Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 11.97 bls. 1
  • Náum til makans sem ekki er vottur

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Náum til makans sem ekki er vottur
  • Ríkisþjónusta okkar – 1997
  • Svipað efni
  • Hvernig stuðlum við að farsælu hjónabandi?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2016
  • Þegar hjónabandsfriðnum er stefnt í voða
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1989
  • Fjölskyldulíf sem er Guði þóknanlegt
    Hvers krefst Guð af okkur?
  • Farsælt fjölskyldulíf
    Þú getur lifað að eilífu í paradís á jörð
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 1997
km 11.97 bls. 1

Náum til makans sem ekki er vottur

1 Það er mikið gleðiefni þegar hjón eru sameinuð í sannri tilbeiðslu. Í mörgum fjölskyldum hefur hins vegar aðeins annað hjónanna tekið við sannleikanum. Hvernig getum við náð til þess hjónanna sem ekki er vottur og hvatt hann til að tilbiðja Jehóva með okkur?

2 Skiljum hugsunargang þeirra: Þó að sumir þeirra sem giftir eru votti en eru ekki sjálfir í trúnni séu andsnúnir trú maka síns, er vandinn oftar en ekki sá að hinn vantrúaði er áhugalaus um trúna eða misskilur um hvað málið snýst. Honum kann að finnast hann hafður útundan eða hann er afbrýðisamur vegna hins nýfundna áhuga maka síns á andlegum málefnum. „Ég var skilinn eftir einn og yfirgefinn í húsinu,“ minnist eiginmaður nokkur. „Mér fannst eins og konan mín og börn væru að fara frá mér,“ segir annar. Sumir menn kunna að halda að einhver trúarbrögð séu að taka fjölskyldu þeirra af þeim. (Sjá Varðturninn (á ensku) 15. ágúst 1990, blaðsíðu 20-3.) Þess vegna er best, ef mögulegt er, að eiginmaðurinn taki þátt í biblíunáminu með konu sinni strax frá byrjun.

3 Starfið saman eins og vinnuhópur: Hjón, sem eru vottar, náðu góðum árangri með því að vinna saman að því að hjálpa hjónum inn í sannleikann. Eftir að systirin hafði komið af stað biblíunámskeiði með eiginkonu fór bróðirinn í heimsókn til eiginmannsins. Honum tókst oft að fá eiginmanninn til að nema líka.

4 Vertu vingjarnlegur og gestrisinn: Fjölskyldur í söfnuðinum geta aðstoðað með því að sýna þeim fjölskyldum áhuga sem ekki eru enn þá sameinaðar í sannri tilbeiðslu. Vingjarnlegar heimsóknir gætu hjálpað maka, sem ekki er orðinn vottur, að sjá að vottar Jehóva eru hlýlegir og umhyggjusamir kristnir menn sem láta sér umhugað um velferð annarra.

5 Af og til gætu öldungarnir skoðað hvað hafi nýlega verið gert til að ná til þeirra sem eiga maka í trúnni en eru ekki sjálfir vottar og ákveðið hvað hægt er að gera meira í þeirri von að vinna þá til fylgis við Jehóva. — 1. Pét. 3:1.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila