Tilkynningar
◼ Ritatilboðið í apríl og maí: Blöðin Varðturninn og Vaknið! á laugardögum og bæklingurinn Hvers krefst Guð af okkur? aðra dag vikunnar, ef hann verður kominn úr prentun í tæka tíð. Júní: Bókin Þekking sem leiðir til eilífs lífs. Áhersla skal lögð á að koma af stað heimabiblíunámskeiðum. Júlí og ágúst: Nota má hvern sem er af eftirtöldum 32 blaðsíðna bæklingum: Andar hinna dánu, Ber Guð í raun umhyggju fyrir okkur?, Hver er tilgangur lífsins?, Nafn Guðs sem vara mun að eilífu, „Sjá, ég gjöri alla hluti nýja,“ Stjórnin sem koma mun á paradís, Þegar ástvinur deyr . . . og Ættum við að trúa á þrenninguna?
◼ Þegar þetta tölublað Ríkisþjónustu okkar var búið til prentunar í byrjun febrúar var ekki alveg ljóst hvort nýji bæklingurinn Hvers krefst Guð af okkur? yrði kominn úr prentun á íslensku í byrjun apríl. Reynist svo ekki vera mætti breyta lítillega meðhöndlun þeirra dagskrárliða sem reikna með að bæklingurinn sé til á íslensku.
◼ Námsefni í safnaðarbóknáminu á næstu mánuðum verður bókin Öryggi um allan heim undir stjórn Friðarhöfðingjans. Farið verður yfir einn kafla í bókinni í hvert sinn.
◼ Þeir sem tengdir eru einhverjum söfnuði ættu að senda allar beiðnir um nýjar eða endurnýjaðar áskriftir að Varðturninum og Vaknið! í gegnum söfnuðinn til Félagsins en ekki beint. Það gildir líka um eigin áskriftir boðberanna.
◼ Félagið sinnir ekki pöntunum einstakra boðbera um rit og annað efni. Umsjónarmaður í forsæti ætti að láta lesa upp tilkynningu í hverjum mánuði áður en mánaðarlegt pöntunareyðublað safnaðarins er sent til Félagsins til þess að allir sem áhuga hafa á að fá sérstök rit fyrir vissa einstaklinga, sjálfa sig eða aðra, geti látið bróðurinn, sem sér um ritin, vita. Vinsamlegast hafið í huga hvaða rit eru „sérpöntunarrit“ sem þýðir að söfnuðurinn má ekki liggja með þau í geymslu heldur aðeins senda áfram til Félagsins pöntun sem hann hefur þegar tekið við.
◼ Einkennismerki fyrir landsmótið 1997 verða send til safnaðanna án þess að sérstaklega þurfi að panta þau. Ef ekki verða send nógu mörg merki geta söfnuðirnir pantað fleiri á pöntunareyðublaðinu (S-14). Þeir í söfnuðinum sem vantar plasthulstur fyrir mótsmerkið þurfa að panta þau sérstaklega.
◼ Varðturnsfélagið hefur gefið út nýja tónlistarupptöku sem ber heitið Singing Kingdom Songs. Á þessari upptöku eru sungnir valdir söngvar úr söngbók okkar, Syngið Jehóva lof, og er hún 76 mínútur að lengd. Söngvarnir eru allir sungnir á ensku, af einsöngvurum, blönduðum kór og kvennakór, með og án undirleiks. Þessi upptaka er fáanleg bæði á segulsnældu og geisladiski. Þeir sem áhuga hafa á að eignast þessa upptöku geta lagt inn pöntun sína hjá söfnuðinum. Á pöntunareyðublaðið (S-14) skal skrifa annaðhvort „Singing Kingdom Songs on audiocassette“ eða „Singing Kingdom Songs on CD“ eftir því sem við á.
◼ Nýr geisladiskur fáanlegur:
Kingdom Melodies Volume 4 (cdm-4)