Tilkynningar
◼ Ritatilboðið í september: Lífið — varð það til við þróun eða sköpun? Október: Varðturninn og Vaknið! Þegar augljóst er í endurheimsóknum að húsráðendur hafi áhuga á að lesa blöðin má gjarnan bjóða áskrift að blöðunum. Síðari hluta mánaðarins verður hafist handa við að dreifa Fréttum um Guðsríki nr. 35. Nóvember: Dreifingu Frétta um Guðsríki nr. 35 verður haldið áfram. Söfnuðir, sem ljúka við að fara yfir starfssvæði sitt með því að ná til húsráðenda á sérhverju heimili eða dvalarstað með eintak af Fréttum um Guðsríki nr. 35, geta að því búnu boðið Þekkingarbókina. Desember: Bókin Mesta mikilmenni sem lifað hefur.
◼ Öldungarnir eru minntir á að framfylgja þeim leiðbeiningum sem gefnar eru á blaðsíðu 28-31 í Varðturninum frá 1. september 1991 varðandi brottrekna og þá sem hafa aðgreint sig en hafa ef til vill hug á að koma inn í söfnuðinn á ný.
◼ „Spurningakassinn“ í Ríkisþjónustu okkar fyrir maí 1997 mælti með að við séum gætin í sambandi við það að vera með boðberum af hinu kyninu úti í boðunarstarfinu. Það eru gildar ástæður fyrir alla að sýna góða dómgreind í þessu efni. Þetta þýðir ekki að farandumsjónarmenn eða jafnvel aðrir bræður geti ekki farið með systrum út í starfið. Öllu heldur var sú hugsun látin í ljós að ekki sé skynsamlegt af bróður að verja reglubundið tíma einn með sömu persónunni af hinu kyninu sem ekki er tengd honum.