Biblíunám sem skapa lærisveina
1 „Hvað hamlar mér að skírast?“ spurði hirðmaðurinn frá Eþíópíu eftir að Filippus „boðaði honum fagnaðarerindið um Jesú.“ (Post. 8:27-39) Hirðmanninum þótti vænt um ritningarnar sem Guð hafði innblásið og var reiðubúinn að gerast lærisveinn eftir að hafa fengið andlega hjálp hjá Filippusi. En ekki eru allir sannfærðir um að þeir þurfi sjálfir að rannsaka Ritninguna.
2 Skipulag Jehóva hefur gefið út bæklinginn, Bók fyrir alla, til að hvetja fólk til að rannsaka boðskapinn sem Biblían inniheldur fyrir okkar daga. Upplýsingarnar í bæklingnum ættu að höfða til einlægra manna sem eru ef til vill menntaðir en vita lítið um Biblíuna. Þessu góða hjálpargagni er ætlað að örva löngun fólks til að kynna sér Biblíuna.
3 Þegar við hefjum biblíunám er gagnlegt að rifja upp hinar frábæru tillögur, sem prentaðar eru í viðauka Ríkisþjónustu okkar fyrir júní 1996, um hvernig stýra megi námi í Þekkingarbókinni þannig að nemendurnir taki góðum framförum. Meðan á náminu stendur skaltu taka eftir í hvaða mæli nemandinn tekur framförum til þess að þú getir metið hverju þurfi að gefa frekari gaum. Hvettu nemandann til að búa sig undir námsstundir sínar, fletta meðal annars upp öllum ritningarstöðunum. Athugasemdir, sem nemandinn gefur með eigin orðum, kunna að endurspegla hve einlæglega hann kann að meta sannleikann. Þeir sem lesa einnig önnur rit Félagsins og sækja safnaðarsamkomur reglulega taka yfirleitt stórstígum framförum. Hvettu nemandann til að tala óformlega við aðra um það sem hann er að læra. Sýndu honum vingjarnlega hvað hann þarf að gera til að taka andlegum framförum. Við ættum ekki að halda áfram námi um ótiltekinn tíma með þeim sem geta ekki ákveðið sig. Nemendunum ber að eiga frumkvæðið að því að afla sér þekkingar, taka einarða afstöðu með sannleikanum og sækja fram til vígslu og skírnar.
4 Á sumum heimilum er meira en eitt nám í gangi þar sem nokkrir meðlimir fjölskyldunnar hafa sitt eigið nám. Í flestum tilvikum kann hins vegar að vera ákjósanlegra að hafa sameiginlegt nám með allri fjölskyldunni vegna þess að það stuðlar að því að draga fjölskylduna saman andlega.
5 Jesús sagði okkur að fara og gera menn að lærisveinum. (Matt. 28:19) Til þess að gera það verðum við að stýra biblíunámum sem hjálpa nemendunum að taka framförum í þeim mæli að þeir spyrji sjálfa sig: „Hvað hamlar mér að skírast?“