Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 9.97 bls. 1
  • Taktu það sem mikilvægara er fram yfir annað

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Taktu það sem mikilvægara er fram yfir annað
  • Ríkisþjónusta okkar – 1997
  • Svipað efni
  • Höfuð fjölskyldunnar á að halda uppi góðum andlegum venjum
    Ríkisþjónusta okkar – 2002
  • Hvers vegna ættum við að safnast saman til tilbeiðslu?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2016
  • Fjölskyldur, lofið Guð með söfnuði hans
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1999
  • Hvaða gagn getur þú haft af samkomum Votta Jehóva?
    Von um bjarta framtíð – biblíunámskeið
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 1997
km 9.97 bls. 1

Taktu það sem mikilvægara er fram yfir annað

1 Hvað er sérstaklega mikilvægt fyrir andlega heilsu okkar? Einkanám, samkomusókn, þolgæði í að biðja, góður félagsskapur og hin kristna þjónusta eru vissulega ofarlega á þeim lista. Við getum ekki haldið góðri andlegri heilsu án þess að láta mikilvægu málin koma fremst í lífi okkar.

2 Við eigum hins vegar öll í baráttu við holdlegar langanir og þurfum á aga að halda. (Gal. 5:17) Við ættum aldrei að halda að mikið sé unnið við það að keppa að eigingjörnum markmiðum. (Jer. 17:9) Regluleg sjálfsrannsókn er þess vegna óumflýjanleg ef við ætlum okkur að varðveita hjarta okkar og forðast að láta leiðast afvega. — Orðskv. 4:23; 2. Kor. 13:5.

3 Rannsakaðu þitt eigið hjarta: Þú getur gert það með því að spyrja sjálfan þig nokkurra beinskeyttra spurninga: Sækist ég eftir að lesa orð Guðs? (1. Pét. 2:2) Geri ég mér fulla grein fyrir mikilvægi þess að sækja allar safnaðarsamkomurnar? (Hebr. 10:24, 25) Er ég staðfastur í bæninni? (Rómv. 12:12) Sækist ég eftir félagsskap andlega sinnaðs fólks? (Rómv. 1:11, 12) Finnst mér ég vera persónulega skyldugur til að boða fagnaðarerindið? (1. Kor. 9:16) Jákvæð svör við þessu sýna að þú ert áfjáður í að taka það sem mikilvægara er fram yfir annað.

4 Rannsakaðu þinn daglega vanagang: Rannsókn þinni á löngunum hjarta þíns þarftu að fylgja eftir með því að forgangsraða því sem þú verð tíma þínum í. Það felur meðal annars í sér að ætla sér tíma til að lesa reglulega í Biblíunni, til að lesa hvert einasta tölublað af Varðturninum og Vaknið! og til að búa sig undir samkomurnar. Líka verður að taka frá tíma fyrir fjölskylduna, bæði til náms og til að biðja saman. Takmarkaðu hve miklum tíma er varið fyrir framan sjónvarpið eða tölvuna. Vertu staðráðinn í að sækja allar safnaðarsamkomur og skipuleggja allt annað í kringum þær. Hafðu það á dagskránni að öll fjölskyldan taki þátt í boðunarstarfinu í hverri viku.

5 Ef við tökum mikilvægari hlutina fram yfir annað í lífinu verður það okkur tvímælalaust til mikillar gleði.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila