Þjónustusamkomur fyrir september
Vikan sem hefst 1. september
Söngur 9
10 mín: Staðbundnar tilkynningar og valdar tilkynningar úr Ríkisþjónustu okkar.
15 mín: „Nýtt námsefni í safnaðarbóknáminu — Mesta mikilmenni sem lifað hefur.“ Spurningar og svör.
20 mín: „Hjálpum öðrum að meta skaparann.“ Farið yfir efnið í tölugrein 1 og 6-8 í ræðuformi. Sýnikennslur um tölugrein 2-5. Undirstrikið að við þurfum taka mið af því takmarki að stofna biblíunám og gera menn að lærisveinum.
Söngur 46 og lokabæn.
Vikan sem hefst 8. september
Söngur 10
10 mín: Staðbundnar tilkynningar og reikningshaldsskýrslan.
20 mín: Hvernig stjórna skal safnaðarbóknámi í bókinni Mesta mikilmenni sem lifað hefur. Bóknámsstjóri notar fjögurra eða fimm manna hóp boðbera til að sýna söfnuðinum hvernig bóknámið skyldi fara fram. Þessa sýnikennslu ætti að æfa vel og hún ætti að vera í samræmi við leiðbeiningarnar á blaðsíðu 3 í þessu tölublaði Ríkisþjónustu okkar. Notið 11. kaflann í bókinni. Sýnið hvernig skipta má löngum tilvísunum í Biblíuna niður í smærri einingar til þess að lesararnir geti verið fleiri en einn eða til að undirstrika lykilatriði þegar tími gefst ekki til að lesa allan ritningarstaðinn. Bóknámsstjórinn gæti skotið inn stuttum athugasemdum til áheyrenda til að vekja athygli á hvaða aðferð verið sé að nota. Allir í salnum ættu að fylgjast með í eigin eintaki af bókinni.
15 mín: Öldungur ræðir „Vektu hjá nemendunum löngun til vígslu og skírnar“ (km 6.96, viðauki, gr. 20-2) við reynda boðbera sem stýra biblíunámum.
Söngur 100 og lokabæn.
Vikan sem hefst 15. september
Söngur 85
10 mín: Staðbundnar tilkynningar.
15 mín: „Taktu það sem mikilvægara er fram yfir annað.“ Spurningar og svör. Takið fram, eftir því sem tíminn leyfir, nokkur atriði úr greininni „Skipum málum í rétta forgangsröð“ í Vaknið! frá 22. febrúar 1987, blaðsíðu 8-9.
20 mín: Sýnið áhuga á skólagöngu barna ykkar. Ræða öldungs. Farið yfir upplýsingarnar í bæklingnum Vottar Jehóva og menntun, blaðsíðu 2-5 og sýnið hvers vegna við kunnum að meta gagnlega þjálfun og kennslu sem skólarnir veita. Ræðið hvernig útskýra megi kurteislega fyrir kennurum ástæðu þess að við keppum frekar að því sem hefur andlegt gildi en veraldlegum markmiðum. Takið með nokkur atriði frá „Niðurlagsorð“ á blaðsíðu 31. Hvetjið foreldra til að taka til sín tillögur eins og þær sem er að finna í Vaknið! (á ensku) 8. 9. 1988, blaðsíðu 11.
Söngur 47 og lokabæn.
Vikan sem hefst 22. september
Söngur 12
8 mín: Staðbundnar tilkynningar.
17 mín: Hvernig hefja má samræður. Árangur okkar í boðunarstarfinu er að miklu leyti undir því kominn að okkur takist að draga fólk inn í markverðar samræður. Þegar við getum sagt eitthvað sem fær aðra til að hlusta höfum við yfirstigið eina stærstu hindrunina sem mætir okkur í boðunarstarfinu. Ræðið við áheyrendur lykilatriði í tölugreinum 11-14 í 16. kafla Handbókar Guðveldisskólans. Fáið boðbera, sem eru leiknir í að koma af stað samræðum, til að segja hvaða inngangsorð þeir nota þegar þeir tala við fólk eins og (1) vegfarendur á götunni, (2) farþega í strætisvagni eða langferðabíl, (3) afgreiðslumann bak við afgreiðsluborð, (4) mann á bílastæði, (5) mann á bekk í lystigarði og (6) einhvern sem hringt er í með boðskapinn um Guðsríki.
10 mín: „Biblíunám sem skapa lærisveina.“ Ræða.
10 mín: Litið yfir þjónustuskýrslu safnaðarins fyrir þjónustuárið 1997. Starfshirðirinn hrósar söfnuðinum fyrir gott starf, einkum í mars, apríl og maí. Kemur með tillögur frá öldungaráðinu og síðustu farandhirðisskýrslu um hvernig auka megi boðunarstarfið og biblíunámsstarfið. Nefnir nokkur raunhæf markmið á nýja þjónustuárinu, þar með talið að hefja og stjórna biblíunámum, og að vera aðstoðarbrautryðjandi þá mánuði sem hafa fimm helgar — nóvember, maí og ágúst.
Söngur 48.
Vikan sem hefst 29. september
Söngur 16
15 mín: Staðbundnar tilkynningar. Minnið alla á að skila starfsskýrslum. Ræðið nauðsyn þess, til undirbúnings blaðastarfinu í október, að ‚sundurgreina starfssvæði sitt,‘ ‚kynna sér blöðin,‘ ‚semja inngangsorð sín,‘ ‚aðlaga aðferð sína að húsráðandanum‘ og ‚hjálpa hvert öðru,‘ frá blaðsíðu 8 í Ríkisþjónustu okkar fyrir október 1996.
15 mín: Notið myndböndin vel. Rifjið upp tillögur um notkun myndbanda frá Félaginu og gefið dæmi um hvernig nota megi myndböndin bæði innan fjölskyldunnar og í boðunarstarfinu. Gefið áheyrendum kost á að greina frá reynslu sinni af notkun myndbandanna.
15 mín: Vegsamaðu þjónustu þína. Ræðið við áheyrendur um efnið í Þjónustubókinni, blaðsíðu 81-3. Spyrjið þessara spurninga til að undirstrika aðalatriðin: (1) Hvernig höfum við gagn af því að fylgja fordæmi Jesú? (2) Hversu mikilvæg er skylda okkar til að prédika? (3) Hvað fékk okkur til að vígja Jehóva líf okkar? (4) Hvaða hegðunarkröfur eru gerðar til fólks sem vill þjóna Guði? (5) Hvað getum við lært af prédikunaraðferð Jesú?
Söngur 21 og lokabæn.