlausa og löglausa hegðun eða líferni sem stangast gersamlega á við frumreglur Biblíunnar. Bróðir myndi vissulega ekki taka þátt í samkirkjulegri athöfn með presti, né í útför sem færi fram í kirkju Babýlonar hinnar miklu.

Ef hinn látni var brottrekinn — hvað þá? Að öllu jöfnu kemur söfnuðurinn ekki nálægt slíku, og ríkissalurinn yrði ekki notaður. Hafi einstaklingurinn látið í ljós greinileg merki iðrunar og vilja til að fá aftur inngöngu í söfnuðinn, gæti samviska bróður leyft honum að flytja biblíuræðu í útfararkapellunni eða við gröfina, til að vitna fyrir vantrúuðum og hughreysta ættingjana. Það væri skynsamlegt af bróðurnum að ráðfæra sig við öldungaráðið áður en hann tæki slíka ákvörðun og taka mið af því sem það kann að mæla með. Þegar óviturlegt væri aðstæðna vegna fyrir bróður að koma nálægt slíku, gæti verið viðeigandi fyrir bróður í fjölskyldu hins látna að flytja ræðu til að hughreysta ættingjana.

Nánari leiðbeiningar má finna í íslenska Varðturninum frá 1. janúar 1982, bls. 30 og enska Varðturninum frá 15. október 1990, bls. 30-1; 15. mars 1980, bls. 5-7; 1. júní 1978, bls. 5-8; 1. júní 1977, bls. 347-8; 15. mars 1970, bls. 191-2; og Vaknið! á ensku 8. september 1990, bls. 22-3 og 22. mars 1977, bls. 12-15.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila