Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 11.97 bls. 1
  • Víðar dyr og verkmiklar eru opnar

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Víðar dyr og verkmiklar eru opnar
  • Ríkisþjónusta okkar – 1997
  • Svipað efni
  • Þú gætir þurft að leita að fólki til að boða því fagnaðarerindið
    Ríkisþjónusta okkar – 2012
  • Hefur söfnuðurinn þinn stórt starfssvæði?
    Ríkisþjónusta okkar – 2002
  • Veldu á unga aldri að þjóna Jehóva
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2008
  • Þegar húsráðandi talar annað tungumál
    Ríkisþjónusta okkar – 2008
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 1997
km 11.97 bls. 1

Víðar dyr og verkmiklar eru opnar

1 Sem kostgæfinn prédikari fagnaðarerindisins leitaði Páll ákaft svæða þar sem þörfin var meiri en annars staðar, og eitt þeirra var Efesus. Prédikunarstarf hans þar bar svo góðan árangur að hann skrifaði trúbræðrum sínum: „Mér hafa opnast þar víðar dyr og verkmiklar.“ (1. Kor. 16:9) Páll hélt áfram að starfa á því svæði og hjálpaði mörgum Efesusmönnum til trúar. — Post. 19:1-20, 26.

2 Nú á tímum hefur okkur opnast víðar dyr og verkmiklar. Okkur er boðið að hjálpa söfnuðum sem geta ekki farið rækilega yfir allt svæði sitt á hverju ári. Þannig getur vinnuframlag okkar vegið nokkuð upp á móti þeim boðberaskorti sem er fyrir hendi á vissum svæðum. — Samanber 2. Korintubréf 8:13-15.

3 Getur þú starfað þar sem þörfin er mikil? Hefur þú hugleitt í bæn þann möguleika að þjóna annars staðar? Þú getur ef til vill hjálpað söfnuði í þinni borg eða nærliggjandi byggðarlagi. Væri ekki ráð að tala við farandhirðinn og heyra álit hans? Ef til vill eru líka hópar fólks innan seilingar sem lítið hefur verið hægt að sinna, eins og heyrnleysingjar og sumir hópar útlendinga. Gætir þú aflað þér þeirrar kunnáttu sem nauðsynleg er til að ná til slíks fólks, eins og til dæmis að læra tungumál þess? Kannski er líka söfnuður eða hópur ekki mjög fjarri heimili þínu sem hefur verið að ‚biðja herra uppskerunnar um að senda fleiri verkamenn.‘ (Matt. 9:37, 38) Sé svo, hefur þú þá tök á að rétta þeim hjálparhönd?

4 Síðustu áratugi hafa þúsundir kristinna fjölskyldna flust til annarra landa til þess að eiga fulla hlutdeild í uppskerustarfinu. Hjón sem gerðu það sögðu: „Við vildum þjóna Jehóva þar sem við gætum komið að sem mestum notum.“ Ef slík löngun býr í brjósti þér og þú sérð þér fært að flytja á annan stað hér á landi eða þú ert hæfur til að þjóna í öðru landi skaltu byrja á því að ræða hugmyndir þínar við öldungana í þínum söfnuði.

5 Ef þig langar til að senda fyrirspurn til Félagsins um hvar einkum sé þörf á aðstoð skaltu láta starfsnefnd safnaðarins fá bréf þar sem sérstakar óskir þínar koma fram. Hún mun senda það til Félagsins ásamt athugasemdum sínum. Hvað sem öðru líður skulum við halda áfram að hafa nóg að gera í þjónustu Jehóva svo lengi sem hinar víðu dyr og verkmiklu standa opnar. — 1. Kor. 15:58.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila