Hvers vegna ættirðu að hafa eigið starfssvæði?
1. Hvað gætirðu gert ef nóg er til af starfssvæðum í söfnuðinum þínum?
1 Í sumum söfnuðum er til nóg af starfssvæðum og þá er hægt að fá sitt eigið svæði til umráða. Í Skipulagsbókinni á bls. 103 er hvatt til að fá sér starfssvæði nálægt heimili sínu, en þar segir: „Það auðveldar þér að nýta sem best þann tíma sem þú hefur til að sinna boðunarstarfinu. Þú gætir líka boðið öðrum boðbera að starfa með þér á einkasvæði þínu.“
2. Hvernig getur einkasvæði verið góð viðbót við hópstarf?
2 Góð viðbót við hópstarf: Ef þú færð þér svæði nálægt vinnustað þínum gætirðu tekið þátt í boðunarstarfinu í hádegishléinu eða á leiðinni heim úr vinnu. Þú gætir boðið boðbera, sem vinnur rétt hjá, að starfa með þér. Ef þú tekur út svæði nálægt heimili þínu er stutt að fara og því tilvalið fyrir þig og fjölskyldu þína að starfa þar á kvöldin. Þótt maður fari ekki í samansöfnun ætti að sjálfsögðu að biðja Jehóva um leiðsögn áður en byrjað er að ganga í hús. (Fil. 4:6) Auk þess ætti að hafa gott jafnvægi milli þess að starfa á eigin starfssvæði og taka þátt í hópstarfi safnaðarins. Það getur verið góð regla að styðja við starfshópinn um helgar þegar margir mæta í samansöfnun.
3. Hvaða kostir fylgja því að hafa sitt eigið starfssvæði?
3 Kostirnir: Ef þú ert með eigið starfssvæði ertu í rauninni alltaf með svæði til að starfa á þegar þú hefur tíma. Þú færð meiri tíma fyrir boðunarstarfið og eyðir minni tíma í ferðir. Þetta hefur gert mörgum kleift að vera aðstoðarbrautryðjendur eða jafnvel brautryðjendur. Og þegar þú hittir einhvern í nágrenninu, sem sýnir boðskapnum áhuga, er auðveldara að heimsækja hann aftur og fræða um Biblíuna. Mörgum sem hafa einkasvæði finnst það gefa sér möguleika á að kynnast fólki og ávinna sér traust þess, sérstaklega ef maður nær að fara oftar en einu sinni yfir svæðið áður en því er skilað inn. Gætuð þið fjölskyldan gert boðunarstarfinu enn betri skil með því að vera með einkasvæði? – 2. Tím. 4:5.