Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 5.02 bls. 6
  • Hefur söfnuðurinn þinn stórt starfssvæði?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hefur söfnuðurinn þinn stórt starfssvæði?
  • Ríkisþjónusta okkar – 2002
  • Svipað efni
  • Þegar enginn er heima
    Ríkisþjónusta okkar – 2007
  • Ert þú með einkastarfssvæði?
    Ríkisþjónusta okkar – 2006
  • Hvers vegna ættirðu að hafa eigið starfssvæði?
    Ríkisþjónusta okkar – 2013
  • Hvers vegna að halda skrá yfir staði þar sem enginn var heima?
    Ríkisþjónusta okkar – 1995
Ríkisþjónusta okkar – 2002
km 5.02 bls. 6

Hefur söfnuðurinn þinn stórt starfssvæði?

1 Jesús vitnaði rækilega í borgum Júdeu og allt til sveita Galíleu. Hann fór um allt þetta stóra svæði Forn-Ísraels. (Mark. 1:38, 39; Lúk. 23:5) Við verðum einnig að koma fagnaðarerindinu á framfæri við fólk. (Mark. 13:10) En það er ekki alltaf hlaupið að því. Hvers vegna?

2 Sumir söfnuðir hér á landi hafa starfssvæði þar sem fólk býr mjög afskekkt. Boðberar þurfa oft að ferðast langar leiðir til að prédika fyrir þessu fólki. Söfnuðir í Reykjavík hafa jafnvel svæði þar sem sjaldan er starfað. Hvað getum við gert til að hjálpa fólki á strjálbýlum svæðum að kynnast sannleikanum um Jehóva, Jesú og ríkið?

3 Hafið gott skipulag: Starfshirðirinn og svæðisþjónninn þurfa að samstilla krafta safnaðarins svo að sem bestur árangur náist. Ef til vill er hægt að taka frá ákveðna laugardaga þegar sem flestir geta séð sér fært að nota heilan dag í starfinu. Ráðgerið að vera lengur en venjulega í starfinu ef mögulegt er þegar þið starfið á fjarlægum svæðum og takið með ykkur nesti svo að þið getið starfað allan daginn. Þið gætuð haft samansöfnun fyrir starfið fyrr en venjulega svo að nægur tími sé til að keyra á svæðið eða haldið samansöfnunina nálægt starfssvæðinu. Hafið fáa í hverjum bíl svo að allir hafi nóg að gera. Áformið að starfa á sveitasvæðunum allt árið um kring ef veður- og akstursskilyrði leyfa.

4 Gætið þess að hafa nóg af ritum meðferðis. Það getur verið í lagi að skilja eftir eldri blöð þar sem enginn er heima ef sjaldan er starfað á svæðinu. Bjóddu smáritið Langar þig að vita meira um Biblíuna? öllum sem þú hittir og skildu eftir eintak þar sem enginn er heima.

5 Allir verða að vinna saman: Það þarf að ríkja góð samvinna innan safnaðar sem hefur stórt starfssvæði. Þegar mikill akstur er nauðsynlegur geta þeir sem ferðast saman skipt eldsneytiskostnaði á milli sín. Þú þarft að sýna góða dómgreind þegar þú hittir fólk sem hefur áhuga á að ræða við þig. Mundu að þú verður að ná til allra á svæðinu og vertu tillitsamur við þá sem bíða úti í bíl. Væri ekki hægt að gera ráðstafanir svo að hinir, sem eru með þér, geti haldið áfram í starfinu ef þig langar að ræða við áhugasaman mann í lengri tíma?

6 Gerðu ráðstafanir til að hafa samband aftur við þá sem sýna áhuga. Auk heimilisfangs skaltu reyna að fá símanúmer hins áhugasama svo að þú getir haft samband við hann í síma og vitnað fyrir honum. Ef vegir eða hús eru ekki merkt skaltu teikna eða skrifa niður nákvæma lýsingu á því hvernig hægt sé að fara aftur til hins áhugasama.

7 Við höfum mikil sérréttindi að mega framfylgja fyrirmælum Jesú: „Hvar sem þér komið í borg eða þorp, spyrjist þá fyrir um, hver þar sé verðugur.“ (Matt. 10:11) Jehóva mun vissulega blessa viðleitni þína þegar þú gefur af sjálfum þér í þessu auðgandi starfi.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila