Skrifleg upprifjun í Guðveldisskólanum
Upprifjun með lokaðar bækur á efni sem farið var yfir í Guðveldisskólanum frá 6. janúar til 21. apríl 1997. Notaðu sérblað til að skrifa á svörin við eins mörgum spurningum og þú getur á hinum úthlutaða tíma.
[Athugaðu: Meðan á skriflegu upprifjuninni stendur má aðeins nota Biblíuna til að svara spurningunum. Tilvísanirnar, sem koma á eftir spurningunum, eru fyrir efniskönnun þína. Í tilvísunum til Varðturnsins er ef til vill ekki alltaf getið blaðsíðu og greinarnúmers.]
Merkið við hvort eftirfarandi fullyrðingar séu réttar eða rangar:
1. Mörgum árum áður en Biblíuskólinn Gíleað var stofnaður breiddist fagnaðarerindið út um víða veröld vegna þess að vottar Jehóva, sem höfðu kynnst sannleikanum erlendis, sneru til heimalanda sinna til að prédika. [jv bls. 428 gr. 2]
2. Gídeon gat sigrað Midíaníta vegna reynslu sinnar af hernaði. [it-1 bls. 933 gr. 1-2]
3. Nebúkadnesar lagði Týrus algerlega í rúst og uppfyllti þannig Sakaría 9:2-4. [si bls. 169 gr. 4]
4. Eva hafði rétt fyrir sér þegar hún sagði að hún hefði eignast son (Kain) „með hjálp [Jehóva].“ (1. Mós. 4:1) [it-1 bls. 772 gr. 2]
5. Þó að C. T. Russell hafi verið velþekktur sem hæfileikaríkur ræðumaður var það einlægur áhugi hans á fólki sem gerði hann að áhrifaríkum boðbera fagnaðarerindisins. [jv bls. 404 gr. 2]
6. Svarti kynþátturinn kom ekki frá Kanaan, þeim syni Kams sem Nói formælti. [it-1 bls. 1023 gr. 5]
7. Meðal ‚hafranna,‘ sem nefndir eru í Matteusi 25:31-46 og munu fara til eilífrar eyðingar, verða virkir meðlimir Babýlon hinnar miklu og trúarleiðtogar þeirra. [Vikulegur biblíulestur; sjá w96 1.2. bls. 26 gr. 13-15.]
8. Hinar hörðu ofsóknir í Evrópu á árum síðari heimsstyrjaldarinnar urðu til þess að boðberunum þar fækkaði stórlega. [jv bls. 454 gr. 2]
9. Þegar við fyrirgefum öðrum opnar það okkur leiðina að fyrirgefningu Guðs á syndum okkar. [Vikulegur biblíulestur; sjá wE94 15.9. bls. 7.]
10. Gabríel er annar aðeins tveggja engla sem Biblían nafngreinir. [it-1 bls. 876 gr. 5]
Svarið eftirfarandi spurningum:
11. Hvaða sláandi aðferð var notuð í Lundúnum árið 1938 til að auglýsa mótsræðuna „Horfist í augu við staðreyndirnar“? [jv bls. 447 gr. 2]
12. Hvaða tveimur hlutverkum, sem Jesús Kristur gegndi, var lýst í Sakaría 6:12, 13? [si bls. 172 gr. 25]
13. Dæmi um beitingu hvaða frumreglu er það fyrirkomulag að söfnuðirnir deili því með sér að leggja fram framlög til Ríkissalasjóðs Félagsins? [jv bls. 344 gr. 3-4]
14. Með hvaða hætti hafa menn nú á tímum gagn af fórn Jesú? [kl bls. 68-9 gr. 17-19]
15. Hvers vegna ættum við ekki að hika við að útskýra fyrir húsráðendum að starf okkar sé fjármagnað með frjálsum framlögum? [jv bls. 349 gr. 4]
16. Í hvaða skilningi birtist ‚Elía spámaður‘ á fyrstu öldinni sem uppfylling á Malakí 4:5? [si bls. 174 gr. 15]
17. Hvernig breiddist syndin út til allra manna? [kl bls. 58 gr. 13]
18. Hvar í Matteusi finnum við hinar skynsamlegu ráðleggingar sem Jesús gaf um að útkljá alvarlegan ágreining? [Vikulegur biblíulestur; sjá wE95 15.7. bls. 22.]
19. Hver er þessi „denar“ sem nefndur er í dæmisögu Jesú sem skráð er í Matteusi 20:1-16? [Vikulegur biblíulestur; sjá gt 97 gr. 6.]
20. Nefnið tvennt sem hefur sannast vegna þess að Guð hefur leyft illskuna. [kl bls. 77-8 gr. 18-20]
Tilgreinið orðið eða orðin sem vantar í eftirfarandi fullyrðingar:
21. Fyrstu þrjú guðspjöllin eru oft nefnd samstofna, en erlenda orðið, sem notað er, „synoptic,“ merkir „_________________________.“ [si bls. 175 gr. 3]
22. Ágirnd fékk _________________________, svein Elísa, til að reyna að hagnast efnislega á því að húsbóndi hans hafði læknað _________________________ af líkþrá. [it-1 bls. 905 gr. 2]
23 ._________________________ neitaði að taka mark á viðvörun frá hershöfðingjunum og var myrtur af Ísmael og mönnum hans. [it- 1 bls. 903 gr. 12]
24. Jehóva notaði spámennina _________________________ og _________________________ til að vekja aftur upp eldmóð hjá þjóð sinni til endurbyggingar musterisins. [it-1 bls. 1018 gr. 4-5]
25. „Andinn,“ sem fer frá mönnum við dauðann, er _________________________ sem á upptök sín hjá Guði. (Sálm. 146:4) [kl bls. 81 gr. 5-6]
Veljið rétta svarið í hverri af eftirfarandi fullyrðingum:
26. Ýmislegt bendir til að Matteus hafi skrifað guðspjall sitt á (hebresku; aramísku; grísku) og seinna þýtt það yfir á (hebresku; aramísku; grísku). [si bls. 176 gr. 6]
27. (Jesebel; Sara; Hagar) var notuð sem persóna í táknrænu leikriti þar sem hún táknar holdlegu Ísraelsþjóðina sem missti velþóknun Jehóva. [it-1 bls. 1018 gr. 2]
28. Margir íbúar Vestur-Afríku komust fyrst í kynni við sannleikann með því að hlýða á örvandi biblíuræður fluttar af (Edwin Skinner; W. R. Brown; Juan Muniz). [jv bls. 433 gr. 2-5]
29. Hrokafull tilraun (Hamans; Hamats; Hanúns) til að fremja þjóðarmorð á Gyðingum varð að engu fyrir atbeina (Rutar; Esterar; Debóru) drottningar. [it-1 bls. 1024 gr. 2]
30. Jesús varð Messías við (fæðingu; skírn; upprisu) sína sem átti sér stað árið (2 f.o.t.; 29 e.o.t.; 33 e.o.t). [kl bls. 65 gr. 12]
Tilgreinið hverjir eftirfarandi ritningarstaða eiga við fullyrðingarnar að neðan:
1. Sam. 1:12-16; Matt. 4:8-10; Matt. 16:19; Jak. 1:13; 1. Jóh. 5:19
31. Guð er ekki orsök hinna mörgu erfiðleika sem hrjá mannkynið. [kl bls. 71 gr. 3]
32. Sannir fylgjendur Jesú neita að blanda sér í sjórnmál þessa heims. [Vikulegur biblíulestur; sjá w96 1.6. bls. 12 gr. 9.]
33. Þekking á ríki Guðs myndi opna Gyðingum, Samverjum og heiðingjum leiðina til himna. [Vikulegur biblíulestur; sjá wE91 15.3. bls. 5.]
34. Ef fyrir kemur að einhver dæmir okkur ranglega mun auðmjúk afstaða og kurteislegt svar yfirleitt koma sem mestu góðu til leiðar. [it-1 bls. 1031 gr. 5]
35. Kristnir menn hafa góða ástæðu til að halda sér aðskildum frá heiminum. [kl bls. 60 gr. 18]